Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 65

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 65
IÞRÓTTABLAÐIÐ 55 r r r Arsþing Iþróttasambands Islands Ársþing ÍSl var haldið að Þingvöllum þann 12 júlí. Þegar forsetinn Benendikt G. Waage hafði sett þingið minntist hann þriggja látinna íþróttaleiðtoga, þeirra Steinþórs Sigurðssonar, Gests Andréssonar og Friðþjófs Daníelssonar og bað fundarmenn að votta hinum látnu virðingu með því að rísa úr sætum. Forseti þingsins var kosinn Guðjón Einarsson en Jens Guðbjörnsson vara- forseti. Ritarar voru kjörnir Kjartan Bergmann og Ármann Halldórsson. Forseti sambandsins las skýrslu stjórn- arinnar og skýrði hana en gjaldkeri reikninga. Allmiklar umræður urðu um skýrsluna og reikningana. Við stjórnarkjör var Ben. G. Waage endurkjörinn forseti ÍSl í 23. sinn. Vara- forseti var endurkosinn Þorgeir Svein- bjarnarson, og einnig voru endurkosnir fráfarandi meðstjórnendur, þeir Frímann Helgason og Kristján L. Gestsson. Fyrir er í stjórninni Erlingur Pálsson. 1 vara- stjórn voru kosnir Þorgils Guðmundsson og Guðjón Einarsson. Þórarinn Sveinsson, Eiðum var kosinn meðstjórnandi fyrir Austfirðingafjórð- ung, en Jóhannes Stefánsson, Neskaup- stað til vara. Sigurður Greipsson frá Haukadal, var kosinn meðstjórnandi fyr- ir Sunnlendingafjórðung, en Þórður Loftsson til vara. Fyrir I stjórninni frá landsfjórðungunum eru: Hermann Stef- ánsson, Akureyri fyrir Norðlingafjórð- ung og Þorgeir Ibsen, Stykkishólmi, fyr- ir Vestfirðingafjórðung. Endurskoðendur voru kosnir Sigurgísli Guðnason og Er- lendur Pétursson. 1 íþróttadómstól ISl voru eftirtaldir 9 menn kosnir til þriggja ára, auk fimm varamanna: Eiríkur Magnússon, Brynj- ólfur Ingólfsson, Baldur Möller, Brand- ur Brynjólfsson, Einar B. Pálsson, Kon- ráð Gíslason, Baldur Steingrímsson, Jón J. Kaldal, Guðjón Einarsson. Þessir voru kjörnir sem varamenn: Þórður Guð- mundsson, Sigurður S. Ólafsson, Sigur- jón Péturssón, Guðmundur Halldórsson og Baldur Kristjónsson. 1 íþróttasambandi Islands eru nú alls 21 héraðssamband og 4 sérsambönd. Sambandsfélögin eru 231 að tölu með um 23080 félagsmönnum. Þingið sátu fulltrúar frá 14 héraðs- samböndum og þremur sérsamböndum og fóru alls með 59 atkvæði. Benedikt G. Waage forseti 1. S. 1. HELSTU SAMÞYKKTIR ÞINGSINS: — Ársþing ISl haldið á Þingvöllum 1948 skorar á Þingvallanefnd að láta slétta vellina neðan Fögrubrekku, sem allra fyrst, svo að lögleg leikmót geti farið þar fram og helzt eigi síðar en 1950, vegna allsherjaríþróttamóts, sem þá er fyrirhugað þar. Ársþing ISl 1948 skorar á Bæjarstjórn Reykjavíkur að flýta sem mest má vera byggingu fyrirhugaðra íþróttamann- virkja í Laugardalnum. Ársþing ISl haldið á Þingvöllum 1948 skorar á ritstjórnir íþróttablaða og aðra þá, sem um íþróttir rita, að vanda sem bezt rithátt sinn, og forðast erlend orð og orðatiltæki. Ársþing ISl haldið á Þingvöllum 1948 felur stjórn Isl að skipa minst 7 manna milliþinganefnd til athugunar á afstöðu sérsambandanna til Isl og samræmingar á lögum sambandsins með tilliti til þeirra. Ljúki hún störfum svo snemma, að til- lögur hennar nái afgreiðslu á næsta árs- þingi ÍSl. Ársþing ÍSl haldið á Þingvöllum 1948 ítrekar áskorun sína um að næsta reglu- legt alþingi samþykki frumvarp Her- manns Guðmundssonar um slysatrygg- ingar íþróttamanna. TILLÖGUR, SEM VlSAÐ VAR TIL STJÓRNAR ISl: Þingið kjósi 5 manna nefnd til þess að vinna að því í samráði við stjórn ÍSl að Iþróttasamband Islands fái aðstöðu /il kvikmyndahúsrekstur til ágóða fyrir 'itarfsemi sambandsins. Þessir menn voru kjörnir í nefndina: Stefán G. Björnsson, Halldór Kristjánsson, Sigurjón Péturs- son (Ræsir), Guðmundur Sveinbjarnar- son og Gísli Halldórsson (arkitekt). Þingið felur stjórninni að halda vak- andi merkjasölumáli Isl samkvæmt sam- þykkt síðasta ársþings til fjáröflunar fyrir stárfsemi þess. Þingið felur stjórn Isl að sjá um út- vegun verðlaunapeninga og verðlauna- gripa fyrir íþróttafélög og félagasamtök innan sambandsins, eða gangast fyrir því að verðlaunapeningar og gripir verði fyrirliggjandi hjá ákveðnum aðila og fáist þar með sem hagkvæmustum kjör- um. Ennfremur taki stjórnin verðlauna- málið til gagngerðrar athugunar með til- liti til þess að draga úr kostnaði við verðlaunaveitingar og leita eftir nýrri gerð verðaunagripa. Ársþing ISl 1948 skorar á stjórn ISl að taka eftirfarandi tillögur til athug- unar við úthlutun styrkja vegna íþrótta- kennslu. 1. Til umferðar-íþróttakennslu 50-75% af launum og ferðakostnaði inn á viðkomandi svæði. 2. Deilda-sérkennarar (sérsambands- kennarar) 50-75%, viðkomandi fé- lag greiði ferðalög og uppihald. 3. Staðbundnir kennar 15 - 50% við- komandi félag semur um uppihald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.