Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 73
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
63
Jóel SigurÖsson, sem kastaöi fyrstur íslendinga yfir 60 og 65 m.
ÞRlSTÖKK:
1. Stefán Sörensson, IR, .... 14,88
2. Kári Sólmundarson, Skallagr., 13,83
3. Kristleifur Magnússon, IBV. . . 13,69
4. Sigurður Friðfinnsson, FH, . . 13,28
Stefán tók aðeins eitt 'stökk, en það
var líka lengsta og fallegasta þrístökk,
sem sést hefir hér á landi. Því miður
var meðvindur of sterkur til þess að
stökkið hlyti staðfestingu og var það
leitt, því Stefán varð að hætta keppni
við svo búið vegna hælmeiðsla, og gat
ekki keppt meira það sem eftir var sum-
arsins. Kári og Kristleifur eru í stöðugri
framför.
400 METRA GRINDAHLAUP:
1. Reynir Sigurðsson, IR, .......... 59,0
2. Ingi Þorsteinsson, KR, .......... 60,9
3. Pétur Einarsson, IR, ............ 67,4
Reynir vann án þess að taka nærri sér.
Tími tveggja fyrstu manna er prýðilegur
í þessu veðri, enda er Ingi einnig að
verða mjög góður grindahlaupari.
Seinni dagur:
100 METRA HLAUP:
1. Finnbjörn Þorvaldsson, IR......10,9
2. Guðmundur Lárusson, Á, ....... 11,2
3. Trausti Eyjólfsson, KR.........11,2
4. Ásmundur Bjarnason, KR, .... 11,4
Þrátt fyrir það að Finnbjörn var ný-
kominn úr erfiðri keppnisför erlendis,
sigraði hann á ágætum tíma og það án
verulegrar samkeppni (sjá mynd). Hljóp
hann sérlega vel og virtist alveg vera
búinn að ná sér eftir hnémeiðslin. Guðm.
Lárusson, sem er alger nýliði, kom
skemmtilega á óvart með getu sinni og
hlaupalagi, en skortir mjög á í viðbragð-
inu. Hver veit nema þar sé annar Patton
á ferð? (Berið saman við mynd af Patt-
on í síðasta blaði). Trausti hljóp á 11,1
sek. í undanrás, en varð sjónarmun á
eftir Guðmundi í úrslitunum. Veður var
gott þetta kvöld.
STANGARSTÖKK:
1. Bjarni Linnet, Á, ........... 3,45
2. Kristleifur Magnússon, IBV...3,45
3. Isleifur Jónsson, iBV.........3,15
Bjarni Linnet vann á því að fara fyrr
yfir úrslitahæðina, eins og Halldór í
hástökkinu. Annars var hann öruggasti
stökkvarinn að þessu sinni.
KRINGLUKAST:
1. Gunnar Sigurðsson, KR, .... 41,09
2. Friðrik Guðmundsson, KR, .... 40,59
3. Vilhjálmur Vilmundarson, KR, 37,82
4. Hjálmar Torfason, HSÞ, .... 37,59
Það vakti óskipta athygli og ánægju,
að Gunnar Sigurðsson skyldi verða meist-
ari í kringlukasti eftir harða keppni við
félaga sinn B'riðrik. Enda mun Gunnar
vera með vinsælustu og áhugasömustu
frjálsíþróttamönnum höfuðstaðarins. —
Er árangur hans persónulegt met og mun
hann þó hafa kastað enn lengra á æfing-
400 METRA HLAUP:
1. Reynir Sigurðsson, IR, .......... 50,8
2. Magnús Jónsson, KR, ......... 50,9
3. Sveinn Björnsson, KR, ......... 52,0
4. Páll Halldórsson, KR, ......... 53,5
Reynir hljóp á yztu braut og hafði því
verri aðstöðu. Enda munaði minnstu að
Magnúsi tækist að hrifsa af honum meist-
aratignina ( sjá mynd). Er Magnús 4.
Islendingurinn, sem hleypur undir 51 sek.
Sveinn Björnsson sýndi þó mestar fram-
farir og bætti sitt persónulega met um
1,1 sek. Páll sló af ferðinni síðustu metr-
ana.
um.
100 m. hlaupiö (úrslit): Finnbjörn, Trau sti og Guömundur Lárusson.