Spássían - 2012, Síða 45

Spássían - 2012, Síða 45
45 D raumar um lifandi dýr EFTIR GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON Um þessar mundir er ég staddur í rannsóknarvinnubúðum við Wesleyan-háskóla í litlum bæ í Connecticut sem heitir Middletown. Hér er sérstök deild fyrir fagið mitt animal studies (eða human-animal studies), nokkurs konar félagsleg eða menningarleg dýrafræði, þar sem sjónum er beint að sambandi manna og dýra í gegnum heimspeki, siðfræði, listir, menningu og samfélagið í mjög víðum skilningi. Verkefnið mitt snýst í örstuttu máli um framsetningu dýra í bókmenntum og þá sérstaklega dýrasögum. Ég grannskoða hvernig höfundar túlka reynsluheim annarrar dýrategundar í gegnum texta og tungumál og velta fram ýmsum heimspekilegum og dýrafræðilegum fl ækjum sem fylgja slíku ferðalagi. Verkefnið er hugsað sem innlegg í þá stóru umræðu sem snýst um að breyta sambandi manna og dýra til hins betra, þar sem ég tel önnur dýr eiga skilið meiri virðingu en nútíma mannmiðjuhugsun gerir ráð fyrir. MENNIRNIR VINNA, DÝRIN TAPA Þegar ég kom til Bandaríkjanna fl aug ég í gegnum JFK fl ugvöll í New York og viðtökurnar minntu mig hressilega á hversu mikið verk bíður þeirra sem ætla að reyna að endurhugsa samband manna og dýra Vörðurinn sem tók á móti mér við bandarísku landamærin las yfi r pappírana mína og sá nafnið human-animal studies. „Hvað er nú það?“ spurði hann, „eða hvað gerir þú nákvæmlega?“ Ég útskýrði í fáeinum orðum að þetta væri fag sem snerist um að kanna samband manna og dýra í samfélaginu á gagnrýninn hátt. Hann þóttist geta leyst vandamálið fyrir mig, fyrir fullt og allt: „Mennirnir sigra, dýrin tapa,“ útskýrði hann eins og ekkert væri eðlilegra. „Það er ákveðið sjónarmið,“ svaraði ég og reyndi að halda kurteisinni í fyrirrúmi. Þetta var jú maðurinn sem réði því hvort ég kæmist snurðulaust næstu metrana, inn í landið. „Það er eina sjónarmiðið,“ bætti hann við og ég lét þar við sitja. Þetta er sú heimsmynd sem ég bý við, það veit ég vel, en málið er ekki svona einfalt. „Við sigrum, þau tapa“ viðhorfi ð er afl eiðing hugmyndafræði sem snýst um að upphefja manninn á kostnað annarra dýra, upp að slíku marki að öll önnur dýr missa tilverurétt ef hagsmunir þeirra stangast á við hagsmuni mannfólks. Viðhorf okkar samtíma til dýra eru afsprengi ákveðinnar hugsunar sem á rætur að rekja til fornaldar, viðhorf sem snýst fyrst og fremst um algjöra drottnun og stjórnun á dýraríkinu. En þótt það hafi náð yfi rráðum er ekki þar með sagt að það sé eina sjónarmiðið sem býðst. Ég ætla ekki að útlista nákvæmlega hvernig hugmyndir okkar um dýr hafa þróast í gegnum aldirnar, eða fjalla um þær kenningar sem byggja ekki á stigveldi þar sem maðurinn trónir á toppnum, en þetta örstutta samtal við vörðinn kveikti nokkrar hugleiðingar á ferðalaginu frá fl ugvellinum. Reyndar má ímynda sér að orð varðarins hafi sprottið af ákveðnum harmi eða uppgjöf. Kannski hefur hann einhvern tíma reynt að hjálpa dýrum, orðið úrkula vonar og gefi st upp á endanum, eins og margir málsvarar dýra hafa gert (eða að minnsta kosti íhugað). Í fl ugvélinni las ég í fyrsta skipti skáldsögu Philip K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep?, innblásturinn fyrir kvikmynd Ridley Scott, Blade Runner. Sagan á sér stað eftir kjarnorkustríð og stór hluti mannfólks (þeir sem höfðu efni á því) hefur yfi rgefi ð Jörðina. Flestar dýrategundir eru útdauðar og raunveruleg dýr eru gríðarlegt stöðutákn. Aðalpersóna sögunnar, Rick Deckard, á rafræna rollu og skammast sín fyrir það. Hann langar í raunverulega kind. Nándin við dýrið er samt meira en bara stöðutákn, því allir halda að kindin sé raunveruleg. Hann saknar þess einfaldlega að hafa lifandi dýr nærri sér. Svo virðist sem að í þessum eyðilega heimi sé ást á dýrum með því fáa sem heldur fólki mannlegu. Þetta endurspeglast í prófunum sem Deckard gerir

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.