Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 43
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
33
Frá v. aftari röö: Ölafur Hannesson (KR), Einar Halldórsson (Val), Sig. Ölafsson (Váli,
Ríkharður Jónsson (Frarn), Sveinn Helgason (Vál), Ellert Sölvason (Vál) Fremri röö:
Scem. Gíslason (Fram), Karl Guömundsson (Fram), Herm. Hermannsson (Vál), Haf-
steinn GuÖmundsson (Vál) og Gunnlaugur Lárusson (Víking).
• FYRSTI MILLIRÍKJASIGUR ÍSLENDINGA í KNATTSPYRNU •
. .Þa5 er óhætt að segja, að hugur liafi
ekki fylgt máli þeg'ar menn ræddu
um væntanlegan landsleik íslendinga
við Finna. Hinir bjartsýnustu knatt-
spyrnumenn og knattspyrnuleiðtogar
þóttust þó hvergi smeykir, enda urðu
einhverjir að taka að sér að halda
uppi áróðri fyrir knattspyrnuna, þar
eð megin þorri fólks, og þar á meðal
margir af eldheitum stuðningsmönn-
um knattspyrnunnar, forðuðust að
fara á knattspyrnuvöllinn og jafnvel
að tala um knattspyrnu. Sannleikurinn
var nefnilega sá að á tveim s.l. árum
hafði álit manna á ísl. knattspyrnu
breytzt svo mjög að stór hópur manna,
er höfðu talið knattspyrnuna á mjög
háu stigi 1944 og 1945 töldu knatt-
spyrnuna í ár á svo lágu stigi að ekki
væri fært að efna til milliríkjakeppni.
jafnvel þótt ekki væri við sterkari
aðila að etja en Finna, sem vitað var
að stóðu lægst Norðurlandanna knatt-
spyrnulega. — Þótt hinir gallhörð-
ustu knattspyrnumenn og unnendur
«---------- Eftir--------------
Árna Águstsson
þessa lands gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð til þess að hafa bætandi
áhrif á þetta miður breytta hugarfar
manna, virtist það vera eins og að
kasta olíu á eld, enda voru aðilar eins
og blöð og útvarp, algerlega á bandi
hinna tortryggnu, og blöðin beinlínis
kepptust við að túlka og þvínga þeirri
skoðun inn lijá almenningi að knatt-
spyrnan í ár væri um 10 árum á eftir
timanum.
Af framansögðu mátti sjá að það var
ekki uppörvandi fyrir KSÍ að ráðast
í þessa landskeppni, þar eð hugur al-
mennings var yfirleitt neikvæður. —
Knattspyrnusambandið réðist samt í
að gera samninga við Finna um lánds-
leik í knattspyrnu og er samkomulagi
var náð, var skipúð landsliðsnefnd til
þess að hafa á hendi val og sjá um
æfingar landsliðsins. Eðlilega hafði á-
lit manna verið misjafnt um skipun
landsliðsnefndar og val og æfingar
landsliðsins. Megin þorri manna hafði
álitið að heppilegasta leiðin til árang-
ursríkra æfinga væri sú að landsliðið
væri valið fyrir áramót ár hvert og æft
að minnsta kosti tvisvar í viku fram