Spássían - 2011, Blaðsíða 40
40
Ísland er á jaðri heimsins – landið sem allir
þekkja (takk, Björk!) en enginn veit neitt um
nema eldfjöll, hveri, álfa, fjallagrös, fallvötn,
tröll og goðsögur (takk, Björk!). Það er hætt
við að hugtakið „framandgerving“ falli flatt
þegar maður ræðir um birtingarmyndir
Íslands í útlendri ljóðlist, einfaldlega vegna
þess hve augljóslega landið er framandi
– hve lítið þarf til þess að gera það
framandlegt – náttúran er eitt, náttúran
á myndum er annað og enn annað
(og mikilvægast) er að til Íslands hefur
nánast ekki komið kjaftur. Fyrir bróðurpart
jarðarbúa – jafnvel okkar nánustu frændur
annars staðar á Norðurlöndum – er Ísland
„framandi í sjálfu sér“ – og framandleiki
þess sprettur kannski líka af nálægð þess:
Vesturlandabúar beggja vegna Atlantsála
eru sér meðvitaðir um að Ísland er þarna,
þeir þekkja Björk, kannski Jón Pál eða
Reykjavíkurfundinn, heiðursborgarann
Bobby Fischer, kreppuna eða Geysi. En
Íslendingurinn og Íslandið sjálft eru svo
lítil og fjarlæg, lengst úti í hafinu – dálítið
einsog sjaldgæfur fugl sem allir þekkja af
mynd en fæstir hafa séð.
Ísland sem tákn verður alltaf dálítið
einsog Nangijala, Narnía, Pandóra eða
Endor – aðraður staður og annarlegur, í
senn saklausari og grimmari, náttúrulegri,
réttlátari, fallegri og sérvitrari, utan við
það sem „við hin“ (meginlandsbúar hins
„eiginlega heims“) köllum veruleikann.
Og þessi annarlegi, nýi veruleiki
verður stöðugt eftirsóttari eftir því sem
meginlandsveruleikinn verður eins –
mótaður af sömu alþjóðlegu keðjunum
og sömu straumunum í byggingarlist,
auglýsingahönnun og fatnaði (ekki svo að
skilja að það eigi ekki einnig við um Ísland,
en við erum kannski meira að tala um
gullna hringinn en Smáralind).
The Grefsen Address eftir Paal Bjelke Andersen
Góðir Íslendingar og við sem búum við hin ystu höf og drjúgur hluti
þjóðarinnar, bláfátækt bjargarlítið manndómsfólk sá enga útleið aðra
en að yfirgefa landið og leita allslaus á vit hins óþekkta á sléttum
Norður-Ameríku og þjóð sem fékk loks fyrsta stóra skammtinn af
frelsinu og þeir einstaklingar sem gegna um skeið háum stöðum og
öflugir menn og fylgnir sér sem geta einatt haft úrslitaáhrif og þeir
24 menn sem hafa farið með þjóðarforystu síðastliðin eitt hundrað
ár og voru margvíslegum hæfileikum búnir og aðrar þjóðir sem hafa
forskot á Íslendinga sem mælist ekki í metrum heldur áratugum eða
öldum og við sem þurfum trú á mátt og megin, á manndóm, framtíð,
starfsins guð og við sem er hollt að minnast á þessum tímamótum og
hinn óbilgjarni erlendi andstæðingur sem sameinar þjóðina til átaka
og við sem eigum við okkur sjálf […]
Norska ljóðskáldið Paal Bjelke Andersen ritar í bókina The Grefsen
Address – sem skrifuð er (og kópípeistuð) á öllum norðurlandamálunum,
unnin upp úr áramótaræðum norrænna forseta og forsætisráðherra.
Í Íslandshluta ljóðabókar Paals Bjelke er landið speglað einsog
við sjáum það, eða að minnsta kosti þau okkar sem tilheyra
tyllidagavaldinu, með því að sigta út, velja og raða upp setningum sem
innihalda fólkið í ræðunum, þjóðernið í ræðunum, staðina í ræðunum
og svo framvegis. Paal Bjelke tjáir sig ekki um Ísland frá eigin brjósti
heldur bregður einfaldlega upp linsu, filter og lætur okkur síðan sjálf
um að tala (eða þann fulltrúa okkar sem má heita að heyrist hæst í);
kópípeistar án þess að skeyta um höfundarétt eða sæmdarrétt, einsog
stjórnmálamennirnir sjálfir vitna í ræðum sínum þvers og kruss í Hannes
Hafstein og Einar Ben af tilfallandi virðingu við samhengið – fyrir utan
auðvitað skáldmæltar klisjurnar sem hrjóta af vörum þeirra sjálfra og
eiga að heita þeirra eigin frumlega hugsun.
