Spássían - 2012, Blaðsíða 20

Spássían - 2012, Blaðsíða 20
20 Kornax-hveiti er framleitt með mismunandi baksturseiginleika í huga sem byggja á próteininnihaldi hveitisins. Próteinríkt hveiti hentar t.d. vel í pizzur og brauð en hveiti sem innheldur minna prótein hentar betur í kökur og kex. Kornax framleiðir 2 gerðir af hveiti ásamt heilhveiti og rúgmjöli. Á heimasíðu Kornax, www.kornax.is, má finna ýmsan fróðleik, hollráð og uppskriftir sem falla vel að bakstri úr Kornax-hveiti. Veldu íslenska gæðaframleiðslu! Ferskasta hveitiÐ! - alltaf nýmalaÐ Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is einkaframtaki í menningarumfjöllun. Á mörgum miðlum, bæði sjónvarpi og prentmiðlum, þurfa efnisþættir að borga sig út frá auglýsingum sem seldar eru inn í hvern þátt. Þegar Skjár 1 var að byrja voru þeir með frábæran bókmenntaþátt í tvö eða þrjú tímabil, sem hét Tvípunktur. Svo allt í einu hætti hann og þegar ég fór að forvitnast um hvers vegna hann hefði verið tekinn af dagskrá skildist mér að ekki hefði verið nógu mikið auglýst á undan þættinum, á eftir þættinum og inni í þættinum. Þá hugsar maður með sér; þótt það sé mikið horft á Kiljuna er ég ekki viss um að auglýsingarnar á undan henni þurfi að halda henni uppi – stöðin sjálf gerir það. Jæja þá, kannski er ónákvæmt að miða við ríkismiðilinn, en er þetta nokkuð frábrugðið hjá bókaforlögunum, til dæmis? Stundum hitta þau á bækur sem seljast í bílförmum, eins konar gullkálfa, sem auðveldar þeim þá fjárhagslega að gefa út „erfiðari bækur“, ef hægt er að segja sem svo, bækur sem eru annað hvort dýrar í útgáfu eða ekki metsölubækur. Og manni finnst það einhvern veginn eðlilegra, að fyrirtæki haldi úti metnaðarfullri og breiðri stefnu, en ekki að hver þáttur þurfi að standa undir sjálfum sér í stríðinu. En ef til vill er þetta einhver snjöll og fullkomlega rökvís hagfræði.“ Sigurbjörg segir að alltaf megi þó finna áhugaverða bókmennta- umræðu ef leitað er á réttum stöðum. „Rás 1 gerir innlendum og erlendum bókmenntum til dæmis ótrúlega góð skil, það er ekki nógu oft þakkað hvað það er vel gert. Menningartímaritin líka, þótt það sé ekki alltaf á sömu stundu og bækurnar eru fremst í stafni í búðunum. En frá degi til dags er margt frekar hraðsoðið og stundum sérkennilegt, eins og margir aðrir hafa bent á, með stjörnugjöf og auglýsingakapphlaupi sem gengur oft svolítið langt. En þá er gott að geta staðið upp og farið á Hugvísindaþing eða einhverja aðra ráðstefnu eða háskólafyrirlestur. Þar er oft yfirvegaðri umfjöllun, fleiri vinklar dregnir fram og verkin sett í samhengi við ýmsa strauma hér á landi og erlendis. Fjölmiðlakapphlaup myndast oftast kringum það sem er akkúrat að gerast, en margar bækur þurfa tíma og það er ekkert endilega alltaf mest að marka umfjöllun þar sem gagnrýnandinn þurfti að lesa sjö eða fleiri bækur sömu helgi. Þetta verður svolítið klikkuð krafa á þessa fáu, leyfi ég mér að segja, sem sinna bókmenntaumfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. Það er ekki endilega við þá að sakast, heldur er mikið á þá lagt og þótt þetta sé flugklárt fólk eru alltaf takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að gera á skömmum tíma. Fólk verður aðeins að fá að draga andann. Þess vegna er oft mikill akkur í tímalausari umfjöllun sem kemur seinna, þótt hún fari stundum hljótt.“

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.