Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 86

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 86
76 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Orðið er lamst YFIRLÝSING. Blaðinu hefir borizt eftirfarandi bréf: Vinsamlegast birtið fyrir oss eftirfar- andi yfirlýsingu, vegna útgáfu lands- dómaraskírteina ISÍ. „Að gefnu tilefni skal það tekið fram að liér á landi eru engir landsdómarar í frjálsum íþróttum löglegir, nema stjórn Frjálsíþróttasambands fslands (FRl) hafi staðfest þá.“ Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands Þar eð þessi yfirlýsing mun sennilega koma sumum af lesendum blaðsins ó- kunnuglega fyrir sjónir, þykir eftir at- vikum rétt að fylgja henni úr hlaði með nokkrum orðum. Lesendur Iþróttablaðsins hafa ef til vill veitt því eftirtekt, að blaðið hefir enn ekki minnst neitt sérstaklega á mál það„ sem hefir orsakað þessa yfirlýsingu. Ástæðan fyrir því er þessi: I 1. til 3. tbl. þessa árgangs átti upp- haflega að birtast grein um þetta svo- kallaða dómaramál, sem þá hafði mikið verið rætt í blöðum og á aðalfundum félaga og ráða. Fannst ritstjóra þessa blaðs skylt að minnast á málið, enda gat það haft mikil áhrif á framkvæmd íþróttamóta almennt í landinu. Fyrir þrábeiðni blaðstjórnar frestaði ég birtingu greinarinnar. Taldi form. blaðstjórnar (sem einnig er forseti ISl) að mál þetta væri þegar útrætt, og því óheppilegt fyrir stjórn ISl (sem væri að- alhluthafi blaðsins) að það yrði ýft upp í Iþróttablaðinu. Skömmu síðar sagði svo ársþing Isl álit sitt á þessu máli og þar sem það álit var mjög i sama anda og umrædd grein, taldi ég eftir ástæðum ónauðsynlegt að birta hana. Nú hafa aðstæður skyndilega breytzt mörgum á óvart, því sjálf stjórn Isl hefir fundið hjá sér ástæðu til að ýfa málið upp að nýju — með því að senda mér og 36 öðrum skírteini um þessa árs- gamla dómaraprófsstaðfestingu ISÍ, sem því miður var ólögleg — og hefði — þótt lögleg hefði verið — gengið úr gildi um áramótin 1947 - ’48. Mun þessi síðasta framkoma stjórnar ISl vera tilefni þeirrar yfirlýsingar, sem stjórn FRl hefir sent blaðinu og birtist hér að framan. Af framangreindum ástæðum tel ég að ekki verði hjá því komist að birta hér áðurnefnda grein fyrst forseti ÍSl (form. blaðstjórnar) og stjórn Isl í heild hafa enn á ný gefið tilefni til umræðna um þetta óvenjulega mál. Verð ég þá jafn- framt við ósk þeirra mörgu, sem hafa skrifað og spurzt fyrir um efni grein- arinnar. — — En hinsvegar er það skoðun ritstjórans að hér hafi verið um óþörf og óheppileg mistök að ræða hjá stjórn ÍSl — sem bezt má sjá á því að fáir hafa mælt þessu verki bót, en marg- ir í mót. En eins og stjórn Isl tók rétti- lega fram i blaðagrein um þetta mál s.l. vor, þá getur henni skjátlast sem öðrum, þótt nú hafi því miður komið í ljós, að hún eigi líka erfitt með að viðurkenna að henni hafi skjátlazt. Um siðustu áramót (1947-1948) gerð- ust þeir fáheyrðu atburðir að stjórn ISl staðfesti óumbeðið og upp á eigin spýtur fjölda manna sem landsdómara í frjáls- íþróttum, glímu og sundi. Kom þetta flest um ábyrgum aðilum mjög á óvart, fyrst og fremst vegna hinnar óformlegu að- ferðar, sem stjórnin hafði haft við stað- festinguna. Var staðfesting frjálsíþróttadómar- anna strax leiðrétt af viðkomandi dóm- ararfélagi, sem sýndi fram á með rökum að hún samrýmdist ekki þeim lögum og reglum, sem giltu um þessi mál — auk þess sem dómararnir hefðu verið valdir af miklu handahófi. Svipaða afstöðu tók Frjálsíþróttasamband Islands (FRl) bréflega en FRÍ hafði ekkert verið látið vita um þetta frekar en dómarafél. og 1- þróttaráðið. Kvaðst FRl mundu halda sig við gildandi reglur þrátt fyrir þessa staðfestingu ISl, en FRÍ er sem kunnugt er, æðsti aðili frjálsra íþrótta á Islandi. Er því ljóst að þessi fljótfærnislega stað- festing á frjálsiþróttadómurum kemur aldrei til framkvæmda og er væntan- lega úr sögunni. 1 glímu var nokkuð öðru máli að gegna, því þar var hvorki um dómara- félag né sérsamband að ræða, heldur aðeins glímuráð. Samkvæmt öruggum heimildum mun þó ekki hafa verið leitað álits (né farið eftir ráðum) þessa eina glímuráðs í landinu — og afleiðingin því miður orðið sú, að val dómaranna var einnig all handahófslegt, mörgum ágætum glímudómurum, gleymt (eða sleppt) meðan aðrir voru valdir, sem löngu eru hættir störfum (og kæra sig væntanlega lítt um þessa landsdómara- nafnbót). Um sunddómararna er svipað að segja, nema hvað þar voru til reglur (eins og í frjálsum íþróttum) um löggildingu dóm- ara. Verður ekki annað séð en að stað- festing ISl brjóti einmitt í bága við þessar reglur. Þá er val dómaranna og nokkuð hæpið t. d. eru margir teknir, sem ýmist eru hættir dómarastörfum eða lítt reyndir, meðan öðrum er gleymt sem bæði hafa próf og reynslu. Fram að þessu hafði stjórn Isl látið sérfræðingana um þessi sérgreinarmál og auk þess staðfest þá verkaskiptingu með lögum og reglugerðum. Hefir það gefið góða raun, enda í fullu samræmi við það sem tiðkast erlendis. Nú munu þessvegna margir spyrja, hvað hafi rek- að stjórn ISl til að ganga í fyrsta sinn fram hjá réttum aðilum og brjóta við það bæði reglur og venjur. Mun erfitt að gefa sannfærandi svar við þessari spurningu, enda hafa afleiðingar þessa verks haft mjög neikvæð áhrif á álit stjórnar ISl. Er það skoðun flestra, að Isl, sem á lögum samkvæmt að gefa út leikreglur, ætti sízt allra að verða til þess að brjóta settar reglur — eða rýra virðingu íþróttamanna fyrir kunn- áttu og réttindum dómara. Hér verða ekki taldir upp þeir mörgu aðilar, sem mótmælt hafa þessu verki ISÍ-stjórnarinnar, ýmist í blöðum eða á aðalfundum félaga og íþróttaráða, en hafi stjórn ISl I fyrstu álitið sig vera að gera gagn með þessum ráðstöfunum, hlýtur hún að hafa sannfærzt um hið gagnstæða. Gefa hinar sífelldu leiðrétt- ingar og viðbætur hennar við glímu- og sunddómarana það til kynna, að hún sé þegar farin að viðurkenna (í verki) fljót- færni sína í þessu máli. Er það vel, því íþróttamenn munu vissulega meta meira þá stjórn, sem viðurkennir yfirsjónir sínar en hina, sem telur sig hafna upp yfir alla gagnrýni. J. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.