Spássían - 2012, Blaðsíða 44
44
Í NÍUNDU ljóðabók sinni ferðast
Sigmundur Ernir á æskuslóðir sínar
á Akureyri þar sem ömmur hans,
Guðrún og Sigrún, sinntu heimilum
sínum af natni og alúð. Bókin er óður
ti l annars tí ma, þar sem konan sinnti
heimilinu innan frá og maðurinn
utan frá. En eins og ti ti ll bókarinnar
gefur ti l kynna er áherslan á innviði
heimilisins; á konurnar sem sultuðu
rabbabara, sáu um kyndinguna, tí ndu
ber, stöguðu í sokka og gerðu allt
annað, stórt sem smátt , sem krafðist
athygli og vinnu.
Strax á fyrstu blaðsíðunum fær
maður ti lfi nningu fyrir barnshuganum,
þrátt fyrir að ljóðmælandi sé
augljóslega fullorðinn. Hann sér
fj allahring í kviksyndi kaffi korgsins
(10) og í ábrystunum myndast víkur
og fi rðir úr berjasafanum (82). Í faðmi
ömmu sinnar, lærir barnið að róa í
gráðið og fara með vísur: „það var
haldið þétt í bak / og kvið, svo ég
mætti / læra sannan óm / af eyfi rskri
lýrík … / amma kunni á þessu lagið“
(72).
En hið fullorðna barn sem horfi r
ti l baka veiti r hlédrægni ömmu sinnar
athygli: „amma lét helst ekki / taka af
sér myndir // vandist því aldrei / að
vera ti l punts“ (67) og trega hennar
einnig: „amma raulaði Davíð / og
einlæglega Kapríkvæðið / eins og
það væri hennar / heita þrá // hún
sönglaði það // með töfrum, ti gn /
og heimsætum trega“ (51). Þessar
ti lfi nningar eru þó ekki krufðar eða
greindar, höfundurinn dregur þær
upp og leyfi r þeim að liggja í loft inu
innan um minningar um nælonsokka,
eirbox og ti ndátaleiki.
Bókinni er ekki skipt upp á neinn
hátt , ömmurnar eru ekki nefndar
á nafn og því blandast heimilin tvö
saman og Sigmundur gerir engan
greinarmun á því hvar hann situr
ti l borðs. Það er þó hægt að greina
á milli í litlum smáatriðum; önnur
amman gengur alltaf í nælonsokkum
en hin í táti ljum, en hvor er hvað er
ekki ti lgreint og ekki heldur hvor
þeirra býr á Gilsbakkavegi og hvor á
Helgamagrastræti . En það kemur ekki
að sök, enda ekki ti lgangur bókarinnar
að fara í saumana á lífshlaupi þessara
kvenna heldur endurupplifa ástúð
þeirra og umhyggju.
Sigmundur reiðir sig mjög á lykt ti l
að kalla fram minningar bókarinnar,
sérstaklega hefur matarlykti n
mikilvægu hlutverki að gegna, enda
tekur hann fram í upphafi bókarinnar
að „minning er lykt / af tí ma /
sem tekur að lifa.“ Heitur matur
í hádeginu, sigin ýsa með nóg af
hamsatólg, grjónagrautur, innmatur;
allt þett a minnir skáldið á einfaldari
tí ma, þar sem nægjusemin réði ríkjum
og ekkert var láti ð fara ti l spillis: „ef
ekki vildi betur / þurft i amma að
taka í nefi ð // sagði / blíðum rómi við
mig / að svona lagað / færi nú ekki í
vaskann“ (70).
Afi nn gegnir litlu hlutverki en er
þó ávallt sýnilegur, þar sem hann
sinnir úti verkum, reykir lambakjöt og
gefur barninu kæstan hákarl úti við
suðurgafl inn, enda vildi amma „ekki
lykti na inn í hús af því að pesti n sæti í
gardínunum“ (33).
Þett a er hæglát ljóðabók sem
lætur líti ð yfi r sér, frekar ljúf og mjög
persónuleg. Hún höfðar sterkast ti l
þeirrar kynslóðar sem þekkir slíkar
ömmur. Mínar voru fæddar 1917
og 1941 og því kannast ég bara
lauslega við andrúmsloft þess tí ma
sem lýst er hér. Bókin nær því ekki
alveg tangarhaldi á mér. Tónninn er
oft ívið of rólegur, og e ndurteknar
matarminningar gera hana einsleitari
en hún hefði þurft að vera. Sterkustu
ljóðin eru þau sem skyggnast inn
í hugarheim kvennanna, þar sem
við sjáum glitt a í manneskjuna bak
við svuntuna. Ljóðið á blaðsíðu 29
er gott dæmi: „Frammi í holi / var
sporöskjulaga spegill / sem amma
talaði stundum við / eins og hana
vantaði félagsskap“.
Róin og friðurinn sem stafar
af ljóðunum skilar sér þó alveg,
og raunheimur kvennanna innan
seilingar, þó að við náum aldrei
almennilega taki á honum. Hann
er okkur eins �jarlægur og kvæði
ömmunnar „ [...] sem hún faldi á bak
við glerið; kvað það vera eitt sinna
skástu ljóða, en engum ætlað“ (38).
sími 565-5900
midi.is
á stórhöfuðborgarsvæðinu
snýr aftur”
Miðapantanir
Jón Viðar Jónsson - DV
Hápunkturinn á óvenju viðburðaríkum
leikhúsvetri.
