Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 14

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 14
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ upp einkum seinni hluta hlaupsins og virtist draga á Bailey sem kom í mark um 2 m. á undan honum. Komst Haukur þannig í milliriðil. Tími Bailey var 10,5 eins og áður segir og hefði tími Hauks því átt að vera 10,7 eða 10, 8 í versta lagi. Því var nú ekki að heilsa heldur fékk hann tímann 11,0 sek! Kom þessi aug- sýnilega rangi tími okkur mjög á óvart, en síðar brá manni ekki eins þótt tíma- úrskurður væri ekki allskostar í sam- ræmi við bilið. Því miður mun réttum að- ilum þ. e. s. fararstjóra og Olympíunefnd hafa láðzt að kæra þennan úrskurð og fá honum breytt. f spretthlaupunum var aðeins birtur tími á 3 fyrstu mönnum og þótti mörg- um þ. á. m. mér tímar 2. og 3. manns oft mjög hæpnir og stundum alrangir. Orsök þessa er sennilega sú að yfirtímavörður- inn virðist hafa gefið upp þá tíma, sem tímaverðirnir fengu, burt séð frá því hvort þeir fengu staðist við millibil frá næsta manni að dæma — svo sem leik- reglur maSla fyrir um. Þessi vinnubrögð munu hinsvegar eiga rót sína að rekja til þess að hjá Bretum og Bandaríkjamönn- um tíðkast yfirleitt ekki að taka tima á öðrum en 1. manni í spretthlaupum. Og því til sönnunar höfðu Bretarnir t. d. alls ekki látið kríta nein metrastrik á síðustu 5 -10 metrunum, markdómurun- um til hægðarauka. Hjá öðrum þjóðum. a. m. k. Norðurlandaþjóðunum er lögð mikil áherzla á það að ekki aðeins fyrsti heldur allir keppendur hvers hlaups fái sem nákvæmastan tíma. Þessi mistök á Olympíuleikunum voru að því leyti óþörf, að tæknin til ná- kvæmrar tímatöku og dómsúrskurða mun aldrei áður hafa verið jafn mikil. Á ég þar við rásbyssuna, er setti klukkurnar á stað og markkvikmyndavélina, sem tók nákvæmar myndir af keppendunum á marklínunni og sýndi greinilega bilið milli þeirra. (Sjá grein á bls. 38). Eftir þessa fyrstu umferð 100 m. hlaupsins var sýnilegt að baráttan um úr- slitasætin yrði mjög hörð svo margir jafngóðir sem þarna áttu hlut að máli. Að vísu fannst mér þó 2 menn skera sig Efst: 9. riöill. frá v.: Bonnhoff, Oestas. Curotta og Örn. Miöiö: 2. milliriöill frá v.: Bailey, Haukur, Goldovany, Lewis, Ewell og Curotta. NeÖst: Sömu menn í marki.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.