Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 27

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 27
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 19 Elmsaeter orðnir fyrstir, þá Siltaloppi og svo nokkuð bil að Frakkanum Cuyodo og þriðja Svíanum Hagström. Svíarnir juku nú ferðina og Elmsaeter tók for- uztuna þegar rúmur hringur var eftir. Sjöstrand herti þá á sér og nú hófst spennandi keppni milli þeirra um fyrsta sætið. Það var ekki fyrr en við vatns- gryfjuna (150 m. frá marki), sem Sjö- strand komst aftur fram úr, en eftir það losaði hann sig alveg við landa sinn og kom í mark sem öruggur sigurveg- ari. Enda þótt Finninn Siltaloppi væri enn Þriðji þá gekk honum svo illa síðasta hringinn (datt endilangur í vatnsgryfj- una) að bæði Cuyodo og Hagström fóru fram úr honum. Tókst Svíanum að tryggja sér 3. sætið undir dynjandi eggj- unarorðum landa sinna á áhorfenda- hekkjunum. Var þetta því mjög glæsileg- ur sigur fyrir Svíþjóð. Bezti tími Sjö- strands er 9:02,0 mín., og hafa aðeins 2 menn náð betri tíma, landi hans Elm- saeter (8:59,6) og Pujazon (9:01,4 mín. 1946). 10.000 METRA GANGA. Heimsmet: 1^2:39,6 .mín. V. Hardmo, Svíþjóð 19Jf5. Olympsmet: 46:28,lf mín. G. H. Goulding, Kanada, 1912. 1. J.Mikaelsson, Svþj. 45:13,2 mín. 2. B. Johansson, Svþj. 45:43,8 mín. 3. F. Schwab, Sviss 46:00,2 mín. 4. C. Morris, Bretl. 46:04.0 mín. 5. H. Churcer, Bretl. 46:28,0 mín. 6. E. Maggi, Frakkl. 47:02,8 mín. Upphaflega áttu undanrásir göngunn- ar að fara fram 2. ágúst, en vegna hlut- fallslega lítillar þátttöku var hætt við bær. Þeirri ákvörðun var þó breytt og fóru undanrásirnar fram 3. ágúst. — Keppendur voru aðeins 19 og var þeim skipt í tvo riðla. Fóru 5 fyrstu úr hvor- um i úrslit. 1 fyrra riðli setti Mikaels- son nýtt Olympsmet 45:03,0 mín., en þess ber að gæta að ekki hefir verið keppt í 10 km. göngu á Olympíuleik- unum síðan 1920. Næstu þrir menn í fyrra riðli fóru allir undir gamla metinu. Voru það Morris, Bretlandi 45:10,4 mín.; Maggi, Frakklandi 45:44,2 og Dordoni, Italiu 46:25,8 mín. 5. varð svo Johans- son, Svíþjóð á 46:42,2 mín. í siðari riðl- inum fór aðeins fyrsti maður undir gamla metinu H. Churcher, Bretlandi á 46:26,4 mín. Annar varð Schwab, 3. West, 4. Corsaro og 5. heimsmethafinn Hardmo á 47:34,8 mín. Eins og sjá má af þessum tölum, náð- uzt mun betri tímar í undanrásunum. Enda er það svo í kappgöngu á alþjóða- mótum að tími keppenda og afrek fer mjög eftir strangleika og hæfni dómar- anna. Og þótt reglurnar mæli skýrt fyrir um hvað sé hlaup og hvað ganga, er oft mjög mikill vandi að greina á milli. Virtust hvorki dómarar né kepp- endur (eða áhorfendur) vera á eitt sátt- ir um réttmæti dómsúrskurðanna, en það gekk varla á öðru en aðvörunum og burtrekstri einstakra keppenda meðan gangan fór fram, bæði í undanrásunum og úrslitunum. Mikaelsson var greinilega beztur og hafði foruztuna alla leið i mark. Um næstu sætin var lengst af mjög tvísýn keppni og virtist hinn umdeildi brezki göngumaður Churcher hafa fullan hug á því að vera að minnsta kosti annar. Eg sagði umdeildi, því áhorfendum virt- ist falla ganga hans mjög illa í geð, sér í lagi eftir að heimsmethafinn Hard- Jolm Mikaelsson. mo hafði verið dæmdur úr fyrir „hlaup“. Komust dómararnir að lokum ekki hjá því að aðvara hann og fékk það svo mikið á hann að eftir það bar lítið á honum. John Mikaelsson er einn af þekktustu göngumönnum heimsins og varð t. d. Evrópumeistari í 10 km. göngu 1946. 50.000 METRA GANGA: Heimsmet: lf kl. 34:03,0 min. P. Sievert, Þýzkalandi 1924■ Olympsmet: 4 kl. 30:41,4 mín. H. Whit- lock, Bretlandi 1936*). 1. J. Ljunggren, Svþj. 4 kl. 41:52,0 2. G. Godel, Sviss . . 4 kl. 48:17,0 3. T. Johnson, Bretl. 4 kl. 48:31,0 4. Ed. Bruun, Noregi 4 kl. 53:18,0 5. Martineau, Bretl. 4 kl. 53,58,0 6. Bjurström, Svþj. 4 kl. 56:43,0 Þessi „maraþon“ ganga fór fram laug- ardaginn 31. júlí í steykjandi hita. 22 keppendur mættu til leiks, en af þeim *) Ekki staðfest sem heimsmet vegna þess að það er gengið á víðavangi í stað hringbrautar. John Ljunggren.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.