Spássían - 2012, Blaðsíða 35

Spássían - 2012, Blaðsíða 35
34 Fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók ti l? sem hefur hafi ð göngu sína fj órða árið í röð. Þar lýsa rithöfundar ti lurð verka sinna og spjalla við áheyrendur um þau.  Fyrirlestrarnir verða haldnir í Norræna húsinu, í samvinnu við námsbraut í ritlist og Bókmennta- og listf ræðastofnun Háskóla Íslands, en Sigríður Víðis Jónsdótti r reið á vaðið þett a hausti ð og fj allaði um bókina Ríkisfang: Ekkert. Októberuppfærslu Íslenska dansfl okksins í Borgarleikhúsinu á verkunum It is not a metaphor og Hel haldi sínu. Þessi tvö verk eru gjörólík en hvort um sig veiti r afar magnaða leikhúsupplifun og aðdáendur dansfl okksins ætt u ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara. Rýni Soffí u Auðar Birgisdótt ur bókmenntafræðings í bækur Kristí nar Marju Baldursdótt ur um listakonuna Karítas á námskeiði á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Sjónum verður beint að listakonunni Karitas og þeim kvennafansi sem umlykur hana í verkunum Karitas án ti ti ls (2004) og Óreiða á striga (2007). Skráningarfrestur er ti l 22. október. Í HAUST ER SPÁSSÍAN SPENNT FYRIR: fagnaðarefni að fá hann aftur til að glíma við annað af snúnari stórverkum Shakespeares – Macbeth að þessu sinni. Tvær „íslenskar“ leikstjóraheimsóknir eru ekki síður forvitnilegar. Þorleifur Arnarsson hefur verið að skapa sér leikstjóranafn á þýska málsvæðinu og kom með Pétur sinn Gaut í heimsókn í fyrra (ein af sýningunum þremur sem ég ætlaði ekki að missa af). Nú ætlar hann að setja upp leikgerð af Englum alheimsins. Ég hef séð tvær sviðsútgáfur bókarinnar báðar í einleiksformi, mjög ólíkar. Og þessa langar mig líka að sjá. Þá verður Egill Heiðar Anton Pálsson, annar leikstjóri sem hefur notið velgengni erlendis, á Akureyri með sviðsgerð af hinni óborganlegu Kaurismaki-bíómynd I hired a Contract Killer. Annars eru leikgerðir ekki sérlega áberandi í ár og einhverjir verða ábyggilega til að fagna því, svo mjög sem þær eru stundum fyrirferðarmiklar á efnisskránum. Og svo kemur galdrakarlinn Kristján Ingimarsson með verðlaunasýninguna Blam! Það hefur nú enginn áhuga á að láta það fram hjá sér fara. NÝ VINNUBRÖGÐ Að lokum langar mig að nefna þrjú áhugaverð verkefni sem sýna spennandi nýbreytni í vinnubrögðum og eru því allrar athygli verð. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem fræðsludeild Þjóðleikhússins stendur að í hinum ýmsu landshlutum í samstarfi við heimamenn (skóla, leikfélög og aðra). Hóparnir vinna með stutt leikrit sem samin eru sérstaklega fyrir verkefnið. Leikstjórn er í höndum heimamanna með stuðningi Þjóðleikhússfólks. Verkefnið hefur verið starfrækt í nokkur ár og verið frábærlega vel heppnað, en ekki farið að sama skapi hátt á opinberum vettvangi. Síðasta vetur bað Borgarleikhúsið sex ung leikskáld um stutt verk um íslenskan samtíma. Þrjú þessara verka verða á fjölunum núna í vor. Ekki fl ókin hugmynd og virðist ekki hafa kostað nein ósköp. En nýjar raddir fá að hljóma og nýir höfundar fá tækifæri. „Vinnustofur“ kallar Leikfélag Akureyrar áhugaverða nýbreytni í sinni starfsemi (sem reyndar er öll með ánægjulega ferskum blæ). Innlendum og erlendum sviðslistamönnum er boðið til bæjarins og nýta sér aðstöðu leikfélagsins til frumsköpunar. Hugmyndin er að bæjarbúum verði gefi n innsýn í vinnuferli listamannanna. FIMM