Spássían - 2012, Síða 37

Spássían - 2012, Síða 37
37 HIÐ SMÁA ER FALLEGT Oddný ímyndar sér einnig annars konar samfélag. Hún tekur hið smáa og sveigjanlega fram yfi r hið stóra, hvort sem það er í formi kapítalískra fyrirtækja, borga eða iðnaðar: „Af hverju ekki smáiðnaður, smábúskapur í öðru hagkerfi ?” (176) Umhverfi shreyfi ngar um allan heim hafa lengi barist fyrir staðbundnum og smáum lausnum og því að draga úr miðstýringu. Það er ekki að ástæðulausu að bókin Small is Beautiful (1973) eft ir E.F. Schumacher hefur notið svo mikilla vinsælda. Arundhati Roy, indverskur aðgerðasinni gegn stífl um sem er þekkt fyrir skáldsögu sína Guð hins smáa, orðar það svo: „Kannski er þetta það sem 21. öldin ber í skauti sér. Upplausn hins Mikla. Mikilla sprengja, mikilla stífl a, mikilla hugmyndafræðilegra kerfa, mikilla þverstæðna, mikilla landa, mikilla stríða, mikilla hetja, mikilla mistaka. Kannski verður hún Öld hins smáa.“4 Fyrir utan hið smáa leikur sjálfbærni lykilhlutverk í hugmynda- heimi Oddnýjar. Þetta hugtak náði vinsældum þegar skýrsla nefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverfi s- og þróunarmál var birt árið 1987 undir titlinum Sameiginleg fr amtíð okkar. Þar var sjálfbær þróun skilgreind sem „þróun sem mætir þörfum nútíðarinnar án þess að ógna möguleikum framtíðarkynslóða til að mæta sínum þörfum.”5 Þessi skilgreining endurómar í Jarðnæði þegar Oddný reynir án árangurs að sannfæra bændur á Norðurlandi um að selja ekki Grímsstaði til kínverska fj árfestisins Huang Nubo: „Ég reyndi að sannfæra þau um að þau gætu orðið sjálfbær á annan máta en upp á náð stórfyrirtækjanna. Því sjálfbærnihugsjónin snýst ekki um að hver og einn geti stundað sjálfsþurft arbúskap. Öllu heldur að búskapurinn sé í þágu jarðarinnar svo að jörðin megi gefa komandi kynslóðum jafn mikið og hún gefur nú” (172). Margar af myndhverfi ngunum sem Oddný notar koma úr líff ræðinni og undirgrein hennar, vistfræðinni. Eitt dæmi er hugtakið líff ræðilegur fj ölbreytileiki, sem hún víkkar út þannig að það nær líka yfi r menningu okkar: „Og eins og jörðin kallar á líff ræðilegan fj ölbreytileika kallar lýðræðið á virðingu fyrir ólíkum röddum samfélagsins” (115). Oddný vísar oft til þess að næra þurfi „tengslin við landið” (172), og svo virðist sem að hún líti á Ísland allt sem eins konar vistkerfi , eins og þegar hún ímyndar sér samfélagsgerð sem hafi að grundvelli „lífræn tengsl sjálfstæðra klasa” (28). Það er engin tilviljun að hún sækir myndhverfi ngar í vistfræðina, því vistfræði er vísindi sem kanna tengslin milli lífvera og lífræns og ólífræns umhverfi s þeirra og hefur verið innblástur Oddný er í eilífri leit að vísbendingum úr fortíðinni sem gætu leitt okkur út úr krísu nútímans og inn í réttlátari og umhverfi slega sjálfbæra framtíð.

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.