Spássían - 2012, Blaðsíða 30

Spássían - 2012, Blaðsíða 30
30 lesendur vorum ekki verulega hræddir við hann. Mun óhugnanlegri var heimsókn Páls blinda sem greip í úlnlið Simma litla og reyndist fílsterkur. Af hverju var Páll blindi svona hræðilegur? Ég læt ykkur um að svara því. Og aðal illmennið í sögunni er með tréfót – þó að vissulega sé þar á ferð aðlaðandi skálkur en ekki beinlínis skrímsli. Sjálfsagt hafa margir sjóræningjar verið fatlaðir. Þeir voru bardagamenn og líf í orustum getur kallað á missi ýmissa útlima — eftir fyrri heimsstyrjöldina þurftu sumir afskræmdir hermenn að vinna fyrir sér með því að sýna lemstrun sína í fjölleikahúsum. Annar frægur sjóræningi úr bernskunni var svo aðalóvinur hins síunga Péturs pan – og hvað hét hann? Kapteinn Krókur. Þar er enn eitt fatlaða illmennið á ferð. Og þá eru ótalin illmennin úr sögum Enid Blyton sem nutu mikilla vinsælda hér á landi árin og áratugina eftir stríð. Í Ævintýrahöllinni er eitt af þeim kallað „sá órótti“ — örið dugar til að bera kennsl á óvininn. Í Dularfulla hálsmeninu kemur á daginn að þjófurinn þekkist á því að annað augað er blátt en hitt brúnt. Og þá er þess ógetið að illmenni Enid Blyton eru gjarnan varaþunn. Ekki veit ég af hverju, en óeðlilega þunnar varir eru skýrt dæmi um illsku í heimi Enid Blyton þó að ekki sé hægt að fá örorku skilgreinda út á þunnar varir í nútímanum. Ein skýring á þessu er vitaskuld að þessar sögur eru yfirborðslegar og sýnileg fötlun eða sérstaða er hluti af þeim pakka. Þetta sést vel í sögunni Kim og ilsigni maðurinn (úr annarri feykivinsælli barnabókaritröð) en þar þekkist þrjóturinn einmitt á ilsiginu — sem er nú kannski of hjákátlegt til að þola samanburð við eineygða, handalausa og örótta skálka. Á einhverju þurfa skúrkarnir að þekkjast svo að börnunum geti liðið vel. Einhvern veginn frétti ég það sem strákur að bílar morðingja þekktust á því að á skottinu væru þrír blóðblettir. Þessu trúði ég beinlínis þegar ég var sjö ára. Hvernig ég kom þessu heim og saman skil ég ekki lengur. Og ég get ekki heldur svarað því af hverju þeir voru þrír, ekki reyna að spyrja mig að því. En auðvitað er fötlunin ekki einungis leið til þess að bera kennsl á illmennin heldur líka til að framandgera þau. Og þannig er það ekki aðeins í barnabókum heldur líka vinsælum skáldsögnum fyrir fullorðna. Hringjarinn í Frúarkirkju var vitaskuld kroppinbakur og hann var eiginlega ekki maður heldur skrímsli. Hið sama gildir um Óperudrauginn. Þetta voru vinsælar sögur fyrir fullorðna á 19. öld og alla hina 20.; ég veit ekki betur en Óperudraugurinn sé einn vinsælasti söngleikur okkar tíma. Samúðin með fatlaða skrímslinu er heldur meiri í þessum sögum en í James Bond myndunum. En samt eru fötluðu mennirnir skrímsli og eiga sér ekki viðreisnar von. Og hvernig er þetta í hryllingsmyndum nútímans? Eins og barnabækurnar höfða þær alls ekki til vitsmunanna heldur hvatanna. En hryllingsmyndir þurfa ekki að vera vitrænar til að snerta við hræðslu sem býr í áhorfandanum þó að það hjálpi auðvitað. Jafnvel þó að auðvelt sé að hafa skömm á slíkum myndum í dagsljósi hendir það okkur öll að vakna lömuð af ótta eftir martröð sem er eins og hallærislegasta Hollywoodhryllingsmynd, þar sem skelfingin hefur sveigt rökvísina undir sig. Og hver ræðst á mann í þessum martröðum, bæði þeim frá Hollywood og í draumum okkar? Jú, einn frægasti skúrkurinn heitir Leatherface (Leðurfésið) og hann á sér marga bræður, sem allir eru afskræmdir af ljótleika og höfða greinilega til hræðslu okkar við allt sem er fatlað, brotið og ófullkomið. Hræðslu sem er frekar líkamleg en vitsmunaleg og sem í raun og veru er þvert á upplýst viðhorf okkar nútímamanna. Fólkið sem æpir af hræðslu yfir Leatherface er ekki andvígt fötluðum í dagsbirtu. Aðdáendur James Bond myndu seint viðurkenna að þeir hötuðu handalausa. En samt virkar þessi formúla. Við erum auðvitað hrædd við það sem er öðruvísi, jafnvel þó að varla sé hægt að tala um fötlun. Á netinu fann ég mjög langan lista yfir illa albínóa (eða hvítingja, ég þekki ekki kurteisa orðið) í heimsbókmenntunum. Hann var raunar svo langur að ég trúði varla mínum eigin augum. Hann var svo langur að mér brá og ég gat ekki annað en hugsað: Hvað segir þetta um okkur sem lesum bækur? Hvers vegna eru svo margar vinsælar – og ég ítreka vinsælar – bækur og kvikmyndir fullar af illmennum sem við skilgreinum sem dýrsleg, afskræmd, fötluð og öðruvísi, þrátt fyrir að við þykjumst vera fordómalaus gagnvart fötluðum? Hinar miklu vinsældir fatlaða illmennisins koma í veg fyrir að við getum varpað frá okkur fordómunum. Við getum ekki sagt: Það eru hinir sem eru með fordóma. Það er illa upplýsta fólkið, ómenntaða fólkið. Við erum greinilega öll með fordóma gagnvart fötluðu fólki en kannski fyrst og fremst gagnvart fötluninni sjálfri. Það er hvergi skýrara en í þessu tilviki að fordómarnir eru grundvallaðir á hræðslu, á frumstæðum ótta við ófullkomnun. Það gleymist stundum hversu mikið skilgreiningaratriði fötlun er. Ég er sjálfur mikill aðdáandi Stjörnustríðs. Helsta illmennið þar andar eins og asmasjúklingur í kasti – og reynist þegar betur er gáð vera háð tiltölulega þróaðri gerð af öndunarkúlu, búningi sem það má ekki yfirgefa. En þó að höfuð illmenni Stjörnustríðs sé annarlegt er það líka nálægt, það er þrátt fyrir allt faðir aðalsöguhetjunnar, Svarthöfði. Þar að auki er það nálægt mér vegna þess Jafnvel þó að auðvelt sé að hafa skömm á slíkum myndum í dagsljósi hendir það okkur öll að vakna lömuð af ótta eftir martröð sem er eins og hallærislegasta Hollywoodhryllingsmynd, þar sem skelfingin hefur sveigt rökvísina undir sig.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.