Spássían - 2012, Page 11

Spássían - 2012, Page 11
11 Doris Lessing bendir á annan og alvarlegri ókost samkeppninnar. Hún telur að allt frá upphafi skólagöngu barna og upp í akademíuna ali kerfi ð á „kappreiðahugsunarhætti” sem þjóni þeim tilgangi að vinsa úr þá veiku og framleiða nokkra sigurvegara sem keppa stanslaust hver við annan: „Höfundur X er, er ekki, með nokkurt forskot á höfund Y, sem hefur dregist aftur úr. Í síðustu bók sannaði höfundur Z að hann stendur höfundi A miklu framar.“ Frá upphafi er barnið þjálfað til að hugsa á þennan veg: alltaf með samanburð í huga, sigur – og ósigur.4 Börnum sé með þessu kennt að vantreysta eigin dómgreind, að lúta yfi rvaldi, leita skoðana og úrskurða annarra, vísa í þá og hlíta þeim. Og jafnvel þótt einstaklingur velji að snúa sér fremur að listum en vísindum í von um meira frelsi dugi það ekki til: Hann veit ekki að hann er þegar mótaður af kerfi ; hann veit ekki að valið sjálft er afl eiðing falskrar tvenndarhyggju sem á rætur sínar í hjarta menningar okkar. […] Við tökum varla eftir þessum samfélagslega mekanisma – sem á þó stóran þátt í því að halda stofnunum okkar stífum og þvingandi.5 Þeir sem ekki sætta sig við að vera mótaðir áfram af kerfi nu þurfa að yfi rgefa það og þetta ferli, segir Lessing, útilokar þá sem eru líklegir til að vera frumlegir, skapandi og endurnærandi. Þeir sem eftir sitja teljast hæfi r til að vera dómarar í framtíðar kappreiðum: Það sem þeir geta, og gera mjög vel, er að segja höfundi hvort bók eða leikrit fellur að viðteknu mynstri tilfi nninga og hugsana [...]. Þeir eru næmustu loftvogir almenningsálitsins. [...] það er vegna þess að öll menntun þeirra hefur einmitt miðað að því að leita til annarra að skoðunum, að laga sig að vilja yfi rvaldsins, að „viðteknum skoðunum“ – sem er dásamlega lýsandi frasi.6 Öll samkeppnin og áherslan á afrek einstaklingsins hefur, samkvæmt þessu, þau öfugsnúnu áhrif að gera einstaklingana ósjálfstæða þátttakendur í nánast vélrænum leik þar sem reglurnar eru aldrei teknar til skoðunar. Og það er kannski ástæðan fyrir því að íþróttatengt myndmál samkeppninnar, sem annars gegnsýrir fl est svið samfélagsins, þykir óviðeigandi í samhengi við listina, en hún tekur gjarnan að sér að spyrna gegn viðteknum hugmyndum. Í áðurnefndum útvarpsþætti lýsti Brynhildur Dómarahneyksli Það telst varla alvöru knattspyr- nuleikur ef enginn æpir „út af með dómarann“. Og liðsmenn hinna ýmsu bókmennta eru engir eftirbátar í þeim efnum. „Þessi útnefning er hneyksli“ heyrist reglulega hrópað í samhengi við bókmenntaverðlaun. Svo ekki sé minnst á úthlutanir launasjóðs rithöfunda. Stjörnugjöf með ritdó- mum getur meira að segja hitað mönnum enn rækilegar í hamsi en verstu tæklingar á fótboltavel- linum.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.