Auður Aðalsteinsdóttir - Spássían
“Sýning sem byggir á leikgleði sem smitar alla í salnum”
Elísabet Brekkan - Fréttablaðið
Sunnudaginn
14. október kl 14.00
UPPSELT
Laugardaginn
20. október kl 14.00
Sunnudaginn
11. nóvember kl 14.00
Sunnudaginn
7. október kl 14.00
ÖRFÁIR MIÐAR
Minningar að norðan
Eft ir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdótt ur
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Eldhús ömmu Rún.
Uppheimar. 2012.
45
D raumar um
lifandi dýr
EFTIR GUNNAR THEODÓR
EGGERTSSON
Um þessar mundir er ég staddur í
rannsóknarvinnubúðum við Wesleyan-háskóla í
litlum bæ í Connecticut sem heitir Middletown.
Hér er sérstök deild fyrir fagið mitt animal
studies (eða human-animal studies), nokkurs
konar félagsleg eða menningarleg dýrafræði,
þar sem sjónum er beint að sambandi manna
og dýra í gegnum heimspeki, siðfræði,
listir, menningu og samfélagið í mjög víðum
skilningi. Verkefnið mitt snýst í örstuttu máli
um framsetningu dýra í bókmenntum og
þá sérstaklega dýrasögum. Ég grannskoða
hvernig höfundar túlka reynsluheim annarrar
dýrategundar í gegnum texta og tungumál
og velta fram ýmsum heimspekilegum og
dýrafræðilegum fl ækjum sem fylgja slíku
ferðalagi. Verkefnið er hugsað sem innlegg í þá
stóru umræðu sem snýst um að breyta sambandi
manna og dýra til hins betra, þar sem ég tel
önnur dýr eiga skilið meiri virðingu en nútíma
mannmiðjuhugsun gerir ráð fyrir.
MENNIRNIR VINNA, DÝRIN TAPA
Þegar ég kom til Bandaríkjanna fl aug ég í gegnum
JFK fl ugvöll í New York og viðtökurnar minntu mig
hressilega á hversu mikið verk bíður þeirra sem
ætla að reyna að endurhugsa samband manna og
dýra Vörðurinn sem tók á móti mér við bandarísku
landamærin las yfi r pappírana mína og sá nafnið
human-animal studies. „Hvað er nú það?“ spurði
hann, „eða hvað gerir þú nákvæmlega?“ Ég
útskýrði í fáeinum orðum að þetta væri fag sem
snerist um að kanna samband manna og dýra
í samfélaginu á gagnrýninn hátt. Hann þóttist
geta leyst vandamálið fyrir mig, fyrir fullt og allt:
„Mennirnir sigra, dýrin tapa,“ útskýrði hann eins og
ekkert væri eðlilegra. „Það er ákveðið sjónarmið,“
svaraði ég og reyndi að halda kurteisinni í
fyrirrúmi. Þetta var jú maðurinn sem réði því hvort
ég kæmist snurðulaust næstu metrana, inn í landið.
„Það er eina sjónarmiðið,“ bætti hann við og ég lét
þar við sitja.
Þetta er sú heimsmynd sem ég bý við, það veit
ég vel, en málið er ekki svona einfalt. „Við sigrum,
þau tapa“ viðhorfi ð er afl eiðing hugmyndafræði
sem snýst um að upphefja manninn á kostnað
annarra dýra, upp að slíku marki að öll önnur dýr
missa tilverurétt ef hagsmunir þeirra stangast á
við hagsmuni mannfólks. Viðhorf okkar samtíma
til dýra eru afsprengi ákveðinnar hugsunar sem
á rætur að rekja til fornaldar, viðhorf sem snýst
fyrst og fremst um algjöra drottnun og stjórnun
á dýraríkinu. En þótt það hafi náð yfi rráðum er
ekki þar með sagt að það sé eina sjónarmiðið
sem býðst. Ég ætla ekki að útlista nákvæmlega
hvernig hugmyndir okkar um dýr hafa þróast í
gegnum aldirnar, eða fjalla um þær kenningar sem
byggja ekki á stigveldi þar sem maðurinn trónir
á toppnum, en þetta örstutta samtal við vörðinn
kveikti nokkrar hugleiðingar á ferðalaginu frá
fl ugvellinum.
Reyndar má ímynda sér að orð varðarins hafi
sprottið af ákveðnum harmi eða uppgjöf. Kannski
hefur hann einhvern tíma reynt að hjálpa dýrum,
orðið úrkula vonar og gefi st upp á endanum, eins
og margir málsvarar dýra hafa gert (eða að
minnsta kosti íhugað). Í fl ugvélinni las ég í fyrsta
skipti skáldsögu Philip K. Dick, Do Androids Dream
of Electric Sheep?, innblásturinn fyrir kvikmynd
Ridley Scott, Blade Runner. Sagan á sér stað eftir
kjarnorkustríð og stór hluti mannfólks (þeir sem
höfðu efni á því) hefur yfi rgefi ð Jörðina. Flestar
dýrategundir eru útdauðar og raunveruleg dýr
eru gríðarlegt stöðutákn. Aðalpersóna sögunnar,
Rick Deckard, á rafræna rollu og skammast sín
fyrir það. Hann langar í raunverulega kind. Nándin
við dýrið er samt meira en bara stöðutákn, því
allir halda að kindin sé raunveruleg. Hann saknar
þess einfaldlega að hafa lifandi dýr nærri sér.
Svo virðist sem að í þessum eyðilega heimi sé ást
á dýrum með því fáa sem heldur fólki mannlegu.
Þetta endurspeglast í prófunum sem Deckard gerir