Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 60

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 60
50 svo lítið, haldast snjókristallarnir lengi óskemmdir og einangrunarhæfni snævarins einnig, svo að snjógerðin, — eða skíðafærið — breytist lítið á okkar mælikvarða. En snjórinn sígur eða þjappast sam- an, smátt og smátt, og mest það sem undir liggur og er elzt. Hugsi maður sér þverskurð gegnum snjólagið, þá liggur oft neðst samþjappaður, kaldur snjór, sem þó ekki er samanbarinn eða frosinn á sama hátt og fokskarinn okkar eða jöklasnjórinn. Eftir þvi sem nær yfirborðinu dregur, verður snjór- inn lausari í sér og sem láust duft efst. í þverskurðinum finnur maður varla íslög eða skararákir, eins og svo oft hér, eftir hlákukafla eða sólbráð. Þegar snjórinn hráðnar vegna lofthit- ans, er sem hann gufi upp aðallega. Þessi snjór er ákaflega fagur að sjá, þcgar hann liggur sem þykk. mjúk ábreiða yfir öllu landi, svo að varla sér á dökkan dil. Og spaugilegt fannst mér stundum að sjá, hvað hann getur lagst ótrúlega ])ykkt ofan á litla fleti, til dæmis á girðingarstólpa. En það er ekki að sama skapi þægilegt að vera á skiðum í slíkum snjó. Maður sekkur í hann upp að hnjám og ham- ingjan forði manni frá því að detta. Skíðin eiga það þá til að festast svo ótuktarlega í undirlaginu að maður má kallast góður að sleppa með þá mannraun eina að koma sjálfum sér á fætur aftur. Afleiðingin er því sú, að skíðafólk- ið lieldur sér að langmestu leyti við troðnar sldðaslóðir, hvort sem er á fjalli eða flöt. Það eru því sömu skíða- brautirnar, sem eru notaðar ár eftir ár og troðast smátt og' smátt allan veturinn, en á milli þeirra liggja svo heilu spildurnar ósnertar með þess- um líka dæmalausa fallega snjó. En vei þeim, sem villist út í þann fallega snjó ef liann er á dálitilli ferð. Ef það er nú ekki einmitt einn af meisturunum, þá er ekki að sök- um að spyrja og stundum heyrist braka i skiði eða fótlegg- En ráðið við þvi er ofur einfalt. Upp úr snjónum á næsta hól stendur staur og á staurn- um hangir talsimatæki. Fyrsti maður sem kemur á slysstaðinn kallar i sím- ann og eftir nokkrar sekúntur sést ÍÞRÓT.T ABLAÐIÐ sjúkrasleðinn koma á fieygiferð ofan af næsta fjalltopp-i og með honum tveir læknar á skíðum, á sömu ferð auðvitað. Og eftir nokkrar mínútur er píslarvottur skíðaíþróttarinnar kom- inn á sömu fleygiferð á sjúkrasleð- anum í áttina að spítalanum, þar sem landsins færustu sérfræðingar bíða til þess að höndla bæði hann og pyngju hans. — Einn fyrsta daginn vorum við Árni Stefánsson að „stúdera“ fjallshlíðina og fórum rólega á skíounum niður svo- kallaða „almenningsbraut“. Heyrðum við þá allmikinn hávaða skammt frá okkur. Við sveigðum þangað og stað- næmdmust með okkar fegurstu „stopp- kristíaníu". Þar lá þá upp í loft, djúpt grafinn í lausa snjóinn, einn miðaldra kvenmaður, geysilega máluð og lit- skrúðug og bölvaði óguðlega, til skipt- is á frönsku og ítölsku. Yfir henni stumruðu tveir menn. Okkur þótti það nokkuð lítið, svo að við hneigðum okk- ur svo sem bezt við kunnuin og buðum aðstoð okkar. Mennirnir tóku þessu vel, en brostu og sögðust vera læknar og mundu þeir bjarga málinu. Og það