Spássían - 2011, Side 47

Spássían - 2011, Side 47
47 Á HVERJU ÁRI skipuleggur finnska bókabúðakeðjan Suomalainen Kirjakauppa fimm daga bókmenntatengda ferð fyrir tryggustu viðskiptavini sína og í ár varð Ísland fyrir valinu. Aðsóknin reyndist fara fram út björtustu vonum og var ferðin sú fjölmennasta til þessa. Spássían slóst í för með Finnunum er þeir röktu slóð glæpanna í sögum Arnaldar í öruggri leiðsögn starfsmanna Borgarbókasafns. Eftir göngutúr um Norðurmýrina er haldið upp í rútu og á slóðir annarrar glæpasögu; Grafarholtið. Á leiðinni fræðir bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir okkur um höfundinn Arnald og upphaf og þróun glæpasagnahefðarinnar á Íslandi. Hún segir Arnald hafa verið brautryðjanda í glæpasagnaskrifum á Íslandi en þrátt fyrir það hafi hann ekki verið spámaður í eigin föðurlandi því hann hefur hlotið fleiri verðlaun og viðurkenningar fyrir utan landsteinana en innan þeirra. Sú glæpasagnahefð sem Arnaldur skrifi sig inn í sé áþekk þeirri sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum og það sama eigi við um þá höfunda sem komu í kjölfar hans: „Þegar fleiri höfundar fóru að skrifa glæpasögur, tók bókmenntaelítan að kvarta undan því að öll umfjöllun um bækur hefði snúist upp í tal um glæpasögur. Aðrir bentu á að glæpasögur byðu upp á kærkomið félagslegt raunsæi svo og félagslega og pólitíska gagnrýni.“ Finnarnir eru yfirvegaðir undir fyrirlestrinum en áhugasamir. Þeir lýsa yfir áhyggjum af aðalsögupersónunni, rannsóknarlögreglu- manninum Erlendi, og vilja vita hvenær hann kemur aftur. Síðasta bók Arnaldar sem kom út í Finnlandi var Myrká en þegar henni lauk var ekki ennþá ljóst hvar Erlendur væri niðurkominn. Síðan þá hefur Arnaldur skrifað tvær bækur um Erlend og kollega hans þar sem spurningunni er svarað og hægt er að svala forvitni Finnanna. Í Grafarholti segir Úlfhildur frá Grafarþögn og síðan er haldið inn í Grafarvog þar sem Ingvi Þór Kormáksson tekur við og les upp úr ensku útgáfunni af Harðskafa. Næsti áfangastaður er Breiðholt, nánar tiltekið Æsufell, þar sem fjallað er um Vetrarborgina. Illa gengur að koma rútunni inn í þröngar götur og rútubílstjórinn er gáttaður á bjartsýni aðstandenda ferðarinnar. En það hefst fyrir rest og farið er með skarann inn á róluvöll. Það er frekar kalt í veðri, enda kom vorið seint, og Finnarnir furða sig á hvers vegna íslenskir höfundar lýsa ekki umhverfinu betur í bókum sínum. Úlfhildur segir þá sennilega ekki vilja lýsa morðstöðum af of mikilli nákvæmni því landið sé svo lítið. Yrsa Sigurðardóttir sé gott dæmi um það en hún hlaut nokkra gagnrýni fyrir ógnvekjandi lýsingar sínar á Hesteyri í nýjustu bók sinni, Ég man þig, og þótti sumum illa gert af henni að gera draugabæli úr saklausum staðnum. Kuldinn á samt vel við á þessari stundu því eins og Úlfhildur segir er Vetrarborgin mjög köld bók. „Arnaldur nýtir hér vetrarstemninguna til hins ítrasta og skapar kuldalega umgjörð í kringum dauða ungs innflytjanda, drengs af tælenskum ættum, en lík hans finnst á leikvelli í Fellahverfinu. Rannsókn málsins leiðir rannsakendurna inn í óhugnanlegan veruleika fjölþjóðasamfélagsins á Íslandi.“ Lesið er upp úr Vetrarborginni, að þessu sinni á finnsku, og síðan hraðar hópurinn sér aftur inn í rútu undan nöprum vorvindinum. Á bakaleiðinni er komið við á hefðbundnari áfangastöðum ferðamanna, sem tengjast morðum og glæpum í sögum Arnaldar ekki neitt; Perlunni og Hallgrímskirkju. Á meðan Finnarnir skoða kirkjuna velta starfsmenn bókasafnsins fyrir sér hinum ýmsu getgátum sem upp hafa sprottið um hótelið sem vísað er til í Röddinni. Flest virðist benda til að um Hótel Sögu sé að ræða en nokkrar vísbendingar benda í aðrar áttir. Þar sem Hótel Saga er síðasti áfangastaðurinn á ferðalaginu vona þau heitt og innilega að þau hafi veðjað á réttan hest. En áður en kemur að því heldur Arnaldarförinni áfram inn í Þingholtin, vettvang morða í Myrká og Kleifarvatni, og þar fjallar Úlfhildur um báðar bækurnar og les upp úr þeim. Á endastöð, Hótel Sögu segir hún að lokum frá Röddum og morðinu í þeirri bók sem á sér stað á hóteli. Ingvi Þór les upp úr bókinni og svo halda Finnarnir í hádegismat. Þegar skilið er við hópinn virðist hann ánægður með ferðina en framundan er ferðalag í bókabúðir og ýmsar skoðunarferðir um Ísland. Arnaldarrútan hefur hins vegar lokið störfum sínum í bili og bíður nú eftir næsta hópi af áhugasömum glæpasagnaunnendum. Við hús í Norðurmýri standa 37 Finnar, íhugulir á svip, á köldum þriðjudagsmorgni í apríl. Við erum stödd á vettvangi glæps – nánar tiltekið morðsins sem hrinti atburðarásinni af stað í glæpasögunni Mýrinni. Þeir hafa komið um langan veg til að kanna aðstæður á vettvangi, enda harðir aðdáendur höfundarins, Arnaldar Indriðasonar. Á slóð glæpa í Arnaldarrútu Eftir Ástu Gísladóttur

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.