Spássían - 2012, Blaðsíða 26

Spássían - 2012, Blaðsíða 26
26 ÓÐINSAUGA ER EIN ÖFLUGASTA ÚTGÁFA BARNABÓKA Á ÍSLANDI SEM ÆTLAÐAR ERU YNGSTU LESENDUM. SPÁSSÍAN SETTIST NIÐUR MEÐ EIGANDA HENNAR OG STOFNANDA, HUGIN GRÉTARSSYNI, OG FO RVITNAÐIST UM ÞAÐ HVERS VEGNA VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR FÓR ALLT Í EINU AÐ SKRIFA BARNABÆKUR. „ÉG var reyndar markaðsstjóri hjá Prentsmiðjunni Odda á sínum tíma og þekkti aðeins inn á bransann. Ég var áður verðbréfamiðlari en var frekar til í að gera eitthvað skapandi heldur en að sitja við skrifborð allan daginn. Ég elska viðskipti en það er ekki líkt því eins gaman að stunda þau og vera í útgáfu. Ætli maður hafi ekki alltaf verið að dunda við að skapa. Ég byrjaði að skrifa eina bók og þegar maður er farinn af stað byrjar maður á annarri.“ Alls hefur Huginn skrifað 21 barnabók en fyrsta bókin sem hann gaf út var ferðasagan Háskaför um Suður-Ameríku þar sem hann deildi reynslu sinni af ferðalögum um heimsálfuna. „Ég sendi hana á JPV og þeir sögðu að það kæmi til greina að gefa hana út en ekki fyrr en á næsta ári. Ég hafði ekki þolinmæði til að bíða, m.a. vegna þess að í bókinni voru tímatengdir atburðir. Ég hafði lent í uppreisn sem var þá nýhafi n í Ekvador og mér fannst ég þurfa að koma þessari frásögn strax frá mér. Þannig byrjaði ég að gefa út eina bók.“ Huginn segir að það hafi ekki verið auðvelt að byggja upp útgáfuna en núna sé hún komin á gott ról. „Barnabókaútgáfa á Íslandi er erfi ð. Það gekk vel í fyrra og í ár er ég með það mikið af efni, alls 24 bækur, að ég býst við að maður sé kominn á fl ug.“ Hann segir að það sé metnaður frekar en gróðavon sem drífi starfsemina áfram. „Það er erfi tt að útskýra það en mann langar til að koma hlutum frá sér. Langar til að hafa eitthvað um hlutina að segja þannig að þetta er það sem maður endar í – erfi ðri baráttu. Það er ekki nóg að vanda sig og gera hlutina vel. Það verður líka að passa upp á kostnaðinn. Ég er einn með útgáfuna en er svo með 15-20 manns sem vinna að ýmsu sem verktakar; við yfi rlestur, þýðingar, vefsíðuhönnun, myndskreytingar o.þ.h.“ Barnabókum fylgja gjarnan myndskreytingar og eru bækurnar frá Óðinsauga allar mjög litríkar og lífl egar á að líta. Huginn sér sjálfur um að myndlýsa fyrir allar bækurnar. „Ég dreg upp skissur af því hvernig teikningarnar eiga að vera og sendi til teiknaranna sem gera þær fallegri og í lit. Svo fer ég yfi r verkin og læt breyta og laga og svo framvegis.“ Stór hluti þeirra barnabóka sem Óðinsauga gefur út er mynd- skreyttur af erlendum listamönnum. „Ég byrjaði að sækjast eftir þeim hér heima en þeir sem mér þótti spennandi voru fastir hjá stóru forlögunum og ég fékk ekki jákvæð svör. Ég er þó með nokkra og hef t.d. gefi ð út bækur sem Karl Jóhann Jónsson myndskreytir. Hann er með þrjár bækur í ár og var með eina í fyrra.“ „alltaf boðskapur í því sem maður segir“ EFTIR ÁSTU GÍSLADÓTTUR

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.