Spássían - 2012, Blaðsíða 12
12
Heiðar- og Ómarsdóttir öllum vandræðaganginum sem
fylgdi því að hafa listgreinar sem keppnisgreinar á
Ólympíuleikunum. Fyrir utan að almenningur virtist lítinn
sem engan áhuga hafa á þess háttar keppni voru dómarar
og listamenn afar tregir til að taka þátt og með uppsteyt
gagnvart reglum og viðmiðum keppnishaldara. Það er
því ekki að undra að þótt Bretar hafi boðið ljóðskáldum
frá öllum þátttökulöndum Ólympíuleikanna 2012 að taka
þátt, þeirra á meðal Gerði Kristnýju fyrir Íslands hönd,
hafi það verið í formi ljóðahátíðar en ekki raunverulegrar
keppni.
Íslenskir höfundar hafa að sama skapi verið duglegir
að blása á allt keppnistal, eins og Sigurbjörg Þrastardóttir
gerir aftar í þessu tölublaði. Í vetrarhefti Spássíunnar
2011 sagði Vigdís Grímsdóttir tal um samkeppni milli
höfunda vera bull og hló að stjörnugjöf fyrir bókmenntir.
„Maður getur í hæsta lagi verið svo asnalegur að keppa
við sjálfan sig“, sagði hún, en væntingarnar sem mæta
höfundum í kjölfar vel heppnaðra verka - verður nýjasta
bókin betri eða verri? – eru stundum svo miklar að öll
önnur samkeppni bliknar í samanburði við þá pressu.
HVERJIR ERU AFREKSFÓLK Í BÓKMENNTUM?
Þegar nánar er að gáð byggir bókmenntaheimurinn þó
í undirstöðuatriðum á sama kerfi og stýrir samfélaginu
almennt; kerfi stigveldis sem byggir á úrvali fárra. Fátt
vekur að minnsta kosti jafn kröftug mótmæli og hugmyndin
um að ekki sé þörf á virðingarstigum í bókmenntaheiminum,
eins og fram kemur í orðum Sigfúsar Daðasonar í Tímariti
Máls og menningar árið 1938:
Nú upp á síðkastið er aftur farið að berja þá bumbu
að í lýðræði framtíðarinnar, þessarar framtíðar
sem byrji á morgun, eigi að ríkja jöfnuður milli
framleiðenda andlegra afurða; að ekki beri að gera
upp á milli meðallagsins og hins ágæta; þar að auki,
ef út í það væri farið, skuli einfaldur meirihluti skera
úr hvað ágætt sé. [...] Ekki veit ég nema þessi afstaða
sé eitt af táknum tímanna; raunar má telja nærri
óhjákvæmilegt að þesskonar jafnaðarmennska, eða
jöfnun hins andlega og listræna, verði í för með þeirri
þjóðnýtingu bókmenntanna sem nú er á dagskrá í
nokkrum löndum, þar á meðal á Íslandi.7
Tengir Sigfús slíkar hugmyndir um „andlega jöfnun“ við
„pópúlisma“ og lágkúru. Bókmenntaheimurinn hefur
kannski ekki sömu afreksstefnu og markaðurinn en hann
hefur sína eigin afreksstefnu og afreksmenn.
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir stinga
reglulega af í jólabókafl óðinu, sé horft á sölutölur, og
það hefur afl að þeim nafnbóta á borð við „konungur“
og „drottning“ glæpasagnanna. Þau þurfa hins vegar að
vinna annars konar keppni til að fá bikar eða medalíu,
nokkurs konar stigakeppni hjá dómnefndum sem hafa
fagurfræðilega staðla að leiðarljósi, til dæmis það
hvernig unnið er með formið og tungumálið, en stundum
einnig spurninguna hvernig verkið talar til samtímans;
hvort það markar tímamót að einhverju leyti eða vinnur
úr hefðinni.
Eins og í íþróttum eru þess konar keppnir misstórar og
merkilegar. Guðrún Eva Mínervudóttir hreppti Íslensku