Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
17
með beztu tímana komust i undanúrslit-
in. Hefði verið mun einfaldara og sann-
gjarnara, að láta 2 fyrstu auk 2ja með
beztu tímana fara beint í úrslitin sam-
anber aðra tilhögun keppninnar.
Daginn eftir, 6. ágúst, fóru svo Þessi
óþarfa undanúrslit, (semifinal) fram.
Harup vann fyrri riðilinn á nýju Olym-
píumeti, 5:25,7, en Caroen, sem varð 2.
synti einnig undir fyrra metinu, 5:26,1.
3. varð Tavares á 5:31,1 og 4. Lees á
5:31,9 mín. 1 síðari riðlinum bar Curtis
sigur úr bítum á sama tíma og gamla
Olympíumetið, 5:26,4. Landi hennar Hels-
er var 2. á 5:28,1 og Carstensen þriðja
á 5:29,5 og loks varð Cathie Gibson 4.
á 5:31,0 og komst Því einnig í úrslitin
vegna tímans. þótt varla hefði mátt tæp-
ara standa. En auðséð var að hún átti
meira til, svo sem komið hafði fram í
undanrásunum. Úrslitin fóru fram kl.
2% e. h. síðasta dag leikanna, 7. ágúst,
í geislaflóði ágústsólarinnar, sem skein
án afláts gegnum glerþak Wembley-
hallarinnar. Viðbragðið heppnaðist yfir-
leitt vel og eftir 50 metra voru allar mjög
jafnar, Tavares þó ívið á undan hinum.
Við 100 m. markið var Tavares enn fyrst,
Harup rétt á eftir, þá Curtis, Carsten-
sen, Caroen, Lees, Helser og Gibson. Við
næsta snúning (150 m.) hafði Curtis tek-
ið forustuna af Tavares, sem lét þær
Harup um að leiða sundið. Nú fór Harup
að setja upp hraðann og var samhliða
Curtis þegar sundið var hálfnað, og hefir
Ann Curtis og Karen M. Harup aö
loknu lf00 m. sundinu.
ef til vill ætlað að reyna að sprengja
Curtis. En þetta reyndist hinni stílhreinu
og glæsilegu dönsku sundkonu ofraun,
sem ekki var að undra Þar sem þetta
var ellefta keppni hennar í sömu vik-
unni! Við 250 m. markið hélt hún þó
enn i við Curtis, en þegar sú siðarnefnda
sneri við eftir 300 metra, hafði Harup
dregist ögn aftur úr. Caroen var nú
kominn í 3ja sætið og Tavares í fjórða.
Brezka stúlkan Gibson, sem lengst af
hafði verið með Þeim öftustu, var nú
kominn í 5. sæti og byrjuð að draga á
forustuna. Við síðasta snúninginn, 350 m.
var útséð hvernig fara myndi, því Curtis
var orðin langt á undan og þaut áfram
með skriðdrjúgum löngum tökum. At-
hygli áhorfenda fór því að beinast að
þeirri brezku, sem nú var kominn í 4.
sæti og vann stöðugt á. 25 metra frá
marki fór hún fram úr Caroen og var al-
veg að ná hinni dauðþreyttu Harup,
þegar markið birtist. Curtis hafði sigrað
með yfirburðum og bætt Olympíumetið
um hvorki meira né minna en 8% sek.
Næstu 4 voru auk þess allar undir gamla
metinu og var þetta því sérlega jafnt
og gott sund þrátt fyrir fjarveru Gretu
Andersen. Curtis hefir áður synt þessa
vegalengd á 5:07,5 Harup á 5:13,0 og
Gibson á 5:14,0, en þeim tímum mun
öllum vera náð í 25 m. laug. Þetta voru
einu verðlaunin, sem Bretar fengu í sund-
keppninni.
100 METRA BAKSUND:
Heimsmet; 1:10,9 C. Kint. Hollandi 1939
Olympsmet: 1:16,6 N. Senff, Hollandi ’39
1. Karen M. Harup, Danmörku 1:14,4
2. Sue W. Zimmerman, USA .. 1:16 0
4. Eva Novak, Ungverjalandi . . 1:18,4
5. Van der Horst, Hollandi .... 1:18,8
6. Van Ekris, Hollandi ......... 1:18,9
7. Muriel Mellon, USA .......... 1:19,0
8. M. Galliard, Holiandi ....... 1:19,1
Hér voru keppendur 24 og syntu í 4
riðlum. Fóru Þrjár fyrstu í undanúrslit
auk þeirra fjögurra, sem beztan tíma
höfðu. Undanrásirnar hófust 3. ágúst og
var þeirra beðið með óþreyju af okkur
löndunum Því íslenzk stúlka, Kolbrún
Ólafsdóttir, var meðal keppenda í 1. riðli
Okkur til mikillar ánægju náði hún góðu
viðbragði og synti prýðilega fyrstu 50
Ann Curtis, USA, Olympíumeistari í
lf00 m. skriðsundi.
metrana. Snúningurinn tókst einnig vel,
en því miður var hún svo óheppin að taka
skakka stefnu og lenda í öðrum braut-
arkaðlinum. Hún synti á yztu (7) braut.
Og þótt hún væri fljót að átta sig tafði
þetta hana um nokkrar dýrmætar sek.
Hollenska stúlkan Van der Horst varð
fyrst að marki, aðeins sjónarmun á
undan tveim næstu. Þá kom hin laglega
sænska stúlka Fredin, 2 metrum á eftir
og loks Kolbrún um 4 metrum þar á
eftir. tJrslit: 1. Van der Horst, 1:18,7;
2. Lane, 1:18,8; 3. Berlioux, 1:18,8; 4.
I. Fredin, 1:21,2; 5. Kolbrún Ölafsdóttir
Islandi 1:25,6 mín. — Þrátt fyrir óhapp-
ið var árangur Kolbrúnar all góður
og sá bezti, sem ísl. stúlkurnar náðu.
Samsvarar þessi tími hennar um það bil
1:23,5 mín. í 25 metra laug, en þar er
met hennar 1:22,0 svo hún hefir verið
mjög nálægt því að ná sínum bezta á-
rangri. Annars voru keppendur óvenju
jafngóðir í þessu sundi og voru 20 af 24
með betri tíma en Kolbrún þar af flestar
með lakari tíma en 1:20,0 mín. Góðkunn-
ingi okkar frá landskeppninni við Norð-
menn, Bea Ballintijn, varð einnig 5. i
sínum riðli á 1:22,1 eða 1/10 úr sek. lak-
ari tíma en ísl. met Kolbrúnar. Hefir
hún þó synt bezt á 1:20,6 heima í Noregi.
Þess má geta að Fredin, sem varð næst
á undan Kolbrúnu slapp inn í undanúr-