Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 9
Olympíuleikarnir í London 1948
SETNINGARHÁTlÐIN
FIMMTUDAGINN 29. JÚLl 1948.
Þessi fyrsti dagur hinna 14. Olympíu-
leika mun seint líða mér úr minni; enda
hjálpaði margt til að gera hann minnis-
stæðan svo sem stórkostlegt umhverfi,
góður undirbúningur, hátíðleg athöfn
og ágætis veður.
„Allar leiðir liggja til Róm“ stendur
einhversstaðar, en nú hefði mátt segja
með sanni, að allar leiðir lægju til
Wembley. Þangað streymdi mannfjöid-
inn ofan jarðar og neðan, á öllum þeim
farartækjum, sem völ var á. En það er
löng leið til Wembley frá hjarta Lund-
únaborgar og þótt við legðum af stað
kl. 1,50 og færum með neðanjarðarlest,
vorum við ekki komnir á endastöðina
fyrr en kl. 2,30 — eða rétt um það
leyti, sem leikarnir áttu að hefjast.
Og nú tók við smá gönguför, um það bil
1 km. eftir brennheitri götunni, sem
liggur frá endastöð lestarinnar upp að
Wembley leikvanginum.
Á leiðinni var vart hægt að þverfóta
fyrir allskonar blaða-, leikskráa- og
minjagripasölum, en sjálf umferðin var
sem iðandi mauraþúfa. Hitinn var ægi-
legur. Flestir voru snöggklæddir, marg-
ir berir að ofan og kvenfólkið sömu-
leiðis eins létt klætt og frekast var
leyfilegt. Það var gengið hratt, enginn
vildi missa af setningarathöfninni — eða
öllu frekar — því að sjá konunginn.
------- Eftir _____
Jóhann Bernhard
Loks komumst við inn í anddyri leik
vangsins, sem reyndist hálfgert völund
arhús. — Allt í einu birti — dyr opn-
Olympíueldurinn tendraður.
uðust og leikvangurinn blasti við —
óhemjustór og skrautlegur í skini hinn-
ar steykjandi sólar. Okkur var vísað til
sætis neðarlega hægra megin við inn-
göngudyrnar, og sáum brátt, að þar voru
vinir og frændur á báðar hendur -— sem
sé landar okkar.
Því miður náði Þakskeggið ekki svo
langt að það skýldi okkur fyrir brenn-
heitum sólargeislunum, en hitinn var
um 40 stig þennan dag. Urðum við þvi
að taka upp vasaklútana (þeir sem ekki
höfðu hatta) og skella á kollana, en
sumir notuðust við blöð, leikskrár o.
s. frv. Flestir höfðu komið jakkalausir,
en hinir sem ekki höfðu verið svo for-
sjálir voru ekki lengi að fjarlægja þá.
Einn Islendinganna hafði tekið með
sér regnkápu. — og bjóst við þrumu-
veðri! I rauninni var þetta ekki eins
fráleitt og manni fannst í byrjun, því
daginn eftir kom einmitt ringingarskúr.
Það sem fyrst vakti eftirtekt manns
var hinn gífurlegi mannfjöldi, sem
þarna var samankominn. 82.000 eða ná-
lega 2/3 hlutar íbúa Islands, á einum
stað, umhverfis eina 400 metra hlaupa-
braut. Uppi yfir vinstri enda vallarins,
(yfir inngöngudyrunum) var stór svört
tafla, sem á var letrað með hvítum stöf-
um hin alkunnu orð Baron de Coubertin,
frumkvöðuls að endurreisn Olympíuleik-
anna; —
„Þaö, sem mestu máli skiptir á Olympíu-
leikunum er ekki sigurinn, heldur þátt-