Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 13 200 m. bringusund (úrslit). Frá v.: Cerer, Davis, Jordan, Carter, Verdeur (á 5. braut), Kandil, Sohl og Bonte. skotið. Leit jafnvel út fyrir að Cowell myndi hafa það, en Stack snart enda markið sjónarmun á undan og virtist alls ekki hafa gert sér ljóst hve litlu það munaði. Evrópumeistarinn Vallery varð að láta sér nægja 3. sætið, en næstu 5 voru svo jafnir að erfitt reyndist að skera úr um röð og tíma. 200 METRA BRINGUSUND: Heimsmet: 2:30,0 mín. J. Verdeur, US ’Jf8 Olympsmet: 2:^2,5 mín. T. Hamuro, Jap. 1. Joseph Verdeur, Bandaríkj. . . 2:39,3 2. Keith Carter, Bandaríkj......2:40,2 3. Robert Sohl, Bandaríkjunum 2:43,9 4. John Davies, Ástralíu .......* 2:43,9 5. Tone Cerer, Júgóslavíu ...... 2:46,1 6. Willy Jordan, Brazilíu....... 2:46,4 7. Ahmed Kandil, Egyptalandi . . 2:47,5 8. Bob Bonte, Hollandi.......... 2:47,6 Að kvöldi 5. ágúst, voru 3 íslendingar mættir til keppni í 200 metra bringu- sundi karla, þeirri sundgrein, sem við landarnir höfðum gert oss einna mestar vonir um. Sigurður KR-ingur var fyrst- ur fram á vígvöllinn. Hann hafði dregið 5. braut í 2. riðli og átti í höggi við sjálf- an heimsmethafann, Verdeur auk fleiri sundgarpa. Viðbragðið heppnaðist vel, Þ. e. a. s. maður sá Sigurð fljúga ofan í vatnið samferða hinum, en síðan bólaði ekkert á honum fyrr en eftir 25 metra að hann skaut upp kollinum, og var þá í 3ja sæti, Verdeur og Bonte á undan. Þegar sundið var hálfnað var Verdeur langt á undan (tími 1:13,0), enda fer hann venjulega mjög hratt af stað og heldur ekki sama hraða síðari hluta sundsins. Bonte, sem var sá eini auk Sigurðar, er synti venjulegt bringusund var öruggur i öðru sæti, 8-9 metrum á eftir, en álíka langt þar á eftir komu þeir Perez, Argentínu, Widmar, Sviss, Davies, Bretlandi og Sigurður, sem næst samhliða og börðust um þriðja sætið. Perez hreppti það, en Sigurði tókst að hrissta hina alla af sér og koma í mark sem 4. maður af 8. Úrslit: 1. Verdeur, *Tímaverðir fengu 2:43,7 og var sá tími tilkynntur á leikunum. En þar sem heilbrigð skynsémi segir manni, að sá, sem sé 4. að marki geti ekki fengið betri tíma en næsti maður á undan,hefi ég breytt tímanum sem því nemur. USA, 2:40,0 (nýtt Olympsmet), 2. Bonte, Hollandi, 2:48,7, 3. Perez, Argentínu, 2:55,0. 4. Siguröur Jónsson, (KR) íslandi, 2:56,4 mín. 5. Widmer, Sviss 2:56,7. 6. Davies, Bretlandi 2:56,6! 8. Salmon, Kanada 3:01,5 min. Þetta var bezta stað- setning íslendinga til þessa og þó var Sigurður um 2,4 sek. lengur en í Mon- acco í fyrra í jafnlangri laug. Annars samsvarar bezti tími hans hér heima, 2:46,9 mín. um það bil 2:51,0 mín. í 50 m. laug. Af 33 keppendum syntu 19 á betri tíma en Sigurður. 1 3. riðli var Atli Steinarsson meðal hinna 8 keppenda og synti á 1. braut. Þetta var frekar léttur riðill þ. e. a. s. fyrstu 3 menn skáru sig úr, en svo var langt bil í 4 næstu og enn Iengra í síð- asta mann, en hann var líka frá Pakist- an! Brazilíumaðurinn Jordan vann á mjög sæmilegum tíma, 2:46,4, með Ung- verjann Nemeth skammt á eftir. Evrópu- Siguröur Jónsson, K. R. meistarinn Roy Romain, Bretlandi varð að láta sér lynda þriðja sætið og urðu það mörgum vonbrigði. Atli hafði vitan- lega lítið að gera á móti þeim fyrstu, en honum tókst að halda sér í námunda við 5. og 6. mann og synti liðlega eins og hans er vani. Kom hann i mark sem 6. maður á tímanum 3:02,3. Úrslit: 1. Jordan, Brazilíu 2:46,4 mín. 2. Nemeth, Ungverjal. 2:48,2. 3. Romain, Bretlandi 2:49,4. 4. Kunz, Sviss 2:57,6. 5. Aprosio, Argentínu 3:00,6, 6. Atli Steinarsson, Is- landi 3:02,3. 7. Cohen, S-Afriku, 3:03,3 8. Shah, Pakistan 3:28,1 min. Persónu- legt met Atla er 2:53.5 mín. sett í 25 m. laug, en það samsvarar ca. 2:57,5 í 50 m. laug. Hefir Atli því raunverulega verið 4,8 sek. fyrir neðan sitt bezta. Hann var 29. í röðinni af 32 keppend- um. Nú var aðeins ein von eftir, sem sé Sigurður Þingeyingur, en hann synti í 5. og síðasta riðli. Þarna stóð hann kald- ur og rólegur í miðjum hópnum og voru flestir höfði lægri en hann. Aðeins 2 af keppinautum hans voru að mínu áliti betri en Sigurður, þeir Kandil og Cerer, svo að þriðja sætið var alls ekki ómögu- legt, en nú reið skotið af og batt endi á frekari bollaleggingar. Cerer tók brátt forustuna með Kandil í kjölfarinu en síðan komu þeir Sigurður og Hallet, Ástralíu fast á eftir. Þegar sundið var hálfnað var röðin óbreytt að öðru leyti en því að Lusien, Frakklandi var kom- inn í 3ja sætið rétt á undan Sigurði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.