Spássían - 2012, Blaðsíða 43

Spássían - 2012, Blaðsíða 43
43 1 Elías Mar, óútgefi n gögn á handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Lbs 13 NF, CA, askja 5. 2 Hjálmar Sveinsson, Nýr penni í nýju lýðveldi, Reykjavík: Omdurman, 2007, 89. 3 Elías Mar, óútgefi n gögn á handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Lbs 13 NF, CB, askja 1. 4 Sjá til dæmis umfjöllun útgefenda í eftirmála nýju útgáfunnar að Vögguvísu. 5 Íslensk orðabók,ritstj. Mörður Árnason, Mál og menning, 2007, sótt af Snara. is. 6 Elías Mar, óútgefi n gögn á handritadeild Landsbókasafns Íslands – Há-skólabókasafns, Lbs 13 NF, CB, askja 1. 7 Hjálmar Sveinsson, Nýr penni í nýju lýðveldi, Reykjavík, Omdurman, 2007, 75. Vögguvísa vakti strax athygli þegar hún kom út og er í dag að öllum líkindum mest selda og best þekkta skáldsaga Elíasar Mar og sú eina sem hefur verið þýdd á erlent tungumál. Hún kom út í Þýskalandi árið 1958 undir titlinum Chibaba, Chibaba: Bruchstück eines Abenteuers. Árið 1979 var Vögguvísa gefi n út í skólaútgáfu með formála eftir Eystein Þorvaldsson. Hún hefur verið illfáanleg um árabil en er nú komin út í nýrri útgáfu með eftirmála útgefanda, bókaútgáfunnar Lesstofunnar. Aðalpersóna Vögguvísu er hinn fjórtán ára gamli og nýfermdi Björn, sem aldrei er kallaður annað en Bambínó af félögum sínum. Bambínó er verkamannssonur, býr í Reykjavík eftirstríðsáranna og líkt og aðrir unglingar á þeim tíma lifi r hann og hrærist í amerískri poppmenningu, hlustar á tónlist, les myndasögur og fer oft í bíó. Í upphafi sögunnar stígur hann sín fyrstu spor á glæpabrautinni er hann brýst inn í hús ásamt tveimur félögum sínum og stelur fúlgu fjár. Innbrotið markar upphaf „ævintýris“ Bambínó sem segir frá í Vögguvísu en undirtitill skáldsögunnar er einmitt „brot úr ævintýri“. Sagan gerist á fjórum dögum og segir frá því hvernig Bambínó tekst á við afl eiðingar innbrotsins og tekur um leið sín fyrstu skref inn í heim karlmennskunnar – drekkur sig fullan og missir sveindóminn. Bambínó er hvorki barn né fullorðinn en þráir ekkert heitar en að verða að manni. Fyrirmyndirnar eru hasarhetjur og stælgæjar úr amerískum bíómyndum og innbrotið er skref í þá átt að líkjast þeim. Ævintýrið sem Bambínó þráir að lifa á í raun meira skylt við skáldaðan heim myndasagna og bíómynda en veruleikann sem hann býr við og ýmsir hafa bent á að Vögguvísa sjálf eigi margt skylt með bíómyndum.4 Orðið ævintýri hefur tvöfalda merkingu á íslensku, annars vegar merkir það „óvæntur, æsandi og stundum hættulegur atburður“, og hins vegar vísar orðið til ævintýra sem bókmenntagreinar5 – en ævintýri Bambínós er einmitt hvort tveggja, æsandi og hættulegt og um leið eins konar bíómynd. Þegar myndin er búin og ljósin kvikna er Bambínó skilinn eftir með vandamálum sínum í forarsvaði og lesandinn veit ekki hvernig fer fyrir honum að lokum. Þótt Bambínó hafi verið unglingur fyrir rúmum 60 árum eru vandamál hans líklega ekki svo framandi unglingum í dag – og það er ein ástæða þess að Vögguvísa var valin til að vera í brennidepli á lestrarhátíð Bókmenntaborgarinnar. Bambínó er umfram allt gelgja í leit að viðurkenningu og tryggum stað í samfélaginu en villist af leið, líkt og unglingar á öllum tímum hafa reynt. Það er auðvelt að lifa sig inn í söguna og fi nna til samkenndar með Bambínó, kannski einmitt vegna þess að lítið sem ekkert fer fyrir dómum sögumanns eða söguhöfundar um hvað sé rétt og rangt eða hvað Bambínó hefði átt að gera. Sumir lesendur gætu orðið spenntir með Bambínó og þráð að upplifa ævintýrið með honum á meðan aðra gæti langað til að segja honum að koma sér heim og hætta þessari vitleysu. Um þetta og fjölmargt annað geta Reykvíkingar og aðrir landsmenn rætt á lestrarhátíð Bókmenntaborgar. Í vasadagbókum Elíasar Mar má sjá að í október 1947 byrjaði hann að safna í sérstaka bók „ýmsum nýjum orðum í íslenzku (reykvízku talmáli o.s.frv.).“6 Í viðtali við Hjálmar Sveinsson löngu síðar sagði Elías að hann hefði þá ekki verið búinn að fá hugmyndina að Vögguvísu heldur fannst honum að slangorð vantaði í íslenskar orðabækur og nauðsynlegt væri að búa til safn með þessum orðum.7 Slangurorðasafnið var mikilvægt við þær skriftir enda er málfar unglinganna í Vögguvísu enskuskotið og fullt af slangri og eitt af því sem gerir hana sérlega áhugaverða. Slangurorðasafn Elíasar er ennfremur einstök heimild um málfar ungs fólks seint á fi mmta áratug síðustu aldar. Elías tók síðar saman orðin sem hann hafði safnað og vélritaði þau upp. Hann lánaði Eysteini Þorvaldssyni safnið áður en Vögguvísa kom út í skólaútgáfu árið 1979 og í þeirri útgáfu birtust ýmsar orðskýringar neðanmáls. Í þessari nýju útgáfu Vögguvísu birtist safnið aftur á móti í heild sinni á prenti í fyrsta sinn. METNAÐARFULLUR TÍMALAUS UNGLINGASAGA SLANGURORÐASAFNIÐ

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.