Spássían - 2012, Blaðsíða 8

Spássían - 2012, Blaðsíða 8
8 Börn hafa ólíkan smekk og eru á mismunandi þroskastigum og þau þurfa að geta valið. Peningar stjórna auðvitað þessu eins og fl estu öðru, öll bókaútgáfa kostar peninga og myndskreyttar barnabækur eru dýrar í útgáfu en mega samt ekki kosta jafn mikið út úr búð og bækur fyrir fullorðna. Ég skil alveg að forlögin haldi að sér höndum. Ég held að vænlegasta leiðin til að styðja við útgáfu vandaðra íslenskra barnabóka sé að gera eins og gert er í einhverjum grannlandanna þar sem ríkið skuldbindur sig til að kaupa ákveðið mörg eintök af barnabókum og dreifa á bókasöfn. Það væri bæði lestrarhvetjandi og myndi hvetja til útgáfu vandaðra barnabóka. Það er auðvitað ekki nóg að vera með málstefnu sem hljómar vel og taka eitt og eitt lestarhvatningarátak en svelta svo bókasöfnin.“ OF MIKIL NOSTALGÍA Þórdís bendir á að peningar séu auðvitað ekki allt vandamálið. „Mér fi nnst foreldrar og aðrir sem velja bækur ofan í börn oft of nostalgískir. Fólk sem las sjálft Línu langsokk, Tíu litla negrastráka, Tinna og Skólaljóðin og fannst það sjálft hafa haft gott af þessari lesningu, vill gjarna að börnin þess lesi sömu bækur og kaupir þær þess vegna handa krökkunum. Mér fi nnst hins vegar alveg þess virði að velta fyrir sér hvort halda eigi öllum gömlum bókum að börnum nútímans. Ég er ekkert að kalla eftir ritskoðun eða bókabrennum en sumt fi nnst mér alveg mega vera uppi í efstu hillunum. Í minni barnabók notar fólk farsíma með myndavél, spjallar á Barnalandi og horfi r á Kiljuna. Ég geri þess vegna ráð fyrir að hún úreldist með tímanum og það er bara allt í lagi.“ SILKIHANSKAR ÓÞARFIR Annað sem Þórdísi fi nnst há barnabókmenntum er að fólk hefur önnur viðhorf til þeirra en bóka fyrir fullorðna. „Ég hef á tilfi nningunni að fl estum fi nnist að barnabækur eigi að sinna uppeldishlutverki, persónurnar eigi að vera hvetjandi til góðrar hegðunar og svo eigi bækurnar helst að vera fyndnar og fræðandi og ekki ögrandi. Þær þurfa sem sagt að vera skrifaðar á einhverjum ákveðnum forsendum. Mér leiðist þetta dálítið og vil gjarna að barnabækur séu ekki alveg svona rúðustrikaðar, þó að maður geti vissulega ekki boðið börnum upp á margt sem fullorðnum er bjóðandi. Svo fi nnst mér þeirri litlu umfjöllun sem þó er að fi nna um barnabækur í fjölmiðlum oft pakkað inn í bómull. Ég varð stundum vör við það þegar ég fékk fólk til að skrifa um barnabækur fyrir Börn og menningu að sumir veigruðu sér við að gagnrýna t.d. byggingu, persónusköpun eða myndefni bókanna. Þetta er gert af góðum hug, mörgum fi nnst það hreinlega svo góðra gjalda vert að einhverjir leggi sig niður við að skrifa og gefa út bækur fyrir börn að fólk kann varla við að vera að tína til eitthvað neikvætt. En mér fyndist best ef barnabækur sætu við sama borð og annað sem kemur út, að þær væru teknar til umfjöllunar af bókmenntafræðingum í Víðsjá, Kiljunni og blöðunum og ekki meðhöndlaðar með silkihönskum frekar en aðrar bókmenntir. Reyndar sýnist mér einhver blaðanna vera komin með fína barnabókagagnrýnendur núna svo þetta er líklega allt á réttri leið.“ DAGSKRÁ haustsins 2012 meðal annars á RITÞING RAFRÆN ÚTGÁFA Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Gerðubergi 3-5 | 111 Reykjavík | Sími 575 7700 | gerduberg@reykjavik.is | www.gerduberg.is HEIMSPEKIKAFFI BÓKAKAFFI BÓKVERK STEFNUMÓTAKAFFI SAFNARAHORN ÉG ER EKKERT AÐ KALLA EFTIR RITSKOÐUN EÐA BÓKABRENNUM EN SUMT FINNST MÉR ALVEG MEGA VERA UPPI Í EFSTU HILLUNUM

x

Spássían

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-8709
Tungumál:
Árgangar:
4
Fjöldi tölublaða/hefta:
13
Skráðar greinar:
57
Gefið út:
2010-2013
Myndað til:
2013
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Auður Aðalsteinsdóttir (2010-2013)
Ásta Gísladóttir (2010-2013)
Efnisorð:
Lýsing:
Spássían er menningartímarit sem starfrækt var frá 2010–2013. Megináhersla var lögð á bókmenntaumfjöllun en einnig var fjallað um leikhús, kvikmyndir, myndlist og fleiri svið listarinnar. Í hverju tölublaði mátti finna viðtöl, greinar og gagnrýni um bækur. Tímaritið kom út fjórum sinnum á ári.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/408139

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (2012)

Aðgerðir: