Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 71

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 71
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 61 Gunnar Guömannsson því er ég bezt veit, fyrst hafa notað Þessa leikaðferð. Þótt leikurinn hafi verið nokkuð jafn þá voru KR-ingar vel að sigri sínum komnir, þvi baráttu og sigurviljinn var mun meiri í liði þeirra en hinna. 1 liði KR voru þrír leikmenn úr II. fl., þeir Gunnar Guðmannsson og Steinn Steinsson, sem leikið hafa með meistara- flokki I sumar, og getið sér hins bezta orðstirs, og loks Sverrir Kjærnested, sem lék hér sinn fyrsta leik með meist- araflokki. Þá langar mig að nefna einn leikmann til, en það er Steinar Þorsteinsson, sem leikið hefir með liði KR í sumar. Steinar byrjaði að æfa knattspyrnu í fyrra, þá 21 árs gamall og er hann því gott dæmi um, hvað menn geta náð miklum árangri á skömmum tíma, þegar vilji og hæfileikar fara sam- an. Frá úrslitaleik Walterskeppninnar. —- Hermann bjargar, Gunnar dettur, Sverrir sækir á. LANDSMÓT I., II. og III. flokks. Helztu úrslit urðu þessi: I. flokkur: 1. Valur 5 + 2 = 7 stig; 2. KR 5 + 0 = 5 stig; 3. Fram 2 stig; 4. Vikingur 0 stig. Valur og KR urðu fyrst jöfn með 5 stig hvort og kepptu því aftur um 1. sætið með þeim úrslitum að Val- ur vann með 1:0. Mótið fór fram i Reykjavík fyrri hluta sept. II. flokkur: 1. íþróttabandalag Reykjavíkur (iBR) 4 stig; 2. Iþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) 2 stig; 3. Knattspyrnufélag Siglu- fjarðar (KS) 0 stig. IBR vann IBA i úrslitaleik með 4:0. Hinir leikirnir fóru þannig: IBR — KS 7:0 og iBA — KS 3:0. Mótið fór fram á Akureyri 5. og 6. sept. III. flokkur: 1. KR 7 stig; 2. Iþróttabandalag Akra- ness 6 stig, 3. Valur 4 stig; 4. Fram 3 stig; 5. Víkingur 0 stig. KR setti alls 10 mörk en fékk ekkert. Mótið fór fram á Akranesi — fyrri hluta ágústmánaðar. Að lokum vil ég geta þess að ég tel að knattspyrnumennirnir okkar hafi sýnt það í sumar að þeir geta leikið prýði- lega knattspyrnu, og að þeir séu því vel færir um að keppa við aðrar Þjóð- ir og verja þar heiður sinn og þjóðar. Það var að mínu áliti mjög leiðinlegt. að þeim skyldi haldið heima í sumar, þeg- ar aðrir íþróttamenn okkar voru sendir á Olympíuleikana. Ennfremur tel ég að langt sé síðan jafn efnilegir leik- menn hafi verið í II. fl. félaganna og í sumar, og sýnir það bezt að við þurfum engu að kvíða með þessa uppáhaldsíþrótt okkar, ef henni eru búin sæmileg skilyrði til keppni og þjálfunar. NÝR KNATTSPÝRNUVÖLLUR. I ágústbyrjun var vígður nýr knatt- spyrnuvöllur í Reykjavík og stendur hann rétt neðan við Háskólann. Kemur völlur þessi í góðar þarfir fyrir knatt- spyrnumenn Reykjavíkur og mun verða notaður í æfingaskyni til að létta svo- lítið af aðalvellinum, sem aðallega er notaður til keppni. Stærð vallarins er 100x60 m. VALUR EIGNAST FÉLAGSHEIMÍLI. 3. júlí s.l. fór fram vígsla félagsheim- ilis Knattspyrnufélagsins Vals, en það stendur við Hlíðarenda hér í Reykja- vík. Var þar margt manna saman komið, Valsmenn eldri og yngri, borgarstjór- inn og ýmsir íþróttaleiðtogar og blaða- menn. Úlfar Þórðarson form. Vals setti fagn- aðinn, en að því loknu flutti sr. Friðrik Friðriksson vígsluræðuna. Þá flutti Ein- ar Björnsson sögu vallarmála Vals og var það itarlegt erindi og skemmtilegt. Að því loknu óskaði borgarstjóri Val til hamingju með félagsheimilið. Auk þess tóku til máls margir íþróttafröm- uðir og kveðjur og árnaðaróskir bárust. Aðalsamkomusalur heimilisins er 70 fermetrar að flatarmáli og hinn smekk- legasti. Búningsklefar eru og vistlegir og myndarbragur á öllu. Með því að reisa þetta félagsheimili hafa Valsmenn enn einu sinni fært manni heim sann- inn um það hve miklu samvinnan og ósérplægnin fær áorkað. Mun félagsheim- ilið að mestu vera reist í sjálfboðaliðs- vinnu. Formaður Hlíðarendanefndar er Jóhannes Bergsteinsson. Auk þessa hefir Valur í undirbún- ingi miklar framkvæmdir á hinu fyrir- hugaða iþróttasvæði sínu við Hlíðarenda •— svo sem íþróttavöll, æfingavöll og tennisvöll. HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu fer fram 1950. Aðeins ein Norðurlandaþjóð (Svíar) munu hafa not- að þátttökurétt sinn, en frestinum lauk um áramótin. Keppnin fer fram í Suður- Ameriku. AXEL ANDRÉSSON sendikennari 1. S. I. hefir lokið þessum handknatt- leiks- og knattspyrnunámskeiðum: Hjá Umf. Reyni, Hellissandi 87 þátttakend- ur, á Hólaskóla þátttakendur 53 og á Sauðárkróki 226 þátttakendur. KINNA NILSSON sænski handknattleikskennarinn kom hingað til landsins s.l. vor og hélt hand- knattleiksnámskeið á vegum Glímufél. Ármanns. Héðan fór hann aftur eftir lið- lega mánaðardvöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.