Spássían - 2012, Blaðsíða 29

Spássían - 2012, Blaðsíða 29
29 Hvers vegna? Jú, konungur mátti ekki vera fatlaður og síst af öllu afskræmdur í andliti. Ekki lét Jústíníanus annar (hann var uppi frá 669 til 711 e.kr.) það þó stöðva sig og endurheimti völd sín. Nefndist hann síðan „rhinotmetos“ eða hinn nefskorni og var mjög illa þokkaður, eins og Ríkarður þriðji. Þetta er hinn félagslegi veruleiki á bak við eitt frægasta fatlaða illmenni sögunnar. En hvaða áhrif hefur fötlunin á persónu Ríkarðs þriðja? Jú, hann er ekkert venjulegt illmenni. Hann segist sjálfur vera ófullgerð manneskja sem er algeng hugmynd um fatlaða. Fullkomið og ófullkomið eru mikilvægt andstæðupar í mannlegri hugsun og fötluðum er gjarnan (ja, raunar yfi rleitt, ekkert síður á okkar tímum en árið 1593) vísað burt úr heimi hinna fullkomnu. Annað mikilvægt andstæðupar er brotinn og heill. Ásamt þeim veiku og ellimóðu er fatlaða manneskjan óheil; brotin. Og fl est bendir til að það sé eitt af því sem fólk óttast mest. Sem skýrir að hluta til áhrifamátt hinna fötluðu illmenna. Hið fatlaða illmenni er ekki aðeins illmenni. Það er í raun skrímsli. Það er afskræmd, ófullkomin, brengluð mannvera og fötlunin er birtingarform þess. Ef fatlaða illmennið er mjög afskræmt mætti jafnvel fl okka það með fi nngálknum, þ.e. skrímslum sem eru hálf manneskja og hálft dýr. Slík fi nngálkn eru algeng tegund af skrímslum, bæði að fornu og nýju og má þar nefna sfi nxinn, kímeruna, kentára og fána, griffi ninn, hafmeyjur, mínótárinn, og svo mætti lengi telja. Kryppan gerir Ríkarð þriðja að hálfri manneskju, fi nngálkni. Sjálf er kryppan ómennsk eða dýrsleg og þannig er litið á sýnilega og afskræmandi fötlun. Það er engu líkara en að maður sem er ekki heill sé ekki lengur maður, kryppa getur valdið því að mannsmyndin hverfur. Hvers vegna var fílamaðurinn (úr samnefndri kvikmynd) kallaður fílamaðurinn og hvers vegna voru dýralíkingar svona algengar þegar lýsa átti ýmsu alvarlega fötluðu fólki sem haft var til sýnis í fjölleikahúsum og svokölluðum ókindasýningum (freak shows) á 19. og 20. öld? Jú, það er vegna þess að sjálfsmynd mannsins er sú að hann sé fullkominn og heill en öll fötlun minnkar mennsku hans, rétt eins og blinda gerði konung að minni konungi fyrir þúsund árum. Ég er ekki aðeins að tala hér um fortíðina þó að leikritið um Ríkarð þriðja sé vissulega rúmlega fjögurra alda gamalt. Ríkarður er kannski dauður en hið fatlaða illmenni er sprelllifandi. Í nýjustu myndinni um James Bond fer blóð skyndilega að leka úr auga illmennisins, Le Chiffre. Í næstu James Bond-kvikmynd þar á undan reyndist illmennið vera búið til með skurðaðgerð; það er kínverskt en lítur út eins og enskur yfi rstéttarmaður. Og dæmin eru fl eiri í kvikmyndunum um James Bond. Hver man ekki eftir hinum mállausa Oddjob? Eða stálkjaftinum ógurlega? Svarta manninum síhlæjandi með krókinn? Og svo var það auðvitað Dr. No í fyrstu James Bond myndinni. Dr. No hafði misst báðar hendur sínar og í mögnuðu kvöldmatarboði í bíómyndinni kemur skyndilega í ljós að hann er með gervihendur. Áhorfandinn hrekkur við. Dr. No er ekki maður heldur skrímsli. Hver er hræddur við handalausa manninn? Heiðarlega svarið er: Við fl est. Við erum skíthrædd við hann, eins og við erum hrædd við fötlun. Ekki síst vegna þess að við teljum okkur ekki óhult fyrir henni. Fötlun táknar hverfulleika hinnar ímynduðu fullkomnunar okkar og þess vegna ógnar fatlaða manneskjan þeirri ófötluðu. Þegar ég var barn var ég nánast lamaður af ótta yfi r Húsinu á sléttunni. Eins og margir muna varð María Ingalls, eldri systir Láru, blind af skarlatssótt en fyrst versnaði sjónin smátt og smátt. Sjálfur var ég nærsýnn og sjónin versnaði hratt með hverju ári. Ég þóttist vita hvert stefndi og var svo hræddur að ég þorði ekki að spyrja og fullorðna fólkið skildi ekki að ég var hræddur við blindu þannig að enginn hughreysti mig. Svo loksins þorði ég að spyrja og síðan hef ég ekki verið fatlaður. Á öld gleraugna er nærsýni ekki skilgreind sem fötlun (þó að hún geti auðvitað verið það) og mér hefur aldrei fundist hún vera það (nema einu sinni þegar gleraugun brotnuðu á ferðalagi og ég sá ekki neitt). Ótti af þessu tagi er drifkrafturinn á bak við fötluð illmenni og ég ætla að leyfa mér að nota áfram hið persónulega sjónarhorn og rifja upp nokkrar mikilvægar barnabækur frá því ég var strákur. Í Gulleyjunni var Simmi litli (Jim Hawkins á frummálinu) ofsóttur af ýmsum sjóræningjum. Einn hét Svarti Seppi og við bernskir Hver er hræddur við handalausa manninn? Heiðarlega svarið er: Við fl est. Við erum skíthrædd við hann, eins og við erum hrædd við fötlun. Ekki síst vegna þess að við teljum okkur ekki óhult fyrir henni.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.