SÝNINGAR SEM ÉG ÆTLA AÐ SJÁ (í alvöru): HVÖRF Rannsókn Rúnars Guðbrandssonar og félaga á Guðmundar- og Geirfi nnsmálum. JESÚS LITLI Mannbætandi meistaraverk sem verður núna vonandi fastur liður á aðventunni, svar leikhússins við Frostrósum og Þorláksmessukonsert Bubba Morthens. MACBETH Shakespeare-nörd láta sig að sjálfsögðu ekki vanta. BASTARÐAR Ég er nú ekki alltaf jafn heillaður af stórsýningum Vesturports – en þær gerast ekki íburðarmeiri en þetta, svo maður hlýtur að þurfa að skoða hvernig til tókst. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI Og ekki bara vegna þess hve margir vinir mínir eru viðriðnir sýninguna. 35 Nýleg skáldsaga Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, Jarðnæði, hefur fengið mikið lof fyrir óhefðbundinn og húmorískan stíl. Í meginatriðum er þetta bók um það hvernig einstaklingur og samfélag geta þrifist í sátt og samlyndi við náttúruna. Sem slík er Jarðnæði hluti af langri hefð umhverfisverndarbókmennta og nýtir sér hugtök á borð við líffræðileg og menningarleg fjölbreytni, sjálfbær þróun og vistfræðileg tengsl. Samt sem áður er í verkinu meðvitund um það hversu erfitt sé að uppfylla metnaðarfull samfélagsleg og umhverfisleg markmið, jafnvel á hinu persónulega sviði. AÐ SKIPTA UM SKOÐUN EFTIR REINHARD HENNIG SVO virðist sem að margir innan umhverfishreyfingarinnar á Íslandi hafi ekki aðeins litið á efnahagskrísuna sem áfall, heldur einnig sem tækifæri fyrir samfélagið til að velja sér nýja braut, til að segja skilið við gamla kerfið sem reyndist bæði óábyrgt og skaðlegt. Sú von vaknaði að héðan í frá myndi samband fólks við náttúru landsins einnig breytast – að Kárahnjúkavirkjun myndi marka endapunkt hugmyndafræðinnar um endalausan hagvöxt. Eftir hrun gamla kerfisins virtist um tíma allt vera mögulegt: Ný stjórnarskrá, ný tegund lýðræðisþátttöku og samfélag sem liti ekki aðeins á náttúruna sem auðlind til að arðræna. En þegar leitin hófst að réttu leiðunum til að ná þessum markmiðum, reyndist allt saman mun erfiðara en upphaflega var ætlað. Í skáldsögu sinni Jarðnæði tengir Oddný Eir þessa leit hinu persónulega sviði: „En í kreppu sem þessari rennur leitin að eigin húsnæði saman við leitina að nýrri formgerð samfélagsins. Spurningin er í báðum tilfellum hvernig lifa megi sjálfum sér nógur en um leið í þroskandi samskiptum við aðra” (26). Oddný hefur sjálf verið virkur þátttakandi í umhverfisumræðunni á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega gagnrýni á kaup Magma Energy á orkufyrirtækinu HS Orka. Að auki var hún aðalritstjóri vefritsins nattura. info (sem virðist vera vanrækt núna). Jarðnæði er greinilega tengd þessari þátttöku í pólitískri umræðu. En hvernig getur skáldsaga verið framlag til lausnar á brýnum umhverfislegum og samfélagslegum spurningum? SKÁLDSKAPUR EÐA EKKI? Höfundar hafa nokkuð oft notað bókmenntir sem miðil til að hafa áhrif á umhverfisorðræðuna. Frægasta dæmið er líklega bók Rachel Carson, Raddir vorsins þagna1 (1962), sem í Bandaríkjunum og víðar er talin marka upphaf nútíma umhverfisbaráttu. Carson gagnrýndi í bók sinni gríðarlega notkun skordýraeiturs á borð við DDT í landbúnaði. Hún færði rök fyrir því að eitrið hefði ekki aðeins áhrif á skordýrin sem átti að eyða, heldur einnig aðrar lífverur. DDT hefur jafnvel áhrif á mannslíkamann, skaðar

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.