Spássían - 2012, Blaðsíða 21

Spássían - 2012, Blaðsíða 21
21 EFTIR ÓLÖFU SÆUNNI VALGARÐSDÓTTUR Uppáhaldsplatan mín árið 2009 var að öllum líkindum frumraun breska dúett sins The xx. Fyrsta platan, xx, var frábær samsetning af hljóði, ti lfi nningum og laglínum, nánast fullkomin. Önnur plata hljómsveitarinnar, Coexist, kom út á dögunum. Sennilega var það óhjákvæmilegt að þessi plata ylli ákveðnum vonbrigðum því að frumraunin var svo frámunalega góð. Við fyrstu hlustun voru vonbrigðin nokkuð mikil, við aðra hlustun minnkuðu þau og þett a varð skárra og hélt svo áfram að skána. Nýju lögin eru, líkt og áður, mjúk, kynþokkafull og falleg, en að hlusta á plötuna er svolíti ð eins og að hlusta á endurunnið efni. Það er bara svo ágætlega gert að manni er nokkuð sama. Fínt ti l að spila þegar maður situr og horfi r á snjókomuna, en ég held ég hlusti samt frekar á fyrri plötuna. Coexist er hálfgert miðjumoð ef miðað er við hana en stendur rétt svo fyrir sínu eft ir nokkrar áhlustanir. Rétt svo. Ef þú hefur gaman af The xx prófaðu þá að hlusta á: Friendly Fires, Crystal Castles, Miike Snow, og Wild Beast. Lagasmíðarnar á Dýrð í dauðaþögn eru þroskaðar, fallegar laglínur undir áhrifum þjóðlagatónlistar. Styrkleiki plötunnar felst í því hvernig tekst að blanda saman sérstakri söngrödd Ásgeirs og þessum fallegu laglínum. Í hverju lagi fær texti nn að njóta sín og í kringum sönginn er byggð upp stemning með raft ónlistargrunni, blæstri, góðri spilamennsku og taktbreytum. Öll þessi byggingarefni eru notuð smekklega og sýnir það hversu vandað er ti l verksins.  Það er vandræðalegt hvað ég er hrifi n af Ásgeiri Trausta og ég er ekki viss um að það sé hollt að hlusta á sama diskinn stanslaust í viku en ég get bara ekki hætt . Besti íslenski diskurinn það sem af er þessu ári. Ef þú hefur gaman af Ásgeiri Trausta prófaðu þá að hlusta á: Bon Iver, Sóleyju, Birdy og Thomas Dybdahl Hljómsveiti n ∆ - eða Alt-J - er ein af nýjustu vonarstjörnum breskrar tónlistar og talin líklegust ti l að hreppa Mercury verðlaunin í ár. Undarlegt popp hljómsveitarinnar er blanda af endalausum víddum af hljóði, skemmti legum og óvæntum töktum og laglínum sem myndu sæma sér ágætlega í notalegu popplagi. Útkoman er fersk og, það sem er mikilvægara, nokkuð óvænt. Við hlustun á plötunni skilur maður alveg að margir líki hljómsveiti nni við Radiohead. Skyldleikinn er ti l staðar og einnig skyldleikinn við margt annað sem heyrist í „alternati ve“ tónlist akkúrat núna, en þeim tekst að gera tónlisti na að sinni. Textarnir eru einnig vel gerðir, á fallegu máli og með ti lvísunum í dægurmál, en hljómsveitarmeðlimir segja sjálfi r að öll lögin fj alli um stærðfræði og kynlíf. Framúrskarandi plata. Ef þú hefur gaman af Alt-J prófaðu þá að hlusta á: Radiohead, Django Django og Shearwater. Meðlimir breska bandsins Mumford and sons eru ekki að fi nna upp hjólið þegar kemur að tónlist. Þeir semja einfaldlega skemmti lega tónlist sem fólk vill heyra eins og nýjustu sölutölur í Bandaríkjunum sýna. Þar er Babel núna á toppi Billboardlistans með yfi r 600.000 eintök seld fyrstu söluvikuna. Það er mesta sala á plötu það sem af er árinu.  Babel er nokkuð rökrétt framhald af síðustu plötu sveitarinnar, Sigh no more; það er bara gefi ð meira í, taktarnir eru harðari og textarnir betri. Þett a er þjóðlagarokk með uppbyggingu og áherslu á millikafl a og textagerð. Ekkert óvænt, en á allan hátt vandað. Og svo er þarna banjó, sem bara getur ekki klikkað. Ef þú hefur gaman af Mumford and Sons prófaðu þá að hlusta á: The Avett Brothers, mewithoutYou, The Lumineers og NEEDTOBREATH. Mumford and Sons Babel Alt-J (∆) An Awesome Wave Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn Í SPILUN The xx Coexist

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.