Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 53
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
45
St. Moritz og skíðalandið ofan við bœinn.
57 metrar. Til samanburoar skal ég
geta þess að samsvarandi hæSarmis-
munur á stökkbrautinni við Kolviðar-
hól er 47 metrar. Forbrekka stökkbraut-
arinnar í St. Moritz er því aðeins 10
metrum hærri en á Kolviðarhóii, en
brekkurótin í St. Moritz er miklu krapp-
ari, svo að stökkbrautin þar leyfir 22
m. lengra stökk en á Kolviðarhóli og
nýtist þá brekkan betur. Standi maður
á brún stökkpallsins í St. Moritz, þá
finnst manni alls ekki meira til um
hæðina niður á flöt en af pallbrún-
inni á Kolviðarhóli, þótt að öðru jöfnu
sé það vitaskuld vandasamara að
stökkva 70 metra en 50 metra. Atrenn-
an er að nokkru leyti uppbyggð úr
timbri, en það er ekki há bygging, vegna
bratta fjallsins, og ólíkt meinlausari á-
sýndum en t. d. atrennan í Holmen-
kollen.
Við þessa stökkbraut munu vera sæti
fyrir um 5000 áhorfendur á trépöltum
og er þeim öllum komið fyrir niðri á
flötinni, sumpart beint framundan
brautinni. Nýtur maður þess illa að
horfa á skíðastökkin þaðan. Tiltölu-
lega fáir áhorfendur geta horft á stökk-
in frá hlið, því að þéttur barrskógur
er á báða vegu við brautina og þurfti
í upphafi að liöggva skóginn til þess að
skapa stökkbrautinni tandrými.
Yfirleitt er það svo við stórar stökk-
brautir, að ])að cr, vegna lögunar braut-
anna (tangskurðar) ekki mögulegt að
koma fyrir áhorfendaplássi, þaðan sem
hægt er að sjá nema nokkurn hluta af
skíðastökkinu.
Annars er lega stökkbrautarinnar í
St. Moritz mjög fögur og skrifar Sig-
mund Ruud það einhversstaðar að hún
sé hin fegursta i Sviss. Minni stökk-
braut er einnig í St. Moritz, en hún
var ekki í stökkhæfu ástandi. En i öðru
þorpi, Pontresina, þarna í nágrenninu,
er stökkbraut af svipaðri stærð og
Olympíustöklibrautin og var hún opin
til æfinga meðan verið var að undir-
búa Olympíubrautina til keppni. Það
er góð stökkbraut og brött, þótt hvorki
bunga hennar né atrenna sé upphækk-
uð, heldur fylgir hún fjallshlíðinni.
Það var nýjung fyrir mig að skoða
þau mannvirki, sem gerð eru í St.
Moritz fyrir hinar keppnisgreinarnar:
sleða- og skautaíþróttirnar. Sleðaí-
þróttin er allmjög frábrugðin því sem
flest fólk hér hugsar sér liana. Að
formi til.er hún svipuð svigi eða bruni,
því að vandinn er fólginn í þvi að
fara fyrirfram ákveðna braut á sem
skemmstum tíma. Á brautinni eru svo
tprfærur, sem myndast við það, að
brautin er hlykkjótt og dáiítið mis-
brött og velta úrslitin að miklu leyti
á því, hve vel sleðamönnunum tekst
að ná beygjunum og haida jafnvægi
á fullum hraða. Sjáif sleðabrautin er
mjög liröng (um 4 til 7 m.) og með lóð-
réttum hliðarveggjum, þannig að þver-
skurður hennar er líkastur bókstafnum
U að lögun. í kröppum beygjum ekur
])á sleðinn hátt utan í veggjunum og
sleðamennirnir eru þá láréttir. Slíkar
sleðabrautir eru aigjörlega gerðar úr
ís, annaðhvort með þvi að brautin er
lögð tilbúnum og aðfluttum ísplötum
eða með því að sprauta vatni á snjó.
Sieðaíþróttin er þvi ísíþrótt en ekki
snjó-íþrótt. Lengd sleðabrautarinnar i
St. Moritz er 1600 m. og hæðarmismun-
urinn um 120 m. svo að meðalhallinn
er ekki sérlega mikill; hann er svipað-
ur og á Bankastræti í Reykjavík.
Sjálfir sleðarnir (bob) eru stórir og
þungir gripir úr stáli og dúralúminíum,
meiðarnir eru þunnir en brúnir þeirra
afslappar. Framhluti meiðanna mynd-
ar sérstaka hreyfanlega heild svo að
\
hægt sé að stýra sleðanum. Sleðarnir
eru ýmist fyrir tvo eða fjóra menn, sem
sitja á sleðanum og halda sér fast og
veitir ekki af, þvi að þegar sleðinn fer
á fullri ferð hristist liann og nötrar,
enda er þá mikill hávaði af. Aðeins
einn sleði fær að fara brautina i einu.
venjulegur rástími i St. Moritz er um
ÍV2 minúta og meðalhraði 65 til 75 km.
á klst., en mesti hraði á einstökum
köflum brautarinnar verður þó nærri
því 100 km. á klst.
I St. Moritz er sérstök braut fyrir
eins manns sleða (skeleton), gerð á
svipaðan hátt og sú sem áður hefir
verið lýst, en 1230 m. löng. Slíkar
brautir eru óvíða til, svo að venjulega
er ekki keppt á þeim sleðum á vetrar-
íþróttamótum. Á þessum vetrar-olym-
píuleikjum var þó keppt á eins-manns-
sleðum og er það undantekning frá
venjunni. Þeir sleðar eru litiir og lágir,
um 1 m. á leng'd, en þó um 100 kg. á
þyngd og maðurinn liggur á maganum
á þeim, líkt og við gerðum í gamla
daga. Hraðinn er ennþá meiri en á
stóru sleðunum. Maður geiur brems-
að með því að draga fæturna, tærnar
á skónum eru því vopnaðar vænum
stálgöddum.
Sleðamennirnir bæði á stórum og
iitlum sleðum eru nærri ferlegir á-
sýndum, þegar þeir eru i öllum her-