Spássían - 2012, Blaðsíða 31

Spássían - 2012, Blaðsíða 31
31 að ég er líka með asma. Asmi er ekki mjög alvarleg fötlun í nútímanum – og þó eru býsna mörg illmenni með asma, nógu mörg til að það verði að telja hann með – og ég hef tamið mér að líta ekki á hann sem fötlun. Þrátt fyrir nærsýnina og asmann svara ég alltaf nei þegar ég er spurður hvort ég sé fatlaður, við myndum líklega gera það flest. En kannski ekki með réttu því að bilið milli fatlaðs og ófatlaðs er stundum ekki breitt. Og asmi illmennisins minnir okkur á að asmi getur verkað sem fötlun í afþreyingarsögu. Asmi getur verið hluti af vel heppnuðu illmenni. Enda getur andardráttur asmasjúklings orðið verulega hræðilegur, ekkert síður en kryppa. Ég er ekki fullkominn. Kannski er það fyrsta skrefið gegn fordómum að segja það við sjálfan sig. Ég er nærsýnn, ég er með asma, ég er þunglyndur, ég er með skapgerðargalla. Allir hafa einhverja galla og hræðslan við fötlun er kannski birtingarmynd óskaplegrar hræðslu við að horfast í auga við gallana. Kannski er það ímyndun okkar að við séum heil heilsu. Kannski eru fatlaðir ekkert öðruvísi. Einn er kannski heyrnarlaus, annar er skilningslaus og þann þriðja skortir ímyndunarafl. Hver er mesta fötlunin? Andspænis hinum fötluðu illmennum í afþreyingarsögum nútímans (og þegar ég segi saga meina ég líka kvikmyndir og sjónvarpsþætti) mætti tefla annars konar fötluðu fólki. Guðirnir eru nefnilega líka fatlaðir. Óðinn er sjálfur eineygður, sonur hans er blindur, Týr er einhentur, Heimdallur hefur hugsanlega látið heyrn sína. En fatlaður guð er samt guð. Fötlunin virðist ekki rýra krafta hans á neinn veg. Og kannski er það þetta sem guðirnir geta en við getum ekki. Þeir geta viðurkennt að þeir séu ekki heilir og ekki fullkomnir og samt geta þeir verið guðir. Goðsögurnar eru þannig vísbending um annan hugmyndaheim sem við höfum þó ekki fullan aðgang að, þar sem fötlun er ekki endilega veikleiki illmennisins heldur jafnvel styrkur guðsins. Þetta sjáum við ekki aðeins í goðsögum Snorra-Eddu heldur líka í sjálfri Njáls sögu þar sem söguhetjan er öðruvísi en aðrir karlmenn af því að henni vex ekki skegg. Ef til vill væri það verðugt verkefni nútímamanna sem vilja sigrast á fordómum sínum gegn fötlun að segja sem svo: Hin fullkomna manneskja er goðsögn. Við erum öll brotin. Við erum öll óheil. Og samt erum við heilbrigð því að manneskjan er gölluð og þó heilbrigð, hún lifir með göllum sínum, bæði stórum og smáum. Stundum eru þeir smávægilegir eins og gleraugu sem kosta að vísu bæði tíma og örlitla fyrirhöfn, þó svo lítilfjörlega að sá sem notar gleraugu hættir von bráðum að taka eftir henni. Aðrar fatlanir eru svo alvarlegar að það er ekki hægt að leiða þær hjá sér og sumar svo alvarlegar að þær hljóta að voma yfir öllu lífinu. En samt er fötluð manneskja ekki jafn stórkostlega öðruvísi, jafn framandi og fötluðu illmennin í sögunum gefa til kynna. Þess vegna er rangt að flokka fólk í fatlað og ófatlað, að geira það af í dilkum sem það fær aldrei sloppið úr. Kannski er nær að spyrja alla: Hver er þín fötlun? Það þýðir ekkert að fjandskapast við handalausa illmennið úr Bondmyndinni því að við bjuggum hann sjálf til úr ótta okkar og vanmætti gagnvart hugmyndinni um fötlun. Sá ótti getur líka verið lamandi, ekkert síður en fötlunin sjálf. Erindið var upphaflega flutt á ráðstefnunni Listir, menning og fötlun í Norræna húsinu 9. mars 2007. www.borgarbokasafn.isSími 411 6100 Leshringir Hjá Borgarbókasafni starfa leshringir sem eru öllum opnir á meðan pláss leyfir. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, hafi samband við umsjónarmenn. GLÆPASÖGUR Hvenær: Fyrsta fimmtudag í mánuði, kl. 17.15-18.15. Hvar: 5. hæð aðalsafns, Tryggvagötu 15 Umsjón: Ingvi Þór Kormáksson, ingvi.thor.kormaksson@reykjavik.is KONU- og KARLABÆKUR Hvenær: Fyrsta miðvikudag í mánuði, kl. 16.15-17.15 Hvar: Ársafn, Hraunbæ 119 Umsjón: Jónína Óskarsdóttir, jonina.oskarsdottir@reykjavik.is GAMALT OG GOTT Hvenær: Þriðja þriðjudag í mánuði, kl. 17.15-18.15 Hvar: 5. hæð aðalsafns, Tryggvagötu 15 Umsjón: Fríða Magnúsdóttir, fritha@simnet.is HEFUR ÞÚ HUG EÐA HUGMYND? Ef þú hefur hug á að stofna leshring erum við reiðubúin að bjóða fram húsnæði safnsins á afgreiðslutíma þess. Einnig eru allar hugmyndir að lestrartengdum verkefnum vel þegnar. Nánari upplýsingar hjá Guðríði sem hefur netfangið: gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is. 1 Shakespeare, William, Leikrit VI, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík, Heimskringla,1975.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/408139

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (2012)

Aðgerðir: