Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 40
32
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
stökkva, fyrir hinum harða bolta, sem
flaug öðru hverju með manndrápshraða
yfir á atrennubrautina. Og svo til að
kóróna næði það. sem langstökkvurun-
um var ætlað, heyrðist varla mælt mál
fyrir óhljóðum í áhorfendum, sem fannst
víst flestum meira spennandi að fylgj-
ast með Lacrosse-leiknum en langstökk-
inu. Örn var svo óheppinn að þurfa að
stökkva við þessar „óvenjulegu" kring-
umstæður og fór það ekki síður í taug-
arnar á honum en hinum keppendunum.
Virtist mér einhverjir mótmæla og benda
dómurunum á boltann, sem var sífellt að
fljúga yfir atrennubrautina, en án árang-
urs. Örn hafði setið á bekk við inn-
göngudyrnar og beðið þess að röðin
kæmi að honum. Fór hann nú að reyna
atrennuna og tók í því skyni eitt reynslu
stökk (hljóp i gegn) eftir að hafa til-
kynnt stökkstjóranum það. Síðan stökk
hann fyrir alvöru og náði ágætu stökki,
sjálfsagt uppundir eða um 7 metra, en
því miður veifaði stökkstjórinn rauðu
flaggi, en það merkir ógilt stökk. Um
leið og Örn gekk framhjá plankanum til-
kynnti stökkstjórinn honum að nú ætti
hann aðeins eitt stökk eftir, því hann
hefði reiknað reynslustökkið hans sem
fulla en ógilda tilraun. Þetta mun hafa
komið Erni mjög á óvart, því að hann
hljóp í gegn reynslustökkið auðsjáanlega
í þeirri trú að það væri óhætt og auk
þess var þá ekki veifað rauðu. Mun Örn
hafa mótmælt þessum úrskurði, þvi hann
stóð lengi og þrefaði við stökkstjórann.
Okkur löndum hans á áhorfendapöllun-
um fór nú ekki að lítast á blikuná, því
það var annað en gaman fyrir Örn að
eiga aðeins eitt tækifæri til að ná gildu
stökki og hætta ella. Vonandi var ekki
sagan frá Berlín að endurtaka sig, en
þá var Karl Vilmundarson látinn hætta
tugþrautinni eftir 2 greinar, þar sem
hann gerði aðeins eitt stutt stökk gilt
af þrem í langstökkinu. Um síðir verður
Örn þó að beygja sig fyrir úrskurði stökk-
stjórans og taka þetta síðasta og eina
stökk. Veslings Örn, sá var ekki öfunds-
verður að þurfa nú að gera sitt bezta
eftir að hafa staðið berlæraður og kald-
ur í rifrildi við yfirvöldin. Stökkið mátti
ekki vera ógilt og vitanlega varð það
helzt að vera langt. Hann stóð graf-
kyrr og safnaði kjarki. Augu allra ís-
lenzku áhorfendanna mændu á hann og
hver mun ekki hafa óskað honum góðs
gengis. — Örn hleypur af stað, varlega
en þó allhratt og stekkur upp vel fyrir
aftan plankann. Bravó! Það var þó gilt
og það var fyrir mestu. Við landarnir
vörpuðum öndinni léttar, þungu fargi
var létt af okkur og Erni — já og jafn-
vel af stökkstjóranum, ef hann hefir þá
ekki haft kalt hjarta. Hann flaggaði þó
a. m. k. með hvítu dulunni og síðan var
stökklengdin tilkynnt — 6,54 m. Jæja,
sögðu sumir Islendinganna, það gat ver-
ið verra. En ég efast þó um að nokkur 19
ára piltur og jafnoki Arnar í langstökki
hefði afrekað meira undir þessum kring-
umstæðum. Það var annars leitt að eng-
inn Islendingur skyldi vera til staðar til
að aðstoða Örn i því að ná rétti sínum áð-
ur en það var orðið of seint. Ef keppend-
ur eru beittir órétti eiga þeir ekki sjálfir
að þurfa að mótmæla, heldur flokksstjór-
arnir fyrir þeirra hönd. Og það sýndi sig
síðar í þessar tugþraut að full þörf var
fyrir a. m. k. einn mann, er hefði ein-
göngu það hlutverk að aðstoða Örn ef
með þyrfti t. d. útvega mat o. s. frv. Mun
ekki farið frekar út í þessa sálma að
sinni. Beztum árangri í langstökki náðu
þeir Kistenmacher og Adamzyk 7,08 m.
