Spássían - 2012, Qupperneq 24

Spássían - 2012, Qupperneq 24
24 RÓMANTÍSK KARLAVINÁTTA Kossar, faðmlög og önnur líkamleg atlot milli karla hafa ekki alltaf verið tengd við samkynhneigð eða kynvillu og í raun er mjög stutt síðan slíkt þótti eðlilegt. Bandaríski sagnfræðingurinn Anthony Rotundo hefur fjallað um rómantíska vináttu karla í Bandaríkjunum á 19. öld og segir að náin – og oft líkamleg – vináttusambönd ungra karla hafi meðal annars þjónað því hlutverki að móta sjálfsmynd þeirra og búa þá undir fullorðinsárin. Þessi rómantíska vinátta átti aftur á móti að vera tímabundin og ljúka þegar mennirnir giftust.9 Náin og rómantísk vinátta kvenna sem bjuggu jafnvel saman var einnig lengi vel látin óátalin, líkt og meðal annars má lesa um í bók fræðikonunnar Lillian Faderman, Surpassing the Love of Men (1985). Rotundo segir ýmsa þætti hafa valdið því að náin vináttusambönd karla voru svo algeng á 19. öld en einnig hafi margs konar menningar- og samfélagslegar breytingar orðið undir lok aldarinnar og valdið því að ungir menn sneru sér í auknum mæli til ungra kvenna með tilfinningar sínar og innileika. Eitt af því sem þar skipti máli, segir Rotundo, var orðræðan um samkynhneigð sem hluta af sjálfsmynd og persónuleika sem varð til á síðari hluta 19. aldar. Áður voru hugmyndir um kynvillu fyrst og fremst bundnar við verknaðinn, það er kynmök, en ekki tilveru einstaklingsins í stærra samhengi. Eftir þetta segir Rotundo að rómantísk vináttusambönd karla hafi átt í vök að verjast: Eftir þessar breytingar á hugsunarhætti var samkynhneigð ekki lengur sett í samband við verknað heldur persónuleika og félagslega sjálfsmynd. Verknaðurinn, einstaklingurinn og sjálfsmyndin var fordæmd og flestir karlmenn reyndu að forðast þetta allt. Hugmyndin um að kyssa annan karlmann eða deila rúmi með honum varð ógnvænleg og hið rómantíska tungumál karlavináttunnar dó út. 10 Rotundo tekur fram að náin vinátta karla hafi að sjálfsögðu ekki horfið með 19. öldinni, heldur sú tegund sambanda karla sem hann fjallar um undir heitinu „rómantísk vinátta“, það er vinátta sem tjáð er með ástúðlegum orðum og loforðum um tryggð, gefur undir fótinn möguleikanum um líkamlega nánd og veitir öryggi á uppvaxtarárunum.11 Sömuleiðis segir Lillian Faderman að um og upp úr fyrri heimsstyrjöld hafi konur hætt að geta tjáð opinberlega ást sína á öðrum konum.12 Hið nána samband Sölva og Sigurðar er nokkuð dæmigert 19. aldar rómantískt vináttusamband, þótt sagan eigi að gerast á 18. öld en sé skrifuð á 20. öld. Orðræðan um samkynhneigð er hvergi nærri og ekkert óeðlilegt virðist vera við kossa og atlot karlanna tveggja, hvorki innan söguheims skáldsögunnar né í raunheiminum á útgáfutímanum, því sögunni var eins og áður segir mjög vel tekið og aldrei leiddar að því líkur að um nokkuð ósiðlegt væri að ræða. Báðir giftast þeir konum og hefja gagnkynhneigt fjölskyldulíf og þótt það komi ekki fram má telja líklegt að þeir segi skilið við hið rómantíska samband. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að áhugi þeirra á konum er hverfandi og hómóerótíkin er vissulega til staðar í sögunni. HÓMÓERÓTÍK Samskipti Kjartans og Ísvaldar sem vitnað var til fremst í greininni eru úr sögu sem Sölvi semur og segir gestum í jólaboði þegar hann er unglingur. Sagan fjallar um smaladrenginn Kjartan sem villist í stórhríð og er bjargað af ungum, karlmannlegum manni sem fer með hann í stóra höll. Ungi maðurinn reynist vera álfaprins og heita Ísvaldur og þeir Kjartan verða perluvinir. Álfadrottningin, móðir Ísvaldar, fagnar komu Kjartans og segist hafa seitt hann til sín því hún vilji fræðast um það sem álfafólkið vantar, nefnilega gleðina sem fylgir kristinni trú og því að hafa sál. Hún vill að Ísvaldur öðlist þessa kristilegu gleði og biður Kjartan að uppfræða hann, sem hann og gerir. Hin dramatíska kveðjustund á sér stað þegar Kjartan vill fara aftur til mannabyggða. Koss hans reynist gæða Ísvald sál og „mannsbjarma“ og þeir vinirnir fara saman til mannabyggða þar sem þeir búa saman í „afhýsi“ á meðan Sr . Friðrik og drengurinn (1952) eftir Sigurjón Ólafsson

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.