Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 24

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 24
16 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Reiff vinnur 5 km. hlaupið, rúmum metra á undan Zatopek. voru 34 og hlupu í 3 riðlum. Skyldu 4 fyrstu úr hverjum riðli komast í úr- slitahlaupið, en það fór fram mánu- daginn 2. ágúst. Fyrsta riðilinn vann Svíinn Nyberg á 14:58,2 eftir harða keppni við Finnann Koskela og Banda- rikjamanninn Stone. Það vakti athygli mína að Koskela skyldi fá tímann 14:58,3 en ekki 14:58,4, því alþjóðareglur segja að minnsta tímabrot í hlaupum lengri en 1000 m. skuli vera 2/10 úr sek. 1 næsta riðli náðist ágaetis tími, en þar varð mjög hörð keppni um fyrsta sætið milli Svíans Ahldén og Zatopek. Var sá síðarnefndi aðeins brjóstþykkt á eftir en fékk þó 2/10 sek. verri tíma. Var óneitanlega nokkuð ósamræmi i þessum tveimur tímaúrskurðum. Marga furð- aði á því hve mjög þeir Ahldén og Zato- pek lögðu að sér, sér í lagi þar sem sá síðarnefndi hafði unnið 10 km. hlaupið daginn áður. 4. maðurinn sem komst í úrslit úr þessum riðli var t. d. ekki á betri tíma en 15:04.4 (Stokken, Nor- egi). Mér þykir líklegt að Zatopek hafi verið að reyna 200 metra endasprettinn fyrir úrslitahlaupið. Þriðji riðillinn vannst á lakasta tímanum — 15:06,8 — en þó varð mjög hörð keppni um 4 fyrstu sætin. 1. Slijkhuis 15:06,8; 2. Reiff 15:07,0; 3. Albertsson 15:07,8; 4. Perála 15:07,8. Bandaríkjamaðurinn Thompson var sleginn út á 15:08,4! — Eins og áður er sagt fór úrslitahlaupið fram 2 dög- um seinna, mánudaginn 2. ágúst. Braut- in var bæði þung og blaut af rigningun- um og háði það mjög hlaupurunum, sem voru orðnir gegnblautir og slettóttir í lok hlaupsins. Eftir 200 - 300 m. tók Zatopek forustuna með Reiff, Ahldén, Slijkhuis, Albertsson og Parála næsta sér. Bráðlega fóru þó Svíarnir að stríða honum með því að fara fram úr, en Zatopek var ekki um slikt gefið og sleit þá jafnan af sér. Millitímarnir voru þessir: 400 m. 63,5; 800 m. 2:10,0; 1000 m. 2:48,0 og 200 m. 5:40,0. Var ferðin á Zatopek nú orðin svo mikil að aðeins Reiff, Ahldén og Slijkhuis gátu fylgt honum en hinir drógust nokkuð aftur úr. Eftir 3 km. var bilið milli þessara tveggja hópa orðið um 50 m. en svo komu nokkr- ir enn aftar. Tími Zatopeks á 3 km. var 8:33,0 mín. Hélzt Þessi mikla ferð og þessi sama röð enn um stund, eða þar til 3,6 km. (9 hringir) voru hlaupnir og 3% hringur eftir. Þá smeigði Reiff sér skyndilega fram úr og setti enn upp ferðina. Zatopek kom þetta mjög á ó- vart og reyndi að ná honum aftur, en án árangurs enda var hraði Reiffs meiri en nokkur hinna gat þolað. 200 m. seinna lék Slijkhuis sama bragðið við Ahldén, sem virtist þreyttari en svo að hann gæti svarað. Við 4 km. markið var timi Reiffs 11:23,0 og hafði Zatopek þá dregist svo aftur úr að Slijkhuis fór einnig fram úr honum. Þegar 2 hringir (800 m.) voru eftir var Reiff um 5-6 metrum á undan Slijkhuis, sem aftur var álíka langt á undan Zatopek. Ahldén kom svo í 4. sæti 20 m. aftar. Bjuggust nú flestir við því að röðin yrði þessi, enda lengdist bilið meira og meira. 600 m. frá marki var það 10 og 15 m. og þegar 1 hringur var eftir var Reiff um 20 m. á undan Slijkhuis og 30 til 40 m. á und- an Zatopek. En nú var eins og Zato- pek vaknaði af dvala. Þrátt fyrir þreyt- una herti hann nú skyndilega á sér og nálgaðist óðum hinn dauðþreytta Slijk- huis. Við þetta óx honum ásmegin og náði honum 200 m. frá marki. Og enn bætti hann við sig, því Reiff var eftir og hann virtist lika vera búinn með mesta púðrið. Þótt ótrúlegt sé tókst Zatopek enn að herða á sér svo að bilið mink- aði óðfluga. 30 metrar — 20 metrar — 10 metrar — 5 metrar og nú var komið á beinu brautina. Reiff heyrði hrópin og leit við. Skelfingarsvipur kom á andlit hans, en hann hafði þó mátt til þess að bæta aðeins við sig. Zatopek tók nú á öllu sínu, nú var hann alveg kominn á hæla hans — of seint, marksnúran birtist og Reiff snart hana með útbreidd- an faðminn. Hann hafði sigrað þrátt fyrir hinn undraverða endasprett Tékk- ans og var nú fagnað ákaft af löndum sínum. Zatopek hristi höfuðið og barði saman höndunum. Tilraun hans hafði mistekist enda gengið kraftaverki næst að reyna að vinna upp 30 til 40 metra á síðustu 200 metrunum. Það hafði samt næstum tekizt og því voru vonbrigði hans mikii. Hann gekk niðúrlútur í burtu og gerði sér vafalaust ekki ljóst að þótt hann hefði ekki unnið hlaupið, hafði hann unnið það sem meira var um vert þ. e. a. s. hjarta og samúð áhorfenda, sem dáðust að viljaþreki hans. 1 æsing- unum gleymdi maður að fylgjast með hinum hlaupurunum enda voru þeir svo langt á eftir. Slijkhuis tókst að verða þriðji þótt Ahldén drægi mjög á hann síðustu metrana. Svíinn Nyberg gafst upp 200 m. frá marki og urðu það mörg- um vonbrigði. Daninn Paulsson varð einnig að gefast upp á miðri leið, vegna lasleika, en Norðmaðurinn Stokken mætti ekki til leiks. Reiff setti nýtt glæsilegt Olympiumet . og hljóp Zatopek einnig langt undir því gamla. Þessir tveir hlauparar hafa mjög ólikt hlaupalag. Reiff hefir löng og mjúk skref, en Zatopek virðist fyrst og fremst haupa af kröftum. Bezti tími Reiffs er 14:14,2, en Zatopek hefir hlaup- ið á 14:08,2 mín. sem er næst bezti timi í heiminum. 10.000 METRA HLAUP: Heimsmet: 29:35,1/ mín. Viljo Heino, Hinnlandi Olympsmet: 30:11,k mín. J. Kusocinski, Póllandi 1932. 1. E. Zatopek, Tékk. 29:59,6 mín. 2. A. Kacha, Frakkl. 30:47,6 mín. 3. B. Albertson, Svíþ. 30:53,6 mín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.