skipti engum togum, upp á sleðann með hana. á slíkum hraoa, að við Árni hefð- um víst ekki haft roð við þeim þótt lausbeislaðir værum. Þarna í St. Moritz voru nú saman komnir hópar hinna heztu skíðamanna frá (i löndum. Flestir voru þeir komnir á undan okkur til Sviss og höfðu verið við æfingar á ýmsum stöðum þar í landi en nú hafði allur hópurinn safnast sam- an á áfangastaðnum og æfði sig í brekk- unurn og skíðabrautunum við bæinn. ■— Það var fyrst með nokkurri eftirvænt- ingu og forvitni og ef til vill feimni sem við blönduðumst inn í þennan hóp, komnir utan af lijara veraldar, og skal það engan undra. En þao hvarf fljótt. enda virðist frjálsmannlegt og alúðlegt viðmót vera algild regla meðal skíða- fólks í öllum löndum. Venjulega voru tilteknar brekkur eða brautir opnar til æfinga á hverjum degi og á ákveðnum tíma dagsins og fékk hver fararstjóri skriflega tilkynningu um það daginn áður. Vil ég skýra nokk- uð nánar frá þessu, þar sem það hefir sérstaka þýðingu i sambandi 'við skiða- keppni, því að þar er ekki að ræða um stranglega ákveoið form á keppniþraut- unum, eins og i flestum öðrurn íþrótt- um. Olympíu-stökkbrautin var opin til æfinga nokkrum sinnum þó ekki síðustu vikuna á undan keppninni, því að Sig- mund Rund, sem var eftirlitsnraður Al- þjóðá-skíðasambandsins (F. I. S.) með stökkkeppninni sá, að ef stökkpallur- inn væri fluttur tveirn metrum ofar, þá mundi koma betur í ljós mismunurinn á beztu stökkmönnunum. Pallurinn var þvi styttur óg Sigmund lrafði á réttu að standa. Á meðan þessi breyting var framkvæmd var stökkpallurinn í Pont- resína notuð, sem ég hefi áður getið um. Göngubrautirnar (fyrir 18 km. 50 km. og 4x10 km. boðgöngu) liöfðu verið á- kveðnar Jöngu fyrirfram og var búið að undirbúa þær, merkja og troða áður en við komum til St. Moritz. í hinum eldri leikreglum um alþjóðlegt skiðamót voru ákvæði um ])að, að ekki væri heimilt að tilkynna það hvar göngubrautin lægi fyrr en við nafnakallið, og varðaði það frávísun frá leik, ef göngumaður gekk brautina. eða jafnvel meðfram henni, á undatt leik. Var þetta sniðið eftir hinum norrænu leikreglum. Nú hefir þetta ákvæði verið fellt á hrott úr alþjóðaleikreglunum (1947) með það fyrir augum, að skapa kepp- endum jafnari aðstöðu. Það hefir alveg sérstaka þýðingu að fá að ganga braut- ina og kynna sér hana á undan képpn- inni ef brautin er óslétt og liggur um skóg, því að þá er það oft að maður sér aðeins nokkra metra fram fyrir sig. — Liggi nú brautin einnig niður í móti, ])á hikar ókunnur skíðamaður frekar við að notfæra sér rennslu skíðanna til fulls en hinn kunnugi. Gönguhrautirnar lágu rétt framhjá gistiliúsinu, þar sem við bjuggum og sáum við göngumennina daglega að æf- ingum. Einn daginn, eftir að leikarnir voru byrjaðir, gengum við Hermann Stefánsson nokkurn hluta af 18 km. og 50 km. brautunum, til þess að sjá livernig þær væru lagðar. Við sáum það fljótt, að þessar brautir gerðu mikl- ar kröfur til þols og tækni göngumanna og líklega meiri en liér á landi hefir tíðkast, einkum þó að því er tæknina snertir. Brautirnar voru mjög mishæð- óttar og voru mishæðirnar bæði smáar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.