Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 87
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ
77
VÖGGUGJÖF ISl TIL FRl.
S. G. skriíar á þessa leið út af hinni
margumtöluðu landsdómarastaðfestingu
ISl í frjálsum iþróttum:
Af frjáisíþróttadómaralista stjórnar
ISl finnst mér augljóst, að stjórnar-
mennirnir eða þeir, sem standa aðallega
að þessu verki, gera sér enga grein fyrir
því hvaða störf landsdómari á að geta
leyst af hendi, sem ekki er að undra
þar sem þeirra starfa er getið í reglu-
gerð þeirri, sem dómarastaðfestingin er
brot á. Sem dæmi þá hugsa ég mér
væntanlega landskeppni Norðmanna og
Islendinga með NN (einn af þeim, er
ISl staðfesti án prófs og réttinda), sem
stökkstjóra og ennfremur að nokkrir
keppenda hafi stokkið jafnhátt að keppni
lokinni. Slík hugsun verður aldrei hugs-
uð til enda.
Að vísu efast ég ekki um að margir
þeirra, sem eru á listanum séu dugandi
íþróttaleiðtogar, en eiga landsdómara-
réttindi að vera einskonar verðlaun fyrir
góð störf í þágu iþróttamála yfirleitt?
Margir þessara manna mundu t. d. gera
mun meira ógagn en gagn sem landsdóm-
arar og þó er ég viss um að það er ekki
vilji flestra þeirra.
Burt séð frá þessu vaknar sú spurn-
ing hvað stjórn Isl hafi eiginlega að gera
við það að staðfesta, óumbeðið og án
samstarfs við rétta aðila, fjölda manna,
sem landsdómara, rétt um þær mundir
sem hún er að afhenda öll sérgreinarmál
frjálsiþrótta í hendur FRl. Vafalaust er
er þar ekki annað á bak við en þessi
gamli draugur, sem hún hefir svo lengi
átt í brösum við, sem sé ráðrikin. Hún
hefir haldið að verið væri að plata sig,
hún væri að missa tökin og því væri
um að gera að vinna eitthvert þarft verk
áður. Verk sem lengi mundi verða mun-
að eftir, síðasta verki stjórnar ISl fyrir
frjálsar íþróttir á Islandi.
Eg tala nú ekki um öll laga- og reglu-
gerðabrot þau, sem eru öllu þessu brölti
samfara, en mikið skal til mikils vinna,
og tilgangurinn á víst að helga meðalið,
þegar annað gerir það ekki.
1 apríl 191/8.
S. G.
í spéspegli
Öskar Jónsson, methafi í 800 — 3000 m.
Hermann Stefánsson íþróttakennari.
EFTIR JÓHANN BERNHARD
Guöm. GuÖmundsson glímukappi fslands
Guöjón Einarsson, milliríkjadómari.