Spássían - 2012, Blaðsíða 38

Spássían - 2012, Blaðsíða 38
38 allra umhverfi shreyfi nga nútímans. Vistkerfi er vinsæl mynd af því hvernig ólíkar lífverur eru háðar hver annarri og viðhalda kerfi nu í sameiningu. Barry Commoner, vistfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi í Banda- ríkjunum, dró meginhugmyndina saman í því sem hann kallaði Fyrsta lögmál vistfr æðinnar: „Everything is Connected to Everything Else”.6 Líkt og hugtakið fj ölbreytileika má yfi rfæra vistfræðilegu hugmyndina um samspil og tengsl á menningarleg kerfi , og þess má sjá mörg dæmi í Jarðnæði. Aðal viðfangsefni skáldsögunnar er einmitt hvernig hægt sé að koma aft ur á tengslum sem hafa slitnað og hvernig hægt sé að mynda ný. Ferð Oddnýjar til staða þar sem forfeður hennar bjuggu sprettur af þörf til að endurnýja tengslin við fortíð hennar og fj ölskyldunnar, sem og hins náttúrulega umhverfi s sem tengist þeim. Í Jarðnæði virðast jafnvel tengslin við landið geta gengið að erfðum, með genunum, eins og þegar Vestur-Íslendingar koma frá Kanada til lands forfeðranna og fara að gráta (188). Umhverfi sleg og samfélagsleg vandamál eru hins vegar rakin til þess að tengslin vantar, til dæmis í iðnvæddum landbúnaði: „Ég held að bændur ættu að fara í sálgreiningu og endurhugsa tengsl sín við jörðina” (176). AFTURHVARF TIL GULLALDARINNAR Í bakgrunni þessarar leitar að tengslum í Jarðnæði er þó ekki aðeins vistfræðileg hugsun. Þar er einnig gengið út frá því að rót vistrænnar krísu nútímans sé fj arlægð manneskjanna frá náttúrunni: Við teljum okkur ekki lengur hluta af náttúrunni heldur æðri henni, sem gefur okkur réttlætingu fyrir að arðræna umhverfi okkar. Til eru margar kenningar um það hvenær þessi skaðlega mannhverfa hugsun þróaðist. Lynn White Jr. heldur því fram í frægri ritgerð sinni, „Th e Christian Roots of Our Ecologic Crisis”, sem umhverfi ssagnfræðingurinn Joachim Radkau kallar „grundvallartexta um- hverfi ssögunnar”7, að kristindómur sé „mannhverfasta trú sem veröldin hefur kynnst”8, og að þangað megi rekja vistfræðilegar hörmungar okkar tíma. Aðrir beina spjótum sínum að vísindabyltingunni á 16. og 17. öld, sem hafi með áherslu sinni á skynsemishyggju farið að líta á lifandi verur sem lítið annað en vélar. Sumir fara jafnvel aft ur til síðari hluta steinaldar og staðsetja upphaf vandans í færslunni frá hirðingjalífi til landbúnaðar. Þá hafi í fyrsta sinn verið mögulegt fyrir mannkynið að líta á sig sem eðlislega frábrugðið öllu öðru í náttúrunni og að arðræna plöntur og dýr á kerfi sbundinn hátt. Þessar hugmyndir gera greinilega allar ráð fyrir því að einu sinni hafi mennirnir lifað í samlyndi hver við annan og náttúruna, í liðinni Gullöld samfélagslegs og umhverfi slegs sak- leysis. Mýtuna um Gullöldina og hnignun hennar má rekja allt aft ur til forngrískra bókmennta. Verk og dagar eft ir Hesiod segir frá fi mm öldum og hefst á gullinni kynslóð manna, sem lifðu áreynslulausu lífi og í eilífri æsku í umhverfi allsnægta. Smám saman hnignaði kynslóðunum þar til komið var að járnkynslóð skáldsins sjálfs, sem Hesiod kallar þá verstu og þá sem ber mestu byrðar strits og vinnu. Hér má þegar sjá ímyndað upphaf á borð við Edensgarðinn fl éttað saman við fordæmingu nútímamenningar, áherslu sem er dæmigerð fyrir seinni tíma umhverfi sverndarbókmenntir. Hin glataða Gullöld er einnig miðlægt þema í Jarðnæði. Oddný er í eilífri leit að vísbendingum úr fortíðinni sem gætu leitt okkur út úr krísu nútímans og inn í réttlátari og umhverfi slega sjálfbæra framtíð. Vandi hennar liggur ekki aðeins í því að hin klassíska Gullöld Íslands, Víkingaöldin, hefur verið dregin í svaðið af útrásarvíkingunum. Hún á einnig í vandræðum með upphafl egu víkingana. Jónas Hallgrímsson gat enn trúað að andlegir yfi rburðir og höfðingsskapur hefðu einkennt „frjálsræðishetjurnar góðu”. En með nútímaþekkingu á því hvernig þessir landnámsmenn breyttu vistkerfi landsins algjörlega á nokkurra kynslóða tímabili, með skógarhöggi og ofbeit, og gerðu stóran hluta af áður grónu svæði að eyðimörk, verður erfi tt frá umhverfi sverndarsjónarmiði að trúa því að þetta hafi raunverulega verið öld samhljóms milli manns og náttúru. Þar sem Oddný er þar að auki á móti ofbeldi og óréttlæti tengir hún ekki margt gott „þessum freku leiðindahundum, víkingunum“ (132). Ein tilraun hennar til að komast út úr þessum ógöngum er að fara enn aft ar í tímann og einbeita sér ekki að karllegum heldur kvenlegum arfi . Það gerði einnig Svava Jakobsdóttir í frægri skáldsögu sinni, Gunnlaðar saga (1987). Svava færir syndafallið til loka evrópsku bronsaldarinnar; þá hafi friðsæl menning, þar sem konur og menn voru jöfn og lifðu í samlyndi við náttúrulegt umhverfi sitt, breyst í stríðsmenningu feðraveldisins undir nýjum konungi, Óðni. Af bronsöldinni hafi því tekið við járnöld, sem einkenndist af samkeppni, hræðslu og vantrausti meðal manna og miskunnarlausri eyðileggingu náttúrunnar. Bakgrunnur Gunnlaðar sögu er vistfemínísk teoría um að arðrán kvenna og náttúru eigi sér sameiginlegar rætur; feðraveldið sjálft . Takist að sigra feðraveldið opnist aft ur leiðin til menningar sem einkennist af jafnrétti og náttúrulegum samhljómi.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.