Spássían - 2012, Side 10

Spássían - 2012, Side 10
10 HANDAGANGURINN í öskjunni þegar jólabækurnar fara að streyma í búðir og lenda á síðum dagblaða eða sjónvarpsskjánum minnir sannarlega oft á stemninguna á íþróttakappleik. Enda er afreksstefnan síður en svo bundin við íþróttalífið. Samkeppni er hreyfiafl samfélagsins, samkvæmt viðmiðum hins kapítalíska heims sem við búum öll í. Þótt reglulega bendi einhver á að samvinna og samhygð séu ekkert síður hluti af grunnstoðum mannlífsins hefur það lítil áhrif á upphafningu samkeppninnar á nær öllum sviðum. Við keppum í fótbolta, skák, stærðfræði, bridds, keilu, um að komast inn í læknis- eða leiklistarnám, í söngkeppnum, dansi, kappáti, tölvuleikjum og að því að koma Háskóla Íslands meðal 100 bestu háskóla heims. En hvað með skáldskapinn? Er keppt í honum? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir hefur sagt frá því á Rás 1 að keppt var í arkítektúr, högglist, myndlist, tónlist og bókmenntum á Ólympíuleikunum á árunum 1912 til 1948.1 Sú keppni einkenndist þó fyrst og fremst af vandræðagangi, og flestir virðast sammála um að óæskilegt sé að keppa í skáldskap líkt og um íþrótt væri að ræða. „Fagurfræðilegt gildi“ sé annars eðlis. En hvers vegna þá allir metsölulistarnir, öll þessi bókmenntaverðlaun? Benda þau ekki til þess að okkur finnist listirnar í raun lítils virði ef við getum ekki mælt þær með sömu samkeppnisviðmiðum og gilda almennt í samfélaginu? Ef við getum ekki úrskurðað um það með aðstoð til þess skipaðra dómara hverjir skara fram úr; eru á toppnum; hafa yfirburði; sigra hina? SAMKEPPNIN OG MARKAÐSLÖGMÁLIN Franska fræðikonan Pascale Casanova bendir á að á alþjóðavettvangi hafi bókmenntir, a.m.k. frá því á 16. öld, verið liður í mikilli samkeppni milli evrópskra ríkja. Bókmenntaheimurinn hafi orðið að eins konar vígvelli þar sem einstaklingar, hópar og þjóðir tókust á. Slík hugsun virðist nátengd uppgangi kapítalískrar heimssýnar, því Casanova segir að þegar fjallað er um þessa samkeppni sé myndmálið ítrekað sótt þangað; til dæmis talað um hagkerfi eða markaðstorg orðanna, heimsmarkað menningarlegra verðmæta og óefnisleg auðæfi. Innan bókmenntaheimsins vilji menn þó ekki líta á slíkar tengingar lista og markaðar sem bókstaflegar, heldur táknrænar.2 Enda hverfist lista- og menningarheimurinn að miklu leyti um þá sérstöðu sína að spyrna gegn markaðslögmálunum. „Ungir höfundar eru oftar og oftar látnir heyra það umbúðalaust hjá útgefendum að handrit þeirra séu „ekki markaðsvæn“. Það er mjög bagalegt að ungir höfundar séu neyddir inn á þessa markaðshugsun og afar óæskilegt fyrir þróun bókmenntanna“, sagði til dæmis Viðar Þorsteinsson, einn af aðstandendum forlagsins Nýhil í Morgunblaðinu árið 2007.3 KAPPREIÐAHUGSUNARHÁTTUR Samkeppninni fylgja líka ókostir. Þeir léttvægustu eru ef til vill að sumir freistast til að leika óheiðarlega, til dæmis ritþjófar og falsarar. Heiðarleg þátttaka krefst fórna, reglulegrar ástundunar og einurðar, en er engin trygging fyrir viðurkenningu. En hvers vegna þá allir metsölulistarnir, öll þessi bókmenntaverðlaun? Benda þau ekki til þess að okkur finnist listirnar í raun lítils virði ef við getum ekki mælt þær með sömu samkeppnisviðmiðum og gilda almennt í samfélaginu?

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.