Spássían - 2011, Síða 43

Spássían - 2011, Síða 43
43 Fyrir tveimur áratugum leit ég í fyrsta sinn málverk Picasso, Guernicu, verk sem málað var 1937, skömmu eftir grimmdarlegar loftárásir á samnefndan baskneskan bæ á Spáni. Guernica endurómar harmleikinn; formræn átök tjá örvilnun, angist og dauðastríð fórnarlambanna á magnaðan hátt sem lætur fáa ósnortna. Nýlega sá ég verkið í annað sinn, í meiri nálægð og annars konar samhengi sem vekur mjög til umhugsunar um mismunandi framsetningu og umgjörð myndlistarverka, um ólíkar merkingarhliðar þeirra og túlkunarleiðir að þeim. Guernica var vandlega afgirt undir skotheldu gleri og stálrömmum í sérrými í viðbyggingu Museo Nacional del Prado í Madríd þegar það blasti fyrst við undirritaðri á sínum tíma; dálítið fjarlægt á þessum „stalli“ og umlukið áru geysilegs mikilvægis enda verkið álitið þjóðargersemi. Einungis níu ár voru þá liðin frá því að verkið kom „heim“ til Spánar eftir áratuga „útlegð“ í MoMA-nútímalistasafninu í New York. Árið 1992 var Guernica færð um set frá Prado- safninu til nágrannasafnsins Museo Nacional Centro de Arte Reina Sofía. Þar hangir „ber“ myndin á vegg innan um önnur verk safnsins – en sker sig úr fyrir þær sakir að vera gríðarstór (349 cm × 776 cm) auk þess sem tveir verðir í viðbragðsstöðu standa hvor sínum megin við myndina þegar safnið er opið. Við Guernicu er jafnan þyrping safngesta. Guernica í nýju ljósi og gömlu Eftir Önnu Jóa Ákall SpánarSpá ar Á ll

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.