Spássían - 2012, Side 46

Spássían - 2012, Side 46
46 á vélmennunum sem hann eltist við, en þau snúast fyrst og fremst um að spyrja viðfangið nokkurra spurninga varðandi dýr (og þá sérstaklega varðandi misnotkun á þeim) til að kanna og mæla tilfi nningaleg viðbrögð. Hugmyndin er að þótt vélmennin séu nánast fullkomnar eftirlíkingar af mannfólki, þá sé samúðin ennþá ákveðið aðgreiningaratriði. Samúð með dýrum er það sem gerir okkur mannleg og kemur upp um gervifólkið. Eftir að öll dýrin eru dauð blossar upp söknuður hjá mannfólkinu. Dick fer með þessa hugmynd alla leið í næstum algjöra útrýmingu allra dýra, villtra sem taminna, en við þurfum ekki að líta til vísindaskáldskapar til að sjá nákvæmlega sama ferli eiga sér stað. Um leið og við „leyfum” dýrategund að deyja út (svo ég tali ekki um þegar við útrýmum henni markvisst og algjörlega upp á eigin spýtur) fer okkur að þykja vænt um hana. Þetta er útúrsnúningur á gamla orðatiltækinu – enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur – og mér þykir leitt að slík hugsun skuli að miklu leyti ráða för varðandi samband okkar við dýrin. Við getum elskað þau sem einstaklinga, sem gæludýr eða þau dýr sem við kjósum að skilgreina sem væntumþykjunnar virði, en ekki sem hópa, ekki sem tegundir. Ekki fyrr en þau deyja öll út eða svo gott sem. Eitt besta dæmið um þetta er saga úlfa í Norður-Ameríku. Þeim var útrýmt miskunnarlaust á 19. og 20. öld og eftir því sem tækninni fl eygði fram varð útrýmingin blóðugri. Hún náði hámarki viðbjóðs í kringum miðja síðustu öld þegar úlfar voru markvisst skotnir í sundur með vélbyssum og haglabyssum úr þyrlum og fl ugvélum því það var miklu auðveldara að fi nna þá úr lofti en á jörðu niðri. Á áttunda áratugnum var úlfurinn næstum horfi nn og þá fyrst fórum við að vernda hann. Þá skiptum við um sagnahefð, hættum að tala um stóra, ljóta úlfi nn og færðumst nær hinum dýrafræðilega úlfi , sem er víðs fjarri villidýrinu og ófreskjunni sem fi nna má í gömlum ævintýrum. Verndunin gekk svo vel að núna er stofninn aftur kominn á ról og úlfar eru orðin „alvöru“ dýrategund á ný. Samhliða því erum við aftur farin að tala um að útrýma þeim, einmitt vegna þess að þeir eru ekki lengur í útrýmingarhættu. Um leið og einstaklingurinn snýr aftur í hópinn missum við alla samúð með honum. Sama sagan virkar líka í gagnstæða átt; ef við heyrum af einu tilviki um ofbeldi gegn alidýri umbreytist það dýr gjarnan í einstakling í hugum okkar, og því er bjargað eða hjálpað, án þess að ávarpa nokkurn tíma stóru myndina, nafnlausa hópinn sem lifi r áfram innan kerfi sbundis ofbeldis á bak við tjöldin. LIFANDI MINNISVARÐAR Stundum fi nnst mér eins og samúð með dýrum í útrýmingarhættu sé ekki til komin vegna raunverulegrar ástar (eða væntumþykju, ef ást er of sterkt orð) á dýrum. Að einhverju leyti er Dick fer með þessa hugmynd alla leið í næstum algjöra útrýmingu allra dýra, villtra sem tamdra, en við þurfum ekki að líta til vísindaskáldskapar til að sjá nákvæmlega sama ferli eiga sér stað.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.