Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 88

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 88
78 IÞRÓTTABLAÐIÐ HEIMSMEISTARAKEPPNIN f LÉTTÞUNGAVIGT. erlenDie EFTIR JÓHANN BERNHARD Joe Louis slær Walcott niöur í 11. lotu. JOE LOUIS ENN HEIMSMEISTARI. 26. júní s.l. fór loks fram hinn lang- þráði kappleikur um heimsmeistaratign- ina í þungavigt, milli Joe Louis og kyn- bróður hans Joe Walcott. Hafði leikn- um verið þrífrestað vegna veðurs. Framan af leiknum fóru báðir svo varlega í sakirnar að dómari og áhorf- endur neyddust til að hvetja þá. Virt- ist Walcott hugsa mest um að koma höggi á hægra auga Louis en gætti þess að forða sér frá hinum hættulegu hægri handarhöggum hans. 1 3. lotu kom Wal- cott góðu höggi undir hökuna á Louis svo að hann féll við, en reis strax upp aftur. Eftir þetta gekk á ýmsu. Louis sótti yfirleitt meira á, en Walcott vék sér jafnan undan og kom þó öðru hverju inn góðum og vel hugsuðum höggum. Louis fór nú að leiðast þófið og skoraði á Walcott að ganga hreint til verks, en allt kom fyrir ekki. Virtust báðir vera farnir að þreytast nokkuð þegar komið var fram í 10. lotu. Hinir 50 þúsund á- horfendur heimtuðu stöðugt meira fjör. Og það kom í næstu lotu, mörgum á óvart. Louis varð þess var að Walcott var orðinn þreyttur og greip tækifærið. Réðist að honum með ,,seriu“ af þung- um höggum og tókst að slá hann nið- ur í gólfið. Walcott reyndi að rísa á fætur þegar dómarinn taldi 9, en skorti þrek og var talinn út. Þetta var 25. kappleikur Louis um heimsmeistaratignina og sá síðasti að hans dómi. Hefir enginn heimsmeistari varið tign sína svo oft eða haldið henni jafnlengi og Louis hefir nú gert. NÝSTAÐFEST HEIMSMET. Auk þeirra, sem áður hafa verið nefnd hér í blaðinu. Karlar: 2 km. hlaup, 5:07,0 mín. Reiff, Belgíu; Kringlukast: 55,33 m. Consolini, Italíu. — Konur: 100 m.: 11,5 Bl.-Koen, Hollandi; 80 m. gr.hl. 11,0 sek. Sama. Spjótkast: 48,21 m. Bauma, Aust- urríki (1947). — milli Gus Lesnevich og Freddie Mills, fór fram á White-City vellinum í London mánudaginn 26. júlí 1948 i þeim mesta hita, sem við Islendingarnir lentum í. Vegna rúmleysis i blaðinu verð ég að vera stuttorður um þenna leik og sleppa frásögn af hinum leikjunum, sem fóru fram þetta sama kvöld. Klukkan var orðin 10 þegar röðin kom loks að merkustu keppni kvöldsins, keppninni um heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt. Við ísl. áhorfendurnir (Magnús Baldvinsson, Sig. Steinsson, Sig- urður S. Ólafsson, Brynjólfur Ingólfs- son og undirritaður) höfðum orðið að greiða 2 pund fyrir miðana og þökkuðum okkar sæla fyrir að fá þá á réttu verði. Meðan við sátum þarna á hörðum bekkj- unum fyrir miðjum vellinum og hám- uðum í okkur epli og plómur var þá- verandi heimsmeistari, Gus Lesnevich, að skokka kringum St. Jamés garðinn kófsveittur og móður, dauðsmeykur við það að geta kannske ekki náð af sér Þessu 1% lbs. sem hann hafði verið um- fram hina réttu þyngd 2 tímum áður en vega skyldi. Já, mörg er búmanns- raunin! Hann hafði einnig átt kost á tyrknesku megrunarbaði, en valdi held- ur víðavangshlaupið, þótt sérfræðingar teldu að það þreytti hann meira. Á úr- slitastundinni reyndist þunginn vera % úr lbs undir hámarkinu, en Mills var 4% lbs. léttari, þótt hærri væri. Og síðan hófst keppnin. Lesnevich hóf sókn þegar í stað og hélt henni allar fyrstu loturnar. Hinsvegar tókst Mills strax í fyrstu lotu að vekja upp tvö gömul sár yfir augum Lesnevich með þeim afleið- ingum að blóðið fossaði án afláts og háði mjög sjón hans. Tókst aðstoðarmönn- unum ekki að stöðva blóðrásina fyrr en í 5. eða 6. lotu. Þrátt fyrir þetta óhapp var Lesnevich stöðugt í sókn enda fór Mills mjög varlega í sakirnar. Virtist mér hann mun lakari hnefaleikamaður, óviss og óhreinn í höggum og hreyfingar klunnalegar. Misstu högg hans, sem flest voru langsótt og vilt sveifluhögg oftast marks og lentu þá stundum aftur á hnakka eða öxl Lesnevich. I 4. lotu fór Lesnevich að hægja á sér og þar sem hinn kaus ekki að eiga frumkvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.