Svo má skoða ræðurnar í norrænu samhengi, bera saman bækur
– á meðan Dönum er tíðrætt um Danmörku, tala Norðmenn oftar um
útlönd og Íslendingar um hæðir og hóla. The Grefsen Address veitir
þannig ljóðræna yfirsýn yfir opinberan talanda á Norðurlöndum, yfirsýn
sem hægt er að rýna í einsog súlurit og hagtölur – þótt hún sé auðvitað
ólíkt skemmtilegri.
Hell eftir Eileen Myles
The Russians landed and the Americans
landed / and the Nazis and the Vikings
landed / and the Norwegians took over
/ even some Irish monks in a curragh /
had a time with us / but we stood strong
and now we are famous and / rich /
Björk is the world’s brightest star / Better
than Beck / stronger than Madonna /
Now without ever having to become
dumb / Inside the well of our very great
and ancient / language we laugh at the
current situation […] Silence, we are guy
geysers, we are volcanic / We are old
like planet itself; and yes you are right /
we are cold, / cold, / cold.
ljóðskáld úr meðvituðum vinstrikreðsum (fyrir utan allt annað er það tabú).
Ekki svo að skilja að sama sentiment sé ekki oft til staðar í sósíalískum
þjóðvísum, þessi fögnuður þjóðernisins, heldur er hann dormant, svo að
segja – undirliggjandi, í felum á bakvið myndlása.
Maður spyr sig (kannski ekki óhjákvæmilega, en spyr sig samt)
hvort hugsast geti að hér fari eftirlíking þjóðerniskenndar – að þegn
heimsveldisins (bandaríska ljóðskáldið Eileen Myles, eða hennar prívat
plús-ex) finni fyrir ákveðnum þjóðernisfögnuði sem „ekki megi“ fá
útrás fyrir, af því hún er jú þrátt fyrir allt hvorki Rush Limbaugh, Styrmir
Gunnarsson, Walt Whitman eða Matthías Jochumsson, en út vilji
fögnuðurinn engu að síður. Einhvern veginn varð þjóðernisfögnuðurinn
yfirgangi 20. aldarinnar að bráð án þess að tilfinningin eða þörfin hafi verið
gerð upp. Og hann leitar því kannski í nýjan farveg – upphafningu á og
samsömun við eitthvað framandi, annað en sjálfan sig. Þegar maður er
fæddur og uppalinn í heimsveldinu hlýtur að virðast hvort tveggja saklaust
og meinlaust að fagna þjóðerni garðálfsins, enda er hann ekki „alvöru“:
Ísland mun aldrei gera innrás í Pólland.
(Þótt NATO gæti hugsanlega gert innrás í … segjum Líbýu)
Ég er á hálum ís – þetta eru ósanngjarnar ávirðingar um gott ljóðskáld,
útdráttur úr óperu sem ég hef hvorki heyrt né lesið; hugsun mín er
ekki fullfædd, en mig langar að spyrja samt (hér eru allir punktar
spurningamerki). Þetta er líklega tegund öðrunar þótt hún sé blandin
aðdáun – hér stendur eitthvað um göfuga villimenn og ég hálfskammast
mín í ólíkum skilningi (en orðlengi ekki).
Úr líbrettóinu Hell eftir Eileen Myles
– tilvitnun úr ritgerðasafninu The
Importance of Being Iceland.
Það fyrsta sem manni dettur í hug
er að svona gæti Íslendingur aldrei
skrifað um eigið þjóðerni (þótt textinn
sé raunar lagður þjóðinni í munn) og
svona gæti Bandaríkjamaður heldur
aldrei skrifað um eigið þjóðerni, þvíbáðir
myndu virðast hálfgerðir nasistar fyrir
vikið – svona talar fólk á Útvarpi Sögu,
í „Talk Radio“ – svona tala ekki næm