Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 10
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Sigfrid Edström kynnir Ben. G. Waage, fulltrúa Islands í Alþjóöa-Olympíunefnd- inni, fyrir Bretakonungi. takan. Aö bera hœrra lilut er ekki aöal- atriöiö, heldur hitt aö hafa barizt drengi- lega.“ Hve sönn eru ekki þessi orð, en hve oft skyldi vera farið eftir þeim? — Á þessari töflu voru jafnan tilkynnt úr- slit íþróttakeppninnar, og um leið voru þjóðfánar þeirra þriggja, sem verðlaun hlutu, dregnir að hún. Yfir hinum enda vallarins var önnur minni tafla, hvít að lit. Á henni voru hin- ir 5 Olympíuhringir, sem tákna heimsálf- urnar, en þar fyrir neðan stóðu þessi latnesku orð: „Citius, Altius, Fortiusen það þýðir orðrétt: „Hraðari, hærri, sterk- ari.“ Fyrir miðjum velli, okkar megin; var konungsstúkan, en gegnt henni hinum megin vallarins var hljómsveit og mjög fjölmennur blandaður kór. Framundan konungsstúkunni var skrautlegur ræðu- pallur. Vinstra megin við pallinn frá okk- ur séð stóðu meðlimir Alþjóðaolympíu- nefndarinnar og brezku framkvæmda- nefndarinnar, allir í hátíðabúningi — og biðu komu konungsins. Kl. 2.45 birtust konungshjónin ásamt fylgdarliði i aðalinngöngudyrunum (und- ir konungsstúkunni) og var þeim fagnað ákaft. Forseti Olympiuleikanna, Portal markgreifi og F. M. Wells borgarstjóri Lundúna, tóku á móti konunginum og kynnti sá fyrrnefndi Sigfrid Edström forseta Alþjóða olympíunefndarinnar og Burghley lávarð, formann framkvæmda- nefndarinnar, fyrir hans hátign. Að því loknu var leikinn brezki þjóð- söngurinn, en síðan kynnti Edström alla meðlimi Alþjóða olympíunefndarinnar fyrir konungi, en Burghley lávarður kynnti meðlimi framkvæmdanefndarinn- ar. Fylgdu þeir Edström og Portal síðan konungi í sæti hans. Nú hófst skyndilega mikill trumbu- og hljóðfærasláttur og um leið varð manni litið til inngöngudyranna fyrir vinstri enda vallarins. Sást Þar skáti koma labb- andi með merkisspjald, sem á var letrað „Grikkland" en í kjölfar hans komu svo grízki fánaberinn og aðrir þátttakendur Grikklands. Þeir voru klæddir í gráa jakka, í bláum buxum og með hvítar húfur. Meðal hinna 60-70 grizku þátt- takenda var aðeins ein stúlka. Grikkir ganga nú eftir brautinni framhjá kon- ungsstúkunni og heilsa konungi með því að snúa höfði til hans, en fánaberinn lætur fánann síga. Síðan halda þeir á- fram fyrir beygjuna út að 300 metra markinu, snúa þar inn á völlinn og stað- næmast á grasinu þannig að merkisber- inn eru um 20 m. frá brautarbrún, and- spænis konungsstúkunni. Grikkir ganga ávallt fyrstir inn á Olympíuleikvanginn, vegna þess að vagga Olympíuleikanna stóð í Aþenu á Grikklandi. Hinar þjóðirn- ar koma svo í stafrófsröð á eftir, nema Bretar, sem ganga síðastir. Það er fögur og tignarleg sjón að fylgj- ast með hverri fylkingu, sem inn gekk, en alls voru þjóðirnar 58, sem þátt tóku í leikunum. Búlgarar, Rúmenar og Vene- zuelabúar hættu við þátttöku á síðustu stundu. Næst á eftir Grikkjum kom Afganistan, „Þetta er nú meiri hitinn". Leifturmynd frá „fslendinganýlendunni“ á Wembley
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.