Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 45 St. Moritz og skíðalandið ofan við bœinn. 57 metrar. Til samanburoar skal ég geta þess að samsvarandi hæSarmis- munur á stökkbrautinni við Kolviðar- hól er 47 metrar. Forbrekka stökkbraut- arinnar í St. Moritz er því aðeins 10 metrum hærri en á Kolviðarhóii, en brekkurótin í St. Moritz er miklu krapp- ari, svo að stökkbrautin þar leyfir 22 m. lengra stökk en á Kolviðarhóli og nýtist þá brekkan betur. Standi maður á brún stökkpallsins í St. Moritz, þá finnst manni alls ekki meira til um hæðina niður á flöt en af pallbrún- inni á Kolviðarhóli, þótt að öðru jöfnu sé það vitaskuld vandasamara að stökkva 70 metra en 50 metra. Atrenn- an er að nokkru leyti uppbyggð úr timbri, en það er ekki há bygging, vegna bratta fjallsins, og ólíkt meinlausari á- sýndum en t. d. atrennan í Holmen- kollen. Við þessa stökkbraut munu vera sæti fyrir um 5000 áhorfendur á trépöltum og er þeim öllum komið fyrir niðri á flötinni, sumpart beint framundan brautinni. Nýtur maður þess illa að horfa á skíðastökkin þaðan. Tiltölu- lega fáir áhorfendur geta horft á stökk- in frá hlið, því að þéttur barrskógur er á báða vegu við brautina og þurfti í upphafi að liöggva skóginn til þess að skapa stökkbrautinni tandrými. Yfirleitt er það svo við stórar stökk- brautir, að ])að cr, vegna lögunar braut- anna (tangskurðar) ekki mögulegt að koma fyrir áhorfendaplássi, þaðan sem hægt er að sjá nema nokkurn hluta af skíðastökkinu. Annars er lega stökkbrautarinnar í St. Moritz mjög fögur og skrifar Sig- mund Ruud það einhversstaðar að hún sé hin fegursta i Sviss. Minni stökk- braut er einnig í St. Moritz, en hún var ekki í stökkhæfu ástandi. En i öðru þorpi, Pontresina, þarna í nágrenninu, er stökkbraut af svipaðri stærð og Olympíustöklibrautin og var hún opin til æfinga meðan verið var að undir- búa Olympíubrautina til keppni. Það er góð stökkbraut og brött, þótt hvorki bunga hennar né atrenna sé upphækk- uð, heldur fylgir hún fjallshlíðinni. Það var nýjung fyrir mig að skoða þau mannvirki, sem gerð eru í St. Moritz fyrir hinar keppnisgreinarnar: sleða- og skautaíþróttirnar. Sleðaí- þróttin er allmjög frábrugðin því sem flest fólk hér hugsar sér liana. Að formi til.er hún svipuð svigi eða bruni, því að vandinn er fólginn í þvi að fara fyrirfram ákveðna braut á sem skemmstum tíma. Á brautinni eru svo tprfærur, sem myndast við það, að brautin er hlykkjótt og dáiítið mis- brött og velta úrslitin að miklu leyti á því, hve vel sleðamönnunum tekst að ná beygjunum og haida jafnvægi á fullum hraða. Sjáif sleðabrautin er mjög liröng (um 4 til 7 m.) og með lóð- réttum hliðarveggjum, þannig að þver- skurður hennar er líkastur bókstafnum U að lögun. í kröppum beygjum ekur ])á sleðinn hátt utan í veggjunum og sleðamennirnir eru þá láréttir. Slíkar sleðabrautir eru aigjörlega gerðar úr ís, annaðhvort með þvi að brautin er lögð tilbúnum og aðfluttum ísplötum eða með því að sprauta vatni á snjó. Sieðaíþróttin er þvi ísíþrótt en ekki snjó-íþrótt. Lengd sleðabrautarinnar i St. Moritz er 1600 m. og hæðarmismun- urinn um 120 m. svo að meðalhallinn er ekki sérlega mikill; hann er svipað- ur og á Bankastræti í Reykjavík. Sjálfir sleðarnir (bob) eru stórir og þungir gripir úr stáli og dúralúminíum, meiðarnir eru þunnir en brúnir þeirra afslappar. Framhluti meiðanna mynd- ar sérstaka hreyfanlega heild svo að \ hægt sé að stýra sleðanum. Sleðarnir eru ýmist fyrir tvo eða fjóra menn, sem sitja á sleðanum og halda sér fast og veitir ekki af, þvi að þegar sleðinn fer á fullri ferð hristist liann og nötrar, enda er þá mikill hávaði af. Aðeins einn sleði fær að fara brautina i einu. venjulegur rástími i St. Moritz er um ÍV2 minúta og meðalhraði 65 til 75 km. á klst., en mesti hraði á einstökum köflum brautarinnar verður þó nærri því 100 km. á klst. I St. Moritz er sérstök braut fyrir eins manns sleða (skeleton), gerð á svipaðan hátt og sú sem áður hefir verið lýst, en 1230 m. löng. Slíkar brautir eru óvíða til, svo að venjulega er ekki keppt á þeim sleðum á vetrar- íþróttamótum. Á þessum vetrar-olym- píuleikjum var þó keppt á eins-manns- sleðum og er það undantekning frá venjunni. Þeir sleðar eru litiir og lágir, um 1 m. á leng'd, en þó um 100 kg. á þyngd og maðurinn liggur á maganum á þeim, líkt og við gerðum í gamla daga. Hraðinn er ennþá meiri en á stóru sleðunum. Maður geiur brems- að með því að draga fæturna, tærnar á skónum eru því vopnaðar vænum stálgöddum. Sleðamennirnir bæði á stórum og iitlum sleðum eru nærri ferlegir á- sýndum, þegar þeir eru i öllum her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.