Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 21
IÞRÓTTABLAÐIÐ 11 James McLane, Bandaríkjunum, sigurvegari í 1500 m. sundi. metið hans, sem er sett hér heima í 25 m. laug er aðeins 5:04,7 mín. Samsvar- ar það um 5:11,0 mín. á 50 metra braut Wembleylaugarinnar svo Ari hefir raun- verulega verið 5,4 sek fyrir „neðan“ sitt bezta að þessu sinni. 1 undanúrslitunum daginn eftir, urðu þau úrslit að McLane vann fyrri riðil- inn á mun lakari tíma en í undanrásun- um (4:49,5). en Marshall og Mitro voru fast á eftir (4:50,0 og 4:50,8) 4. varð Bretinn Hale á 4:51,4 og komst hann líka í úrslit. I siðari riðlinum var Kadas fyrstur á prýðilegum tíma. (4:47,8) eft- ir harða keppni við Smith (4:48,4) og Jany (4:51,3). 4. maður í riðlinum, Yan- torno Argentinu, slapp inn í úrslitin þótt tími hans væri ekki betri en 4:57,3 mín. Annars var auðséð á þessum riðl- um, að beztu mennirnir hugsuðu fyrst og fremst um að vera ekki aftar en 3. og minna um tímann og sigurinn. Kvöldið eftir, 4. ágúst, fóru úrslitin loks fram og urðu nokkuð óvænt eins og fleiri úrslitasund þessara leika. Smith kom á óvart með því að taka foruztuna strax í byrjun og fara geyst. Eftir 100 m. var hann langfyrstur (timi 1:06,0), Jany og Yantorno næstir, þá Marshall og loks Kadas ög McLane, (sem syndir allra manna bezt skriðsund), samhliða rétt á eftir. Þegar sundið var hálfnað er Smith enn fyrstur (2:15,0), en nú er McLane loks kominn í annað sætið (2:21,0) rétt McLane og William Smith að lfiO m. sundinu loknu. á undan Jany, Marshall og Yantorne. Við 300 metra markið er Smith vel fyrst- ur, en þá er McLane búinn að losa sig við hina keppinautana og farinn að draga ört á hann. Marshall er í 3. sæti, Mitro í 4. og Jany í 5, en Kadas að byrja sinn fræga endasprett. Smith snýr við í síðasta sinn og á enn það mikið eft- ir, að sigur hans kemst aldrei í verulega hættu. McLane gerir þó sitt ítrasta til þess að ná honum, en það er gersamlega árangurslaust. Marshall tekst að halda 3. sætinu góðan spöl á eftir, en Kadas, sem var nýbúinn að fara fram úr Jany og Mitro, dró mjög á hann. Sundinu er lokið, Smith hafði sigrað óvænt en glæsi- lega og sett nýtt Olympíumet og bætt árangur McLane um 1,2 sek. Sá síðar- nefndi hefði þó kannske getað unnið ef hann hefði farið hraðar af stað en 1500 metra sundið var eftir, og það var hans bezta vegalengd. William Smith hefir verið með beztu sundmönnum heimsins undanfarin 6 ár og átti lengi heimsmetið í 400 m. (4:38,5) en er nú methafi í 800 m. (9:50,9). 1500 M. FRJÁLS AÐFERÐ. Heimsmet: 18:58,8 mín. F. Amano, Japan Olympsmet: 19:12,1^ mín. K. Kitamura, J. 1. James McLane, Bandaríkj. . . 19:18,5 2. John Marshall, Ástralíu.... 19:31,3 3. Gyorgy Mitro, Ungverjal. . . 19:43,2 4. Gyorgy Csordas, Ungverjalandi 19:54,2 5. Marjan Stipetic, Júgóslaviu . . 20:10,7 6. Forbes Norris, Bandaríkjunum 20:18,8 7. Donald Bland, Bretlandi .... 20:19,8 8. William Hausner, Bandarikj. . 20:45,4 5. ágúst hófust undanrásirnar í 1500 m. sundinu og voru tvískiptar eins og i 400 m. Fyrstu 3 riðlarnir fyrir há- degi, en hinir 3 eftir hádegi. Þar sem keppendur voru 40 urðu þeir, sem kom- ust í úrslit að synda vegalengdina þrisv- ar á þrem dögum í röð. Bezta undanrásatímanum náði Ástra- liupilturinn Marshall, 20:01,1 mín. en af öðrum sigurvegurum bar mest á hinum bráðefnilega og stílfallega Csordas frá Ungverjalandi, 20:06,8, landa hans Mitro, 20:15,0, Júgóslavanum Stipetic, 20:10,1, og loks McLane, 20:17,7, sem fór sér að engu óðslega en hugði gott til glóðar- innar þegar til úrslitanna kæmi. 1 undanúrslitunum daginn eftir urðu keppendurnir að taka meira á, en þó hafði skipast það vel niður í riðlana að um verulega harða keppni varð ekki að ræða. Marshall vann fyrri riðilinn á 19:53,8. Mitro varð annar á 20:06,5, Stipetic þriðji, 20:12,9, og Hausner fjórði 20:23,9. Seinni riðilinn vann McLane á heldur betri tíma 19:52,2. Ungverjaundrið Ccordas var næst á 20:06,6, Bandaríkja- maðurinn Morris þriðji á 20:09,3 og Bret- inn Bland, 15 ára, fjórði á 20:19,8 min. Þessir 8 menn kepptu svo í úrslitunum daginn eftir, 7. ágúst, með þeim árangri sem að framan greinir. Það var auð- séð að McLane hafði látið 400 metra sundið sér að kenningu verða og tók strax foruztuna ásamt Mitro fyrstu 200 metrana. Csordos, Marshall og Bland komu svo með stuttu millibili rétt á eftir foruztusauðnum. Sem dæmi um hraðann má geta þess að millitími fyrstu 400 m. var 4:52,3, (McLane), Marshall var þá búinn að mjaka sér í annað sæt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.