Spássían - 2011, Síða 18

Spássían - 2011, Síða 18
 18 Nada kemst síðan að því að geimverur vinna með mennskum yfirvöldum og ætla sér að taka yfir plánetuna. Gleraugun sýna honum líka hvernig annar hver maður hefur umbreyst í geimveru og fyrr en varir er Nada orðinn hluti af andófshreyfingu sem ætlar sér að stöðva áform kúgaranna og frelsa mannfólkið með því að vekja það til umhugsunar. Boðskapurinn er augljós. Carpenter hefur skapað bítandi samfélagsádeilu sem skiptir út ráðandi kapítalisma fyrir innrás úr geimnum og túlkar tíðarandann og vonleysið sem hann upplifði sjálfur á Reagan-árum Bandaríkjanna. Mögulega mætti gagnrýna They Live einmitt fyrir það hversu augljós boðskapurinn er, en það er jafnframt eitt af því sem gerir myndina svo heillandi. Dreymir ekki alla hugsjónamenn einhvern tímann um að eignast gleraugu sem gætu vakið fólk til umhugsunar og hjálpað því að efast um ráðandi hugmyndafræði? Skilaboðin eru hrein og skýr og ég þreytist aldrei á að horfa á George Nada berja á boðskapnum. Ég veit líka að ég er ekki einn um það. Langvarandi vinsældir They Live hjá þeim sem til myndarinnar þekkja bera vitni um hversu sterk allegorían er enn þann dag í dag, enda hefur lítið breyst til hins betra í neyslusamfélaginu. They Live er fjarri því að vera einföld afþreying eða heilalaus „b-mynd“, eins og hún gæti virst vera í fljótu bragði. Hún er hluti af ferilskrá leikstjóra sem hefur markvisst sýnt andóf og frumleika í verki og á skilið mun breiðari áhorfendahóp (og fræðimannahóp) en hann hefur hlotið hingað til. They Live er kjörið dæmi um stíl Johns Carpenters og mátt hans til að blanda saman geirum og setja á svið persónulega og einstaka túlkun á kvikmyndaforminu. Hún er þrælskemmtileg sem hasarmynd og hressandi á köflum sem einföld afþreying (þarna má m.a. finna eitt lengsta og fyndnasta slags- málaatriði sem fest hefur verið á filmu) en inniheldur líka flóknar samræður við kvikmyndahefðina (í gegnum hrylling, vísindaskáldskap og vestra) jafnt sem menninguna, umhverfið og samfélagið í heild. LITRÍKUR FERILL John Carpenter hefur verið tilraunaglaður frá upphafi og fyrstu myndirnar á ferlinum voru bæði ódýrar og vel gerðar. Útskriftarmyndin hans úr kvikmyndaskóla, Dark Star (1974), sem hann skrifaði ásamt Dan O’Bannon (handritshöfundi Alien, 1979), er frumleg og snjöll paródía af 2001: A Space Odyssey (1968) eftir Kubrick. Þar segir frá nokkrum geimförum sem dauðleiðist í vinnunni. Þeir ferðast um sólkerfið, rekast á óvenjuleg lífsform og þurfa að rökræða við heimspekilega þenkjandi sprengju. Fyrir utan að vera bæði vel skrifuð og þrælfyndin, þá lítur myndin Dark Star merkilega vel út miðað við að hún var gerð fyrir lítinn sem engan pening og stenst tímans tönn sem ein af áhugaverðustu vísindaskáldsögumyndum geirans. Vestrinn er aldrei langt fjarri í kvikmyndagerð Carpenters og þrátt fyrir að sögusvið spennumyndarinnar Assault on Precinct 13 (1976) sé Los Angeles samtímans, þá er hún óður leikstjórans til klassíska vestrans og þá sérstaklega hetjunnar sinnar, Howard Hawks, og myndar hans Rio Bravo (1959). Varla þarf að kynna hina áhrifamiklu mynd Halloween (1978), en hún kom nafni leikstjórans á kortið og gerði allt brjálað í hnífsstungumyndum vestanhafs. Eftir þá velgengni átti Carpenter auðveldara með að fá pening, en hélt engu að síður áfram að vinna sjálfstætt. The Fog (1980) er vel heppnuð draugasaga af klassíska skólanum, en stórvirkið Escape from New York (1981) er líklega skýrasta dæmið um hæfileika Carpenters til að blanda saman geirum (hér mætir vestrinn vísindaskáldskap og pönki) og skapa sinn eigin heim: Níhilíska og napurlega veröld þar sem Bandaríkin eru orðin fasískt óþrifabæli ofbeldis og glæpa. Eftir Escape hafði Carpenter náð athygli stórlaxanna í Hollywood og næstu fjórar myndir voru allar framleiddar af draumaverksmiðjunni. The Thing er nú almennt talin ein besta hryllingsmynd allra tíma, en henni var ekki vel tekið árið 1982 og kolféll fyrir krúttspili Spielbergs, E.T., sem kom út sama sumar. Almenningur vildi sæta og góða geimveru, ekki óskiljanlegan og hrottalegan hlut Carpenters. Myndin er endurgerð í The Thing From Another World (1951) eftir átrúnaðargoðið Hawks, en Carpenter fer allt aðra leið og setur á svið sannkallaða hryllingsfantasíu með hjálp brautryðjandi tæknibrellna. The Thing segir frá hópi vísindamanna sem vekur upp ævaforna lífveru á Suðurheimsskautinu. Smátt og smátt byrjar „hluturinn“ að nærast á mönnunum og taka yfir líkama þeirra. Undir fjarstæðukenndu yfirborðinu býr einföld saga um mannlegt eðli, ofsóknarbrjálæði og óhugnaðinn sem fylgir Plakat fyrir fyrstu mynd Carpenters, Dark Star (1974) - auglýst sem paródía af 2001 eftir Kubrick Carpenter kemur með spennandi pælingar um eðli trúarbragða og vísinda, en fyrst og fremst hugleiðingu um þrá mannsins til að skilja heiminn og hryllinginn sem fylgir því að geta aldrei útskýrt tilveruna til fulls. Kurt Russell og John Carpenter stilla sér upp til að kynna Big Trouble in Little China (1986)

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.