Spássían - 2012, Blaðsíða 28

Spássían - 2012, Blaðsíða 28
28 Á sextándu öld óx kryppa á alræmdan steindauðan konung. Þá var Túdor-ættin komin til valda í Englandi, Rósastríðunum var lokið og síðasta konungi Jórvíkur- ættarinnar hafði verið úthýst. Hann var sakaður um að hafa myrt bróðursyni sína en það var engan veginn nóg. Smám saman varð hann líka kroppinbakur en engar samtímaheimildir benda þó til þess að hann hafi verið það í lifanda lífi . Kryppan óx á kónginn eftir andlát hans. Hinn raunverulegi Ríkarður þriðji var líklega sekur um glæp og annan en saklaus af kryppunni og gæti þess vegna tekið sér í munn fl eygt tilsvar persónunnar Ígors í kvikmyndinni Frankenstein ungi; sá er með kryppu en þegar honum er boðin lækning við kryppunni (sem raunar fl yst til á baki hans milli atriða) svarar hann: Hvaða kryppu? (mín kynslóð hefur hlegið mikið að þessu tilsvari). Mér skilst líka (þó ég selji það ekki mjög dýrt því ég fann það á netinu) að kryppu hafi verið bætt við sumar myndir af konunginum og að sjá megi muninn á kryppunni og upprunalegu myndinni með nýjustu tækni í forvörslu. Hvað sem því líður mun kryppan vera tilbúningur. Og það sem mikilvægara er, frá sjónarhorni fötlunarfræðinnar: Hún er hluti af ófrægingarherferð gegn kónginum. Þegar Shakespeare setur saman leikrit sitt um Ríkarð þriðja (líklega árin 1592–93) birtist okkur eitt frægasta fatlaða illmenni (hér mætti með nokkrum rétti nota orðið „fatlafól“) sögunnar og fl ytur þessa ræðu: En ég, sem var ekki’ ætlaður til ásta, né til að hampa hylli spegilsins, ég, klúr í sniðum, sneyddur þokkans valdi sem reisir kamb við káta lipurtá, ég, fi rrtur þessum fagra gjörvileik, svikinn um vöxt af fl áttskap forlaganna og sendur fyrir tímann, vesöl vansmíð hálfköruð inní heimsins andardrátt, í þokkabót svo bæklaður og haltur að rakkar gelta að sjá mig hökta hjá, nei, ég hef enga sælli dægradvöl á þessum mildu friðarpípu-tímum en laumast til að líta á skuggann minn ef sólin skín, og sjá minn óskapnað.1 Það má velta fyrir sér hvort Ríkarður í leikritinu verði illmenni vegna þess að hann er fatlaður. Svo afskræmdur maður getur ekki orðið elskhugi og þarf að gerast þrjótur. En ef það er fötlunin sem gerir hann að illmenni, þá má það heita kaldhæðnislegt því að illmennskan virðist áður hafa gert hann fatlaðan; þar sem talið er að kryppan hafi verið hluti af áróðursstríði gegn Ríkarði á sextándu öld. Sú áróðursherferð er í nánum tengslum við aldagamlar hefðir og hugmyndir um konungsvald. Þegar konungar voru settir af voru þeir iðulega blindaðir eða vanaðir. Í Miklagarði voru þess jafnvel dæmi að skorin væru nef af konungum til að hindra að þeir kæmust aftur á valdastól. HIÐ FATLAÐA ILLMENNI AFÞREYINGAR- MENNINGARINNAR ER EKKI AÐEINS ILLMENNI. ÞAÐ ER Í RAUN SKRÍMSLI. EN HVERS VEGNA ERU SVO MARGAR VINSÆLAR BÆKUR OG KVIKMYNDIR FULLAR AF ILLMENNUM SEM VIÐ SKILGREINUM SEM DÝRSLEG, AFSKRÆMD, FÖTLUÐ OG ÖÐRUVÍSI, ÞRÁTT FYRIR AÐ VIÐ ÞYKJUMST VERA FORDÓMALAUS GAGNVART FÖTLUÐUM? hver er hræddur við handalausa manninn? EFTIR ÁRMANN JAKOBSSON

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/408139

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (2012)

Aðgerðir: