Spássían - 2012, Blaðsíða 33

Spássían - 2012, Blaðsíða 33
33 ENDURVINNSLA Afþreyingarhlutverkinu sinna stóru húsin vitaskuld af kappi, og oft ansi vel. Mér þykir samt áhættufælnin keyra úr hófi fram þegar „stríðshestar“ á borð við Á sama tíma að ári eru kembdir enn á ný og sendir enn einn hringinn á hlaupabrautinni. Og þó enn frekar þegar ekki einu sinni er haft fyrir því að setja nýja leikara í hlutverkin, eins og í Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu (og reyndar í Listaverkinu hjá sömu stofnun í fyrra). Það þykir mér furðuleg ráðstöfun. Ekki þar fyrir, ég ætla ekki að missa af því að sjá Benedikt Erlingsson og Halldóru Geirharðsdóttur rifja upp Ormstungu. Það er sem betur fer ekki í starfslýsingu leikhúsunnandans að vera samkvæmur sjálfum sér. HVAR ER CHURCHILL? Ég held að svona greinar séu hreint ómark ef höfundur þeirra kvartar ekki yfir að einhver tiltekinn höfundur sé ómaklega vanleikinn hér á landi. Prófið t.d. að gúggla „Jón Viðar Jónsson“ og „Strindberg“. Sjálfur ætla ég að tala máli Caryl Churchill. Þessi 75 ára gamla breska kona hefur á langri skrifævi stillt sér upp með merkustu leikskáldum nútímans og vel má rökstyðja að hún sé mikilvægasti leikritahöfundur sem uppi er nú á dögum. Hún hefur hins vegar að ég kemst næst aldrei ratað upp á svið „stóru leikhúsanna“ og reyndar skammarlega sjaldan sést hér yfirleitt. Eitt af nýjustu verkum hennar „A number“ (2002) var held ég boðað á vegum sjálfstæðs leikhóps fyrir nokkrum árum en rataði ekki á svið (minnir mig). Það er eitt snjallasta leikrit sem ég hef lesið – og gríðarlega spennandi viðfangsefni fyrir tvo flinka leikara. Og hvers vegna er ekki búið að fá Hallgrím Helgason til að snara hinum stórkostlega ljóðleik hennar Serious Money (1987), verki þar sem siðlaust athæfi kauphallarbraskara er skoðað á svo snjallan og skarpskyggnan hátt að á sínum tíma fylltist leikhúsið til jafns af vinstrisinnuðum gagnrýnendum kerfisins og harðsvíruðum verðbréfamiðlurum sem fögnuðu „sínum mönnum“. Ef ekki núna – hvenær þá? TÝNDAR PERLUR OG GLATAÐ GLÓPAGULL Annað safn verka er líka fjarverandi. Á Norðurpólnum verður Hinn fullkomni jafningi – áhrifaríkur einleikur Felix Bergssonar – tekinn til kostanna á ný af nýrri kynslóð. Það er eftir því sem best verður séð eina dæmið í ár um að íslenskt verk fái slíka endurmeðferð í atvinnuleikhúsinu. Þetta er ekki nýtt einkenni á verkefnavalinu. Ég geri reyndar ráð fyrir að dramatúrgar húsanna fari reglulega í gegnum bunkana af því sem við köllum klassík og öðrum eldri verkum íslenskra leikskálda. En niðurstaðan er sjaldnast sú að þar sé nokkuð sem vert sé að sýna. Hvað veldur? Er arfurinn okkar kannski rýrari en við vonuðum? Eða hafa tískan og vinnubrögðin breyst svo í leikhúsinu að það hefur hvorki áhuga né treystir sér til að láta verk úr eldri jarðvegi lifna á ný? Veit það ekki – en væri alveg til í að sjá Skjaldhamra í Borgarleikhúsinu og Stalín er ekki hér í Þjóðleikhúsinu. Og hvenær kemur Rimas Tuminas og setur upp Skugga-Svein? ÚTVISTUN ÁHÆTTUNNAR Bæði stóru leikhúsin í borginni og Leikfélag Akureyrar stunda öflugt samstarf við frjálsa leikhópa í ár eins og undanfarið. Þetta vinnulag er orðið fast í sessi, skilar oft ákaflega forvitnilegum sýningum og er t.d. ein af forsendum velgengni hins magnaða „útrásarhóps“ Vesturports. Verðlaunaverkið Tengdó er svona vaxið og fer upp aftur í vetur. Það er auðvelt að sjá bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar þessa. Þær raddir heyrast oft innan úr leikhúsheiminum að með þessu séu leikhúsin í raun að fylla húsin sín af leiklist án þess að vera bundin af eigin kjarasamningum. Einnig má líta á fyrirkomulagið sem „útvistun áhættunnar“, þar sem tilraunamennska er ljóslega meira áberandi í þessum hluta efnisskrárinnar. En svo er hitt – með þessu móti fá leikhópar aðgang að fullbúnum leikhúsum og öflugri „bakvinnslu“ kynningar- og miðasölufólks og sleppa þannig við tímafrekt stúss. „Best of both worlds“ sagði einn aðstandandi frjáls leikhúss við mig í spjalli um þessa hluti á dögunum. BLESSUÐ BÖRNIN „Hver ákvað að öll börn ÞURFI að sjá Dýrin í Hálsaskógi?“ Þessa spurningu heyrði ég um daginn og varð fátt um svör. En vissulega étur hver upp eftir öðrum að þannig sé þetta nú bara, að hver kynslóð þurfi að eiga kost á stefnumóti við Lilla og Mikka. Hvað veldur? Fyrir nú utan hvað verkið er skemmtilegt (og það er það) þá eru verðmætin kannski fólgin í sameiginlegri upplifun – foreldrar njóta með börnunum einhvers sem þau nutu sjálf sem börn. Þannig að jú – það er gott að nokkur barnaleikrit fái svona framhaldslíf. Og svo þarf auðvitað eitthvað nýtt líka – helst í tengslum við líf barna hér og nú. Það er svo sem ekki offramboð á svoleiðis sýningum. Borgarleikhúsið teflir fram Mary Poppins. Það verður vafalaust glæsilegt og ævintýralegt. Á göldrótt bresk barnfóstra erindi við íslensk börn? Varla annað en að skemmta þeim. Á þessu sviði er nýsköpunin eins og annars staðar í höndum leikhópanna. GESTIR Það er heldur betur hollt að fá heimsóknir að utan. Fá spennandi listamenn til starfa sem sprottnir eru úr öðrum jarðvegi, hafa ekki þykka fléttu af tengslum inn í leikhúsheiminn hér, eru ekki með höfuðin full af minningum um leikarana sem þeir eiga að fara að vinna með. Í ár er það Benedict Andrews sem krossar í þetta box á lista leikhússins. Þetta er stórmerkur leikstjóri, bæði virtur og umdeildur, og sýndi með Lé konungi í Þjóðleikhúsinu að hann hefur merkilegri sýn að miðla. Það er því OG HVERS VEGNA ER EKKI BÚIÐ AÐ FÁ HALLGRÍM HELGASON TIL AÐ SNARA HINUM STÓRKOSTLEGA LJÓÐLEIK HENNAR SERIOUS MONEY (1987), VERKI ÞAR SEM SIÐLAUST ATHÆFI KAUPHALLARBRASKARA ER SKOÐAÐ Á SVO SNJALLAN OG SKARPSKYGGNAN HÁTT AÐ Á SÍNUM TÍMA FYLLTIST LEIKHÚSIÐ TIL JAFNS AF VINSTRISINNUÐUM GAGNRÝNENDUM KERFISINS OG HARÐSVÍRUÐUM VERÐBRÉFAMIÐLURUM SEM FÖGNUÐU „SÍNUM MÖNNUM“. EF EKKI NÚNA – HVENÆR ÞÁ?

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.