Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 100

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 100
90 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Kveðjuorð Þar sem þetta er síöasta íþróttablaöið undir minni ritstjórn, þykir mér tilhlýöa aö kveðja lesendur með nokkrum oröum. Þegar ég undirritaður tók aö mér rit- stjórn og afgreiöslu Iþróttablaðsins — samkvæmt ósk blaöstjórnar — í janúar I9lft, haföi ég ýms áform á prjónunum, svo sem víötœkar breytingar á efni og fyrirkomulagi blaösins, útkomu þess o. fl. Nokkur af þessum áformum hafa því miður ekki komizt í framkvæmd og ber þar einkum aö nefna útkomutímann, sem ég œtlaðist til að gæti oröiö tvisvar eöa jafnvel 4 sinnurn i mánuöi. Því miður varð ekki samkomulag um þessa breytingu, þ. e. a. s. aö gera blaöiö aö fréttablaöi í stað tímarits, og þegar þar við bættust tímafrek störf í þágu blaðsins, sem höfðu áður veriö í margra höndum, varö endirinn sá, aö blaöiö kom sjaldnar út en áöur eöa 4 sinnum á ári í staö 6 sinnum Má kannske segja aö þaö skipti ekki miklu hvort blaðiö sé 2ja eöa 3ja mán. tímarit, þegar fréttir þess hlutu ávallt aö veröa nokkuö á eftir tímanum hvort sem var. Að vísu bar ég þá von í brjósti, aö hægt yröi aö gera Iþróttáblaöið aö mánaðar- blaöi, þótt það héldi aö ööru leyti tíma- ritsblæ sínum, en þetta hefir því miöur reynzt óframkvœmanlegt viö núverandi starfsskilyrði og er aö mínu áliti alls ekki mögulegt meöan útgáfa blaösins er aö- eins höfö aö aukastarfi. Þaö tekur nefni- lega meiri tíma en margur hyggur, aö sjá aö öllu leyti um ritstjórn og útgáfu slíks blaös og væri ef vel á aö vera full- komiö aöalstarf fyrir einn mann. Nú hefi ég því miöur ekki ástæöur til þess aö eyöa meiri tíma og vinnu í blaö- iö en ég hefi gert til þessa, og þegar þar viö bœttist s. I. sumar, aö blaðstjórnin vildi ekki aöeins ráöa ytra fyrirkomulagi blaösins, heldur einnig skoöunum þess, aö nokkru leyti, taldi ég mér að sjálfsögöu ofaukiö viö blaðiö og sagöi starfinu lausu frá þessum áramótum, nema geng- ið yröi aö þeim skilyröum, er ég taldi nauösynleg. Þaö hefir blaöstjórnin hins- vegar eigi taliö sér fœrt og hyggst því leita fyrir sér aö öðrum starfskrafti. Þaö hefir nokkuð verið um þaö rætt, hvort Iþróttablaöið eigi að vera mál- gagn íþróttamanna eöa stjórnar ISf. Sömuleiöis hvort þaö eigi aö vera vett- vangur rökrœöna um íþróttamál álmennt eöa túlka aðeins skoöanir stjórnar ISÍ á málunum. Eg fylgi þeim mörgu, sem telja aö Iþróttablaöiö sé fyrst og fremst málgagn íþróttamanna og beri því aö gagnrýna stjórn ÍSf sem aöra ef skoö- anir hennar eöa breytni samrýmist ekki lögum íþróttahreyfingarinnar. Með öör- um oröum, að þótt hagsmunir stjórnar fSf og íþróttamanna eigi aö sjálfsögöu aö fara saman, þá fylgi blaðið íþrótta- mönnum þegar svo ólíklega vill til aö hagsmunir og skoðanir beggja aöila rek- ast á. Á þetta sjónarmið, sem er sameigin- legt álit mitt og þriggja fyrirrennara minna í ritstjórastarfin.u, vill