Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 85

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 85
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 75 vakti hann strax mikla athygli. — Hann dvaldi erlendis s. 1. ár og æfði þar hnefa- leik. Birgir virðist hafa öll skilyrði til þess að verða fyrsta flokks hnefaleika- maður, þegar hann hefir aldur til. Millivigt: Jón Norðfjörð KR. og Jóel B. Jakobsson Á. voru skráðir til keppni, en þvi miður gat Jóel ekki keppt vegna smálasleiká, og féll keppnin því niður. Mun Jón því teljast meistari fyrir þetta ár. Léttþungavigt: Þorkell Magnússon Á. sigraði Helga Jóhannesson KR. örugg- lega á stigum. Helgi er hærri vexti og nýliði i þessari íþrótt, en Þorkell einn okkar reyndasti og be?ti hnefaleika- maður. Fyrsta lotan var viðburarlítil enda fóru báðir gætilega. Brátt fór Þor- kell þó að gerast nærgöngull, en Helgi varðist furðanlega vel, einkum virtust fótahreyfingar hans og hliðar- og aftur- beygjurnar koma honum að góðu haldi. 1 byrjun síðustu lotu fekk Þorkell slæm- ar blóðnasir og háði það honum talsvert. Sótti hann þó fast á og var nú orðinn svo þunghöggur að Helgi var farinn að riða, en bar sig þó karlmannlega. Þetta var drengilegur og lærdómsríkur leik- ur. Þorkell var einnig meistari í fyrra. Þungavigt: Jens Þórðarson Á. vann Guðmund J. Sigurðsson Á. á stigum eft- ir þófkenndan leik. Var stærðar- og Þyngdarmunur keppendanna allt of mik- ill. Virtist Guðmundur enga löngun hafa til þess að verða undir hrammi hins risavaxna keppinautar síns og vék sér undan höggum hans af mikilli leikni. I annari lotu tókst Jens að koma svo góðu höggi á Guðmund að hann féll við ög var niðri upp að 5. Síðasta lotan var þófkennd, enda báðir orðnir þreyttir. Jens er orðinn nokkuð þungur og svifa- seinn, en leitun mun á betri líkamsbygg- ingu fyrir þessa íþrótt. Guðmundur er nýliði á hnefaleikapallinum en hefir þó talsverða kunnáttu til að Ijera. Getur þessi leikur alls ekki talist réttur mæli- kvarði á getu hans né heldur á getu Jens, því stærðarmunurinn háði báðum. Jens var einnig meistari í fyrra. Nú voru í fyrsta sinn veitt sérstök verðlaun, silfurbikar, fyrir góða frammi- stöðu, kunnáttu og drengilegan leik. — Birgir Þorvaldsson Biðu áhorfendur og keppendur spenntir Þeirra úrslita. Úrskurðuðu 2 af 3 dómur- um, að Birgir Þorvaldsson hefði unnið bikarinn. Var þeirri tilkynningu ákaft fagnað, enda var frammistaða hans hin glæsilegasta eins og áður er sagt. Hins- vegar hefir Þorkell Magnússon, sem fékk 1 atkvæði af þrem, meiri alhliða kunn- Þorkell Magnússon áttu til að bera, þótt frammistaða hans hafi að þessu sinni ekki hrifið eins mik- ið og oft áður. Hver leikur var þrjár lotur og stóð hver þeirra aðeins í 2 mínútur í stað 3ja. Mun stuttur undirbúningur hafa valdið þeim ákvörðunum. Hringdómari var Guðmundur Arason, form. Hnefa- leikaráðs Reykjavíkur, en utanhrings- dómarar þeir Jón D. Jónsson, Hrafn Jónsson og Pétur Thomsen. Fegurðar- dómarar voru Peter Wigelund, Þorsteinn Gíslason og Eiríkur Bech. Hnefaleikaráð Reykjavikur sá um mót- ið og tókst það vel að öðru leyti en því að það byrjaði ekki nógu stundvíslega. Áhorfendur voru margir og skemmtu sér vel. HNEFALEIKAMÓT K. R. fór fram í íþróttahúsi IBR. 9. apríl s.l. Úrslit urðu þessi: Veltivigt: Kristján Jóhansson og Jón Bjarnason kepptu, en leikurinn var stöðv- aður vegna blóðnasa Kristjáns í miðri þriðju lotu. Kristján hafði betur. Millivigt: Jóhannes A. Sveinsson vann Árna Benediktsson eftir jafnan leik. Léttþungavigt: Helgi Jóhannsson vann Hörð Helgason eftir allharðan leik en góðan. Millivigt: (2. leikur) Karl Gunnlaugs- son vann Eydal Magnússon eftir jafnan leik. Þungavigt: Jón Norðfjörð (úr léttari flokki) vann Alfons Guðmundsson, Á. á stigum eftir harðan og tvísýnan leik. KR hefir nú fengið nýjan kennara, er það hinn kunni hnefaleikamaður Ing- ólfur Ólafsson. Hringdómari var Þor- steinn Gíslason. LÉTTARA HJAL. Við setningu Olympíuleikanna, (sem vér ekki minnumst á), var sjö þúsund dúfum hleypt á flug, — til marks um friðarhugsjón leikjanna. Síðan voru þær skotnar niður með fallbyssum, — auð- vitað einnig til marks um sömu hugsjón. Þurfti tuttugu og eitt skot til þess að bana þeim öllum og bendir það ótvírætt til Þess að Gvendur Helgastaða mundi hafa haft stóra sjansa til þess að verða þjóð okkar til sóma, ef hann hefði verið ,,í stuði“. (Brotnir pe'nnar).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.