Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 30

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 30
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Cros 52,5 sek.; 3. Missoni 53,4 sek.; 4. Whittle 53,4 sek. 5. Storskrubb 53,5 sek.; 6. Holland 53,9 sek. Cochran jafnaði Olympsmet Larssons og hljóp sérstaklega vel. Baráttan um 3ja sætið var mjög hörð og urðu það mörgum vonbrigði að Storskrubb skyldi ekki ná bví, en hann var á yztu braut og auk þess ekki í sínu gamla formi. Úrslitahlaupið fór fram daginn eftir — 31. júlí. Cros dró innstu braut, Missoni 2., Cochran 3., Ault 4., White 5. og Larsson yztu braut. Var þvi útséð um það að Larsson ynni hlaupið, enda kom það á daginn að Coehran var alveg ósigrandi. Hafði hann foruztuna frá byrjun og mun þó White hafa haldið í við hann framan af. Þegar hlaupararnir komu út úr síð- ari beygjuna var Cochran greinilega fyrstur, White annar og Ault þriðji ör- lítið á undan Larsson. Sá síðastnefndi hafði hinsvegar ekki sagt sitt síðasta orð og komst fram úr Ault á síðustu 40 metrunum. Cochran bætti hið nýsetta Olympsmet sitt og Larssons um 8/10 úr sek. og hljóp á 51,1 sek. sem er næst bezti tími, sem náðzt hefir í heiminum. — White fór einnig undir metinu, en Lars- son skorti 3/10 úr sek. til að ná milli- riðilstíma sínum. Cochran er gamall í hettunni, varð t. d. Bandaríkjameistari i 400 m. grindahlaupi árið 1939 og hafði hlaupið bezt á 51,7 sek. fyrir leik- ana. Hann er einnig mjög góður 400 m. hlaupari (46,7). 4x100 METRA BOÐHLAUP: Heimsmet: 39,8 sek. Bandarikin 1936. Olympsmet: 39,8 sefc. Bandaríkin 1936. 1. Bandaríkin ........ 40,3 sek. 2. Bretland .......... 41,3 sek. 3. ítalía..............41,5 sek. 4. Ungverjaland ...... 41,6 sek. 5. Kanada..............41,9 sek. 6. Holland.............41,9 sek. Undanrásir þessa sögulega boðhlaups fóru fram næst síðasta dag leikanna — 6. ágúst — í úrhellisrigningu. 15 þjóðir mættu til leiks og var þeim raðað í 3 riðla. Skyldu tvær fyrstu úr hverjum riðli fara beint í úrslit. 1 fyrsta riðli unnu Bandaríkin án fyrirhafnar á 41,1 sek. Italía var skammt á eftir á 41,3 sek. Brazilia var slegin út á 42,4, en Tyrkland dæmt úr leik (hljóp á 44 sek.). t öðrum riðli var keppni mun harðari, enda hafði 3 ágætum sveitum lent þar saman. En þar sem aðeins 2 fyrstu áttu að fá að fara í úrslitin vildi engin þeirra lendi í 3. sæti. Úrslit urðu þau að Bretland vann riðilinn á 41,4 sek. Ungverjaland fékk sama tíma, en aumingja Ástralía varð að láta- sér lynda þriðja sætið aðeins 1/10 úr sek. aftar. Þar með brást þriðja og síðasta von hins glæsilega spretthlaupara, Trel- oar, um að komast í úrslit á þessum leikjum. Þriðji og síðasti riðillinn var að vísu ekki eins sterkur og hinir, en þó fylgd- umst við tslendingar bezt með honum. tsland var þar meðal þátttakenda, en lenti þvi miður á yztu braut. Á fyrstu braut var Argentína, Holland á 2. braut, Kanada á 3. og Frakkland á 4. braut. Voru þetta allt sterkar sveitir, þótt engin þeirra hefði sigurvon í úrslita- hlaupinu. Ásmundur Bjarnason hljóp fyrsta sprettinn fyrir tsland og tókst að halda Frakkanum Porthault, fyrir aft- an sig. Hinsvegar tókst skipting þeirra Finnbjarnar svo illa (Finnbjörn of snemma af stað) að Frakkinn Litaudon og Kanadamaðurinn O’Brien voru strax komnir fram úr. Næsta skipting tókst allsæmilega og virtist Trausti Eyjólfs- son vera í 3.-4. sæti á seinni beyjunni, en svo mistókst síðasta skiptingin. vegna þess að Frakkinn hljóp fyrir Hauk Clausen og Þótt Haukur sýndi mikil til- þrif eftir að hann var kominn af stað var bilið í næstu menn of langt. Frakk- arnir voru svo óheppnir að missa kefl- ið við síðustu skiptinguna og tóku sér það mjög nærri. Holland vann riðilinn á 41,7 sek. Kanada varð næst á 42,3 sek., Argentína 3. á 42.4 og ísland fjórða á 42,9 sek. eða sama tíma og íslenzka félagametið. Ef ísl. sveitin hefði hlaupið á sama tíma — 42,1 sek. — og móti Norðmönnum í sumar hefði það nægt til að komast í úrslit. Úrslitahlaupið fór fram daginn eftir — 7. ágúst — og var allsögulegt. Ung- verjaland hafði dregið fyrstu braut, Holland aðra, Bandaríkin þriðju, Bret land fjórðu, Italia nmmtu og Kanada sjöttu braut. Það var mikill spenningur í keppendum og áhorfendum, en þó munu fáir hafa búizt við Því, sem átti eftir að koma fyrir. Skotið reið af, hlaupar- arnir þeyttust af stað, Ewell og Corquo- dale vinna dálítið af hinum keppendun- um og skila keflunum örugglega til næstu manna. Wright og Bretinn Greg- ory draga nú jafnt og Þétt á Italana og Kanadamennina, en það er þó ekki fyrr en á seinni beygjunni, sem mynd hlaups- Fyrsta skipting í 3. riðli IfXlOO m. boðhlaupsins. Frá vinstri: Island (Ásm. að rétta Finnbirni keflið), Frakkland, Kanada og Holland. Argentína er á innstu brautinni og sést ekki á myndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.