núver- andi blaðstjórn (sem í eru 2 úr stjórn ISf) ekki fállast, og telur rangt aö stjórn ISl sé gagnrýnd í blaöi því, sem samband- iö er aöalhluthafi aö. Þar sem þess er hinsvegar hvergi get- ið í lögum hlutafélagsins, að blaöstjórn, stjórn ISl né aörir hluthafar geti haft nokkur áhrif á skoöanir og efnisvál rit- stjórans, álít ég rétt aö næsti aöálfund- ur blaösins veröi látinn skera úr um þetta atriði. Hinsvegar tel ég málum íþróttamanna illa komið ef þeim er ekki leyft að segja álit sitt í sinu eigin málgagni, og þar meö aö bæta þá mörgu gálla, sem enn eru á framkvæmd ísl. íþróttamála. IþróttablaðiÖ á nefnilega ekki aöeins aö vera fyrir íþróttamenn, heldur og frá íþróttamönnum. Því ber aö vekja þá til meövitundar um sjálfa sig, hlutverk sitt, aö manna þá og siöbæta. Til þess aö koma málefnum íþrótta- manna í gott horf, þarf aö beita sömu aðferö og viö að yrkja landiö. Þaö þarf aö byrja á byrjuninni, hreinsa jaröveg- inn og bœta, því fyrr er tilgangslaust að œtla aö sá í hann eöa bera á hann. Og þá má ekki kynoka sér við aö sprengja stórgrýtið eöa misfellurnar, er safnast hafa fyrir í jaröveginum vegna skorts á nauösynlegu eftirliti, sem í þessu tilfelli er heilbrigð gagnrýni. En öll byrjun er erfiö og þetta verk er auk þess óskemmtilegt og sérlega illa þokkaö af þeim, sem hlut eiga aö máli. En vilji maöur vera málefninu trúr, er ekki rétt aö kippa sér upp viö slíkt né heldur aö láta þaö aftra sér frá því aö ná settu marki. En svo ég snúi við blaðinu, vil ég nota tækifæriö og þakka þær undir- tektir, sem Iþróttablaöið hefir fengiö bæöi hér á landi og erlendis. Því þótt þaö hafi komiö sjaldan út, hafa viö- tökurnar verið á þann veg, aö upplag þess og lesmál hefir aukizt um þriöjung s.l. 2 ár. Er mér þó vel Ijóst að blaöiö fullnægir enn ekki þeim kröfum, sem gera ber til málgagns íþróttamanna, en væntanlega á þaö eftir aö batna og kaupendum þess aö fjölga enn meir, þegar nýir menn táka viö. Þá vil ég færa öllum útsölumönnum blaösins, kaupendum, auglýsendum og öörum velunnurum þess, minar beztu þakkir fyrir þá þolinmœði og þann skiln- ing, sem þeir hafa sýnt blaöinu aö und- anförnu og vona aö þeir láti þaö hér eftir sem hingaö til njóta stuönings þeirra og velvilja. AÖ lokum vil ég þakka starfsfélögum mínum í prentsmiöjunni, ritnefnd og blaðstjórn fyrir samstarfiö um leiö og ég óska blaöinu allra heilla í framtíö- inni. Með íþróttakveðju, Jóhann Bernhard. Útgefandi : IÞRÓTTABLAÐIÐ H.F. Ritstjóri og afgreiöslumaöur : Jóhann Bernhard, Bar- ónsstig 43 — sími 6665. Ritnefnd : Benedikt Jakobsson og Þorsteinn Einarsson. — Blaðstjórn : Ben. G. Waage, Kristj. L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson og Þorsteinn Ein- msson. — Utanásknfi: íþróttablaðið, Baróns- stíg 43, Reykjavík. Verð: Kr. 25.00 pr. árg. Kr. 3.oo pr. tbl. í lausasölu. Gjálddagi : 1. apríl ár hvert. HERBERTSprewí, Bankastræti 3 ------------------------------------1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.