Spássían - 2012, Blaðsíða 40

Spássían - 2012, Blaðsíða 40
40 1 Raddir vorsins þagna kom út í íslenskri þýðingu Gísla Ólafssonar árið 1965. 2 Endimörk vaxtarins kom út í íslenskri þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar og Finnboga Guðmundssonar árið 1974. 3 Rómarklúbburinn var sérfræðingaráð sem tókst á við málefni tengd fj arlægri framtíð mannkynsins og plánetunnar allrar. Hann var stofnaður í Róm árið 1968. Sjá http:// www.clubofrome.org. 4 Roy, Arundhati, Th e Greater Common Good, Bombay, India Book Distributor, 1999, 5. 5 Our Common Future, World Commission on Environment and Development, Oxford/New York, Oxford University Press, 1987, 43. 6 Commoner, Barry, Th e Closing Circle, New York, Alfred A. Knopf, 1971, 33. 7 Radkau, Joachim, Die Ära der Ökologie. Eine Weltgeschichte, München, C. H. Beck, 2011, 125. 8 White Jr., Lynn, „Th e Historical Roots of Our Ecologic Crisis“, 1967. Endurprentað í: Glotfelty, Cheryll/Fromm, Harald (ritstj.), Th e Ecocriticism Reader. Landmarks in Literary Ecology, Athens Ga., University of Georgia Press, 1996, 9. 9 Guha, Ramachandra, Environmentalism. A Global History, Oxford/New York, Oxford University Press, 17. 10 Sjá t.d. greinar á http://www. loft slag.is. 11 Randers, Jorgen, 2052. A Global Forecast for the Next Forty Years, White River Junction, Vermont, Chelsea Green Publishing, 2012, 119-120. 12 McKibben, Bill, „Global Warming’s Terrifying New Math“, 19. júlí 2012, sótt 7. ágúst 2012 af http://www. rolling stone.com/politics/news/global- warmings-terrifying-new-math-20120719. 13 Randers, 2052, 128. grundvallarandstöðu sína gegn borgarmenningu veit hún að hún er ekki fær um að vera án borgarinnar sem hún heimsækir áfram eft ir að hafa fl utt til Hveragerðis: „Ég hélt að við myndum fara sjaldnar í bæinn, kemur á óvart hversu ítrekuð erindi við eigum yfi r heiðina. Líklega ekki orðin nægilega sjálfbær” (86). Meðvituð sjálfsírónía setur svip sinn á stíl Jarðnæðis, og hún einkennir einnig leit Oddnýjar að sinni eigin Útópíu til að setjast að í: Á eyju í Breiðafi rði, í fyrrum klaustri, í fræðimannaíbúð. En í hvert skipti fi nnur hún eitthvað til að kvarta yfi r. Það er ekkert netsamband í Hergilsey (29); nunnurnar á Kirkjubæjarklaustri voru hræsnarar (201); og íbúðin við Þórbergssetur hefur enga sorphirðu (196). Þegar litið er til þessarar gagnrýnu og írónísku sjálfsskoðunar, og hún tengd kröfunni um heildræna sýn, þá virðist undarlegt að í Jarðnæði er næstum alveg litið framhjá alvarlegustu ógninni við lýðræði, réttlæti og náttúru; loft slagsbreytingum. Þær valda þegar gríðarlegum vandamálum um allan heim,10 og ef mannkyninu tekst ekki að halda hlýnun jarðar undir 2 gráðum á Celsíus, er að auki talið mögulegt að við sitjum uppi með keðjuverkandi loft slagsbreytingar. Þannig gæti sífreri þiðnað og mikið magn virkra gróðurhúsaloft tegunda losnað og aukið stórlega við afl eiðingar losunar af mannavöldum.11 Afl eiðingar þess myndu líklega gera það að aukaatriði hverjum Grímsstaðir tilheyra. Það er ástæðan fyrir því að Bill McKibben – rithöfundur og aðgerðasinni – krafðist þess nýlega að meirihluti þeirrar olíu sem þegar hefur