Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 10

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 10
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Sigfrid Edström kynnir Ben. G. Waage, fulltrúa Islands í Alþjóöa-Olympíunefnd- inni, fyrir Bretakonungi. takan. Aö bera hœrra lilut er ekki aöal- atriöiö, heldur hitt aö hafa barizt drengi- lega.“ Hve sönn eru ekki þessi orð, en hve oft skyldi vera farið eftir þeim? — Á þessari töflu voru jafnan tilkynnt úr- slit íþróttakeppninnar, og um leið voru þjóðfánar þeirra þriggja, sem verðlaun hlutu, dregnir að hún. Yfir hinum enda vallarins var önnur minni tafla, hvít að lit. Á henni voru hin- ir 5 Olympíuhringir, sem tákna heimsálf- urnar, en þar fyrir neðan stóðu þessi latnesku orð: „Citius, Altius, Fortiusen það þýðir orðrétt: „Hraðari, hærri, sterk- ari.“ Fyrir miðjum velli, okkar megin; var konungsstúkan, en gegnt henni hinum megin vallarins var hljómsveit og mjög fjölmennur blandaður kór. Framundan konungsstúkunni var skrautlegur ræðu- pallur. Vinstra megin við pallinn frá okk- ur séð stóðu meðlimir Alþjóðaolympíu- nefndarinnar og brezku framkvæmda- nefndarinnar, allir í hátíðabúningi — og biðu komu konungsins. Kl. 2.45 birtust konungshjónin ásamt fylgdarliði i aðalinngöngudyrunum (und- ir konungsstúkunni) og var þeim fagnað ákaft. Forseti Olympiuleikanna, Portal markgreifi og F. M. Wells borgarstjóri Lundúna, tóku á móti konunginum og kynnti sá fyrrnefndi Sigfrid Edström forseta Alþjóða olympíunefndarinnar og Burghley lávarð, formann framkvæmda- nefndarinnar, fyrir hans hátign. Að því loknu var leikinn brezki þjóð- söngurinn, en síðan kynnti Edström alla meðlimi Alþjóða olympíunefndarinnar fyrir konungi, en Burghley lávarður kynnti meðlimi framkvæmdanefndarinn- ar. Fylgdu þeir Edström og Portal síðan konungi í sæti hans. Nú hófst skyndilega mikill trumbu- og hljóðfærasláttur og um leið varð manni litið til inngöngudyranna fyrir vinstri enda vallarins. Sást Þar skáti koma labb- andi með merkisspjald, sem á var letrað „Grikkland" en í kjölfar hans komu svo grízki fánaberinn og aðrir þátttakendur Grikklands. Þeir voru klæddir í gráa jakka, í bláum buxum og með hvítar húfur. Meðal hinna 60-70 grizku þátt- takenda var aðeins ein stúlka. Grikkir ganga nú eftir brautinni framhjá kon- ungsstúkunni og heilsa konungi með því að snúa höfði til hans, en fánaberinn lætur fánann síga. Síðan halda þeir á- fram fyrir beygjuna út að 300 metra markinu, snúa þar inn á völlinn og stað- næmast á grasinu þannig að merkisber- inn eru um 20 m. frá brautarbrún, and- spænis konungsstúkunni. Grikkir ganga ávallt fyrstir inn á Olympíuleikvanginn, vegna þess að vagga Olympíuleikanna stóð í Aþenu á Grikklandi. Hinar þjóðirn- ar koma svo í stafrófsröð á eftir, nema Bretar, sem ganga síðastir. Það er fögur og tignarleg sjón að fylgj- ast með hverri fylkingu, sem inn gekk, en alls voru þjóðirnar 58, sem þátt tóku í leikunum. Búlgarar, Rúmenar og Vene- zuelabúar hættu við þátttöku á síðustu stundu. Næst á eftir Grikkjum kom Afganistan, „Þetta er nú meiri hitinn". Leifturmynd frá „fslendinganýlendunni“ á Wembley

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.