en lökustum Mukhtar, Egyptalandi, 5,51
m. Var Örn 18. í röðinni með afrek sitt,
sem gaf 686 stig. Eftir þessar tvær grein-
ar stóðu stigin sem hér segir:
1. Kistenmacher, Argentínu ...... 1697
2. Heinrich, Frakklandi ......... 1535
3. Simmons, USA ................. 1518
4. Mondschein, USA .............. 1514
5. Örn Clausen, Islandi ......... 1500
6. Mullins, Ástralíu ............ 1498
Hafði Örn því hrapað úr 2. sæti niður í
5. vegna langstökksins.
Kúluvarp:
Upphaflega hafði verið ætlað að hafa
hlé milli langstökks og kúluvarps, en
keppnin tók það langan tíma að hléið
varð að engu og hafði síðasti flokkur
langstökksins nýlokið sér af, er kúlu-
varpið hófst kl. 3,15. Örn lenti nú í fyrri
flokki af' tveimur og var auðsjáanlega
búinn að jafna sig nokkuð eftir lang-
stökksævintýrið. Köst hans voru öll gild
og mældust 12.87, 12,34 og 12,45 m.,
sem er mjög sæmilegt eftir atvikum.
T. d. vörpuðu aðeins 7 lengra en Örn,
en 27 styttra. Lengsta kastið átti Gier-
utto, Póllandi (sá sami og í kúluvarps-
keppninni) 14,53 m., en það styzta átti
Seger, 9,40 metra! Fyrir þetta afrek
hlaut Örn 703 stig og lækkaði þvi um
eitt sæti. Var það hinn 17 ára gamli
Bandaríkjamaður Mathias, sem komst
upp fyrir hann.
Röðin eftir 3 greinar:
1. Kistenmacher, Argentínu ....... 2381
2. Heinrich, Frakklandi .......... 2236
3. Simmons, USA .................. 2213
4. Mathias, USA................... 2208
5. Mondschein, USA ............... . 2204
6. Örn Clausen, Islandi........... 2203
Hástökk:
1 hástökkinu var keppendum skipt í
tvo flbkka og kepptu báðir samtímis,
sinn í hvorri gryfjunni. Hér virtist Örn
vera í essinu sínu og fór 1,65 og 1,70 í
fyrsta stökki. 1,75 í 2. og 1.80 i þriðja
stökki. Síðan reyndi hann 1,83 og var
nálægt þvi í fyrstu tilraun, en misheppn-
aðist svo. Vorum við mjög ánægðir með
árangur hans í þessari grein. Beztum
árangri náðu annars þeir Heinrich,
Tannander, Mathias, Simmons og Asc-
une, sem allir stukku 1,86 m. Lægst stökk
Egyptinn Mukhtar 1,50 m. Örn var 8.
í þessari grein fékk 786 stig og hélt sínu
6. sæti. Var röðin á Þeim efstu nú orð-
in þessi:
1. Heinrich, Frakkland ........... 3095
2. Simmons, USA .................. 3072
3. Mathías, USA .................. 3067
4. Kistenmacher, Argentínu .... 3052
5. Mondschein, USA .............. 3026
6. Örn Clausen, Islmd ........... 2989
lf00 metra hlaup:
Kl. 6 var loks komin röðin að fimmtu
og síðustu grein fyrri daginn, 400 metra
hlaupinu. Var keppnin þá búin að
standa yfir í hálfan áttunda tíma án
þess að nokkurt verulegt hlé hefði verið.
Munu margir keppenda hafa verið
orðnir all þjakaðir, ekki af áreynslunni
heldur frekar af þvi að hanga þarna
allan daginn, án þess að fá nokkuð al-
mennilegt að eta eða hvílast. Keppend-
um var skipt í 9 riðla og lenti Örn á
3. braut í 7. riðli. Með honum hlupu
Mathias á 1. br., Gierutto, 2. br. og
Dayer á 4. braut. Okkur til mikillar
undrunar fór Örn hægt af stað, enda
náði Mathias honum þegar í lok fyrri