Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 68
58
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
KR-ingar gerSu tvö niörk í fyrrí hálf-
leik og önnur tvö i þeira siðari.
Gunnar Guðraannsson, Ólafur Hann-
esson og Hörður skoruðu.
Dómari var Rráinn Sigurðsson.
Yíkingur — Valur 3:1.
Það er nú orðið æði langt síðan Vík-
ing hefir tekist að sigra Val.
En í þessum leik voru það mjög
sanngjörn úrslit, því Víkingar stóðu
sig með afbrigðum vel.
Vikingar byrjuðu með sókn og tókst
Hauki Óskarssyni að skora, þegar 7
mín. voru af leik. Og í lok þessa hálf-
leiks skoruðu Vikingar annað mark sitt.
I síðari hálfleik byrjuðu Víkingar af
miklum krafti, gerðu livert upphlaupið
eftir annað, en tókst samt ekki að skora.
Valur hyrjar nú gagnsókn með Svein
Helgason í fararbroddi og gera þeir oft
mjög hættuleg upphlaup, í þessari sókn-
arlotu tókst jieim að skora 2 mörk og
gerði Jóhann Eyjólfsson jjau bæði.
Eiríkur Bergsson skoraði svo úr-
slitamarkið fyrir Víking og lauk jjví
leiknum með sigri Vikings 3:1.
Dómari var Sigurjón Jónsson.
K. R. — Fram 2:0.
Með sigri sínum í þessum leik tryggðu
KR-ingar sér sæmdarheitið bezta knatt-
spyrnufélag íslands.
Strax í leiksbyrjun var auðséð að
bæði liðin ætluðu ekki að láta sitt eftir
liggja til að ná sigri. KR-ingar liófu
strax látlausa sókn að marki Fram og
tókst Heroi Óskarssyni að skora er um
10 minútur voru af leik.
Þetta virtist ekkert fá á Framara,
heldur harðna þeir og eru ákveðnir í
að kvitta. Þeir liefja nú hverja sóknar-
lotuna á eftir annarri, en hin sterka
vörn KR 'lætur hvergi á sér veikleika-
merki finna, svo að þessi hálfleikur
endar með 1:0 fyrir KR.
Strax í síðari hálfleik byrja nú upp-
hlaupin á báða bóga, og er ánægju-
legt að sjá öruggar sentringar góðar
skiptingar og réttar staðsetningar hjá
báðum liðum, en yfirleitt hafa áhorf-
endur ekki átt því láni að fagna að
sjá mikið af slíku, það sem af er þessu
Islandsmóti.
Ólafur Hannesson skorar svo annað
mark KR um miðjan hálfleik með alveg
óverjandi skoti.
Leikurinn endar því með sigri K. R.
2:0. Þetta var bezti leikur mótsins til
þessa.
Dómari var Guðm. Sigurðsson.
Valur — Fram 3:2.
Þetta var síðasti leikur íslandsmóts-
ins og jafnframt sá bezti. Bæði liðin
sýndu góðan leik. Valsliðið sinn góða
og skemmtilega stutta samleik, en
Framliðið sýndi hinsvegar ennþá einu
sinni kraftinn og sigurviljann, sem hef-
ir einkennt þá nú síðustu ár.
Sveinn Helgason skoraði öll 3 mörk
Vals i fyrri hálfleik, en Lárus Hall-
björnsson 1 mark fyrir Fram. Lauk
hálfleiknum með 3:1.
í síðari hálfleik, byrjaði Fram með
sókn og tókst að skora áður en ein
mínúta var liðin. Fram fékk vítaspyrnu,
eftir að bakvörður Vals liafði hrint
ólöglega, en Hermann varði.
Eftir þetta var leikurinn liálf þóf-
kenndur og frekar daufur.
Dómari var Sigurjón Jónsson.
Þetta Islandsmót var tviskipt. Því
var frestað eftir ósk landsliðsnefndar
fyrst í júní, og þegar það byrjaði aftur
4. ágúst, hættu Akurnesingar við þátt-
töku, vegna J>ess að þeir höfðh misst
marga af sínum mönnum á síld.
Aðsóknin var dauf og oftast ekki
meira en 2 - 3 hundruð manns á vell-
inum.
Er þetta i 11. sinn, sem KR vinnur
íslandsmótið, en það liefir nú verið
haldið 35 sinnum. Hafa þrjú félög
KR, Fram og Valur unnið það 11 sinn-
um hvert og Vikingur tvisvar, en auk
þess hefir Fram tvisvar lialdið bikarn-
um án keppni.
íslandsmótiö. KR. Vík. Val. Fr. St.
K. R .. X 1:1 4:0 2:0 5
Víkingur .1:1 X 3:2 1:1 4
Valur ..0:4 2:3 X 3:2 2
Fram .. 0:2 1:1 2:3 X 1
Islandsmeistarar
K. R. í meistaraflokki:
Frá vinstri, aftari röð:
E. Ö. P. formaður K. R.
Daníel Sigurðsson, Hörð-
ur Óskarsson, Guðmund-
ur Jónsson, Ölafur Hann-
esson, Ari Gíslason, Kj.
Einarsson, Atli Helgason,
Gunnar Guðmannsson og
Haraldur Gíslason, form.
knatts'pyrnudeildar. -—
Frgmri röð: Óli B. Jóns-
son, Steinn Steinsson,
Bergur Bergsson, Guðbj.
Jónsson og Steinar Þor-
steinsson.