verið uppgötvaður verði látinn liggja áfram í jörðu, í stað þess að nota hann sem eldsneyti.12 Oddný nefnir það vissulega að „jökullinn bráðnar hratt” (49) og hana dreymir um „réttlæti á þessu landi, jú og í heiminum” (24). En þar sem losun gróðurhúsaloft tegunda frá ríkari hluta heimsins er mun meiri en frá fátækari hlutanum, sem situr þó uppi með verstu afl eiðingarnar, virðist undarlegt að Oddný velti til dæmis aldrei fyrir sér hnattrænum afl eiðingum af tíðum fl ugferðum sínum til Evrópu (í einlægri leit að Gullöldinni, að sjálfsögðu) eða af kjötneyslu sinni sem greinilega er mikil (nær allar máltíðir sem minnst er á í Jarðnæði innihalda mikið af kjöti). Á þessum sviðum er tiltölulega auðvelt að minnka vistfræðileg fótspor sín. En rómantískur fókus Oddnýjar á sveitalíf, ásamt andstöðu við borgarmenningu kemur í veg fyrir að hún fari út í slíkar hnattrænar vangaveltur og lokar jafnvel stundum augum hennar fyrir möguleikum nýrra hugmynda. Þegar henni er til dæmis sagt frá „lóðréttum landbúnaði“, einni tegund borgarlandbúnaðar þar sem háhýsi eru notuð sem gróðurhús, hafnar hún honum án skýringa og lítur á hann sem í besta lagi millibilslausn (137). Eins og í dystópíum á borð við Uår, virðist Oddný undir niðri gera ráð fyrir að borgin sé fyrirbæri sem muni hvort eð er verða að hverfa einhvern veginn einn daginn – jafnvel gegnum vistfræðilegt og samfélagslegt hrun. Þetta má þó telja mjög ólíklegt. Nú þegar býr mikill meirihluti heimsins í borgum og þeim mun fj ölga áfram (líklega verða þeir um 80% jarðarbúa um miðbik aldarinnar).13 Næstum tveir þriðju Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu og eru engin merki um að þeir ætli sér að fl ytja á bóndabæi. Því vinnur sífellt stærri hópur fólks, til dæmis hreyfi ngin sem kennir sig við „breytingu borgarinnar“ („Transition Town“), að lausnum til að gera borgir sjálfbærari. Borgarlandbúnaður getur að auki dregið úr fi rringu borgarbúa og endurnýjað tengslin við náttúruna með því að sýna að matur vex ekki á hillum stórmarkaða. Og „grænkun“ borganna býður upp á möguleikann á afþreyingu án þess að fólk þurfi að aka jepplingnum sínum út í sveit eða að fl júga til fj arlægra landa og losa þannig mörg tonn af gróðurhúsaloft tegundum. Að búa í sveitinni og búast við sömu grunngerð samfélagsins, sömu lífsgæðum og sambærilegri menningarlegri afþreyingu og í borginni mun á hinn bóginn óhjákvæmilega leiða til mjög ósjálfbærs lífsstíls. Þrátt fyrir þessi vandamál sem fylgja hugmyndinni um Gullöldina er Jarðnæði afar gott dæmi um umhverfi s-verndarbókmenntir sem opna umræðu frekar en að loka henni. Og þar sem Oddný áskilur sér rétt til þess í lok skáldsögunnar „að skipta um skoðun” (195), er enn von til þess að næstu dagbókarfærslur muni ekki aðeins taka á landakaupum Huangs Nubos, heldur einnig á óábyrgum áformum Íslands um að bora eft ir olíu á norðurskautssvæðinu – og á hnattrænni hlið þeirra. Að búa í sveitinni og búast við sömu grunngerð samfélagsins, sömu lífsgæðum og sambærilegri menningarlegri afþreyingu og í borginni mun óhjákvæmilega leiða til mjög ósjálfbærs lífsstíls.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.