Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 14
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ upp einkum seinni hluta hlaupsins og virtist draga á Bailey sem kom í mark um 2 m. á undan honum. Komst Haukur þannig í milliriðil. Tími Bailey var 10,5 eins og áður segir og hefði tími Hauks því átt að vera 10,7 eða 10, 8 í versta lagi. Því var nú ekki að heilsa heldur fékk hann tímann 11,0 sek! Kom þessi aug- sýnilega rangi tími okkur mjög á óvart, en síðar brá manni ekki eins þótt tíma- úrskurður væri ekki allskostar í sam- ræmi við bilið. Því miður mun réttum að- ilum þ. e. s. fararstjóra og Olympíunefnd hafa láðzt að kæra þennan úrskurð og fá honum breytt. f spretthlaupunum var aðeins birtur tími á 3 fyrstu mönnum og þótti mörg- um þ. á. m. mér tímar 2. og 3. manns oft mjög hæpnir og stundum alrangir. Orsök þessa er sennilega sú að yfirtímavörður- inn virðist hafa gefið upp þá tíma, sem tímaverðirnir fengu, burt séð frá því hvort þeir fengu staðist við millibil frá næsta manni að dæma — svo sem leik- reglur maSla fyrir um. Þessi vinnubrögð munu hinsvegar eiga rót sína að rekja til þess að hjá Bretum og Bandaríkjamönn- um tíðkast yfirleitt ekki að taka tima á öðrum en 1. manni í spretthlaupum. Og því til sönnunar höfðu Bretarnir t. d. alls ekki látið kríta nein metrastrik á síðustu 5 -10 metrunum, markdómurun- um til hægðarauka. Hjá öðrum þjóðum. a. m. k. Norðurlandaþjóðunum er lögð mikil áherzla á það að ekki aðeins fyrsti heldur allir keppendur hvers hlaups fái sem nákvæmastan tíma. Þessi mistök á Olympíuleikunum voru að því leyti óþörf, að tæknin til ná- kvæmrar tímatöku og dómsúrskurða mun aldrei áður hafa verið jafn mikil. Á ég þar við rásbyssuna, er setti klukkurnar á stað og markkvikmyndavélina, sem tók nákvæmar myndir af keppendunum á marklínunni og sýndi greinilega bilið milli þeirra. (Sjá grein á bls. 38). Eftir þessa fyrstu umferð 100 m. hlaupsins var sýnilegt að baráttan um úr- slitasætin yrði mjög hörð svo margir jafngóðir sem þarna áttu hlut að máli. Að vísu fannst mér þó 2 menn skera sig Efst: 9. riöill. frá v.: Bonnhoff, Oestas. Curotta og Örn. Miöiö: 2. milliriöill frá v.: Bailey, Haukur, Goldovany, Lewis, Ewell og Curotta. NeÖst: Sömu